Samtíðin - 01.03.1941, Side 13

Samtíðin - 01.03.1941, Side 13
SAMTÍÐIN 9 í Lis§abon ÞÓRHALLUR ÞORGILSSON: Nýningrin AÐ ER nokk- uð útbreidd skoðun, virðist mér, að Portú- Sal sé framhald Spánar, og það er auðvitað rétt í landfræðileg- um efnum. En ég held, að i flestum öðrum greinum gæti mjög verulegs munar á þessum þjóð- löndum. Xú verða menn varir alveg sér- staklega mikilla umskipta, þegar þeir koma frá Spáni til Portúgals. Spánn er enn í sárum eftir borg- arastyrjöldina, og strið geisar enn all umbverfis, með vaxandi við- skiptahindrunum, sem skapa nokk- urs konar umsátursástand í land- ■uu. Portúgal hefur aftur notið langs friðar, og í skjóli lians hefur at- vinnulíf blómgast og velmegun lúóðarinnar stórum aukist. A þess- u>n uppgangstímum hefur portú- gölsku þjóðinni hlotnast forysta liins ágætasta manns, prófessors fúiveira Salazar, sem er jafn mik- úhæfur sjálfur og hann er réttsýnn 1 inati sinu á hæfileikum annarra. Hann er ekki ginkeyptur fyrir há- 'aðamiklum stjórnmálamönnum án sérþekkingar í ábyrgðarstöður þjóð- félagsins. Allir ráðberrar hans eru valinkunnir prófessorar og' doktor- ur, hver í sinrii grein. Það er ekki að sjá, að Salazar hafi þá óbeit á „langskólamönnum“ og sérfræðing- um, sem margir virðast haldnir af hér á landi. — Við komum á eimskipinu Heklu i kringum þ. 25. sept. síðastl. til Setúhal, en skijjið álti a'ð taka sem- enl á stað einum skamt þaðan, er Otao nefnist. Setúbal liggur skamt fvrir sunn- an Lissabon, og fór ég þangað og dvaldist nokkra daga í binni fögru borg á Tejo-bökkum. í spænskum blöðum bafði ég séð á það minst, að sýning mikil slæ'ði ylir í Lissabon, sakir 800 ára sjálfstæðisafmælis portúgölsku þjóðarinnar, og það levndi sér ekki, að mikið var þar um að vera. Og margt hafði breytst, síðan ég var þar seinast, þótt ekki sé ýkjalangt síðan. Umhverfis liinn sögufræga Belém-kastalá úti við mynni fljóts- ins er hið víðáttumjkla sýningar- svæði með skrautlegum höllum, sýn- ingarskálum verslunar- og iðnfvrir- tækja, skemtistöðum og heilum þorpum, sem bygð bafa verið í lík- ingu við nafngreinda staði víðs veg- ar í nýlenduriki Portúgals. Þessi sýning er vottur hinnar nýju framvindustefnu þjóðarinnar. Hún var eitt sinn önnur voldugasta þjó.ð heims. Með Tordesillas-sátt- málanum skiptu Spánverjar og Portúgalsmenn raunverulega heim- inum utan Evrópu á milli sín. Og Þórhallur Þorgilsson

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.