Samtíðin - 01.02.1942, Page 6

Samtíðin - 01.02.1942, Page 6
2 SAMTIÐIN Nýstárlegasta bókin Þórbergur Þórðarson rithöf. hefir að vísu fengið nokkuð misjal’na dóma, en um eitt eru állir sammála: að liann sé frumlegur og stíll hans þróttmikill og af góðu íslenzku bergi brotinn. Þórbergur varð þjóð- frægt skáld, eftir að bók lians „Bréf til Láru“ kom út, og nú er hann einn af þrem mest lesnu íslenzku rithöf- undunum. Nýlega kom út bók eftir Þórberg, sem vekja mun mikla athygli og margir vilja eignast. Er það safn af kvæðum hans, og fylgir hverju einstöku þeirra löng og ítarleg skýring um tilorðningu þess og tilgang, tor- skilin orð og orðatiltæki skýrð og staður og stund til- greint, er kvæðið varð til. Gerist Þórbergur þar víða bersögull og dylur ekkert, hvorki um höfundinn né tilraunadýr sin eða þjáningarsystkini. Nær gamansemi Þórbergs og skemmtilegheit hér víða hámarki, svo að nærri veldur óþægilegum misskilningi hjá sumum les- endum lians. I löngum eftirmála ráðstafar Þórbergur endanlega sínum jarðnesku leifum og væri ósanngjarnt að segja, að hann ætlist til þess, að þeim verði vandaðar kveðj- urnar. Margir munu að loknum lestri eftirmálans álíta, að Þórbergur muni brjóta hér blað í rithöfundarsögu sinni og snúa sér að nýjum og ólíkum viðfangsefnum. Edda Þórbergs er vafalaust merkasta bók ársins, og mundu margir óska sér þess að eiga þannig skráða sögu kvæða for- tíðarskálda okkar.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.