Samtíðin - 01.03.1941, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.03.1941, Blaðsíða 15
SAMTÍÐIN 11 íhugunárefni, hvert sem litið er, og fyrir fræðimanninn fjöldi ómetan- legra heimildarplagga, og það í frummynd þeirra, án allra afmynd- ana eða eftirstælinga. Mér varð sérstaklega starsýnt á landabréfasafnið í klausturbygg- ingu Jerónýmusbræðra — Mosteiro dos Jerónimos — þar sem ísland sést linattsett á hinn margvíslegasta liátt og með margs konar óvæntri lögun. Eg efast ekki um, að þar bafi verið af nógu að taka fyrir sérfræðinga í hina óskrifuðu sögu nni þátttöku Islendinga í landa- fundum og landnámi vestan At- lantshafs. Annars var þarna svo margt, sem niér fanst vert eftirtektar og ýtar- legrar frásagnar, að engin lök eru a því að lýsa því öllu í stuttri grein, °g verður því nánari lýsing að I)íða betri tíma. Nýi presturinn: Eg skil ekki, Iwers vegna söfnuðurinn fer beina teið úr kirkjnnni ú drykkjukrærnar. Meðhjálparinn: Það er það, sem þeir kalla þorsta eftir réttlæti. Kennarinn: Heldurðu, að menn wundu ekki verða hrifnir af Mart- e,w Lúther, ef hann væri núna uppi? Nemandinn: Það er nú trúlegt, þar sem hann væri þá hér um bil M)0 ára gamall. Prestur: Geturðu sagt mér, hvaða 1‘tutir eru nauðsgnlegir í skírninni? Barn: Vatn og barn. Þegar menn tala um hátt verð á íslensk- um landbúnaðarafurðum, en kaupa liins vegar útlendar vörur möglun- arlaust, kemur mér stundum í hug saga af Norðmanni, sem staddur var á járnbrautarstöð á landamæruni Noregs og Sviþjóðar. Maðurinn þurfti að kaupa sér eldspýtustokk, og uppgötvaði hann í þvi sambandi, að sænskur eldspýtustokkur kostaði 3 aura, en norskur 5 aura. — Ég er Norðmaður og kaupi auðvitað norskar vörur, enda þótt þær séu dýrari en erlendur varn- ingur, sagði þessi þjóðholli Aust- maður. Hann skildi, að hver sá evr- ir, er rann til norskra framleiðenda, vrði til þess að auka velmegun norsku þjóðarinnar, spara henni gjaldeyri og gera hana efnalega sjálfstæðari en áður. Ökkur Islendinga skortir stund- um svipaðan hugsunarhátt, þegar rælt er um verðlag á afurðum land- búnaðarins. T NÆSTA HEFTI verða m.a. mjög tíma- 1 bærar og athygliverðar greinar eftir frú Oddnýju E. Sen, síra Árna Sigurðsson og Ingólf Davíðs- son magister. Alla daga stend í stað, streittur við að selja. Ánægður ég er með það. Aðrir mega velja.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.