Samtíðin - 01.02.1942, Side 18

Samtíðin - 01.02.1942, Side 18
14 SAMTÍÐIN Guðmundur Friðjónsson: Dulræn vitneskja] EGAR ÉG fyrir nokkrum miss- erum. átti á hættu að missa sjónina, gekk ég á fund konu, sem ég fékk vitneskju um, að væri skyggn (ófresk). Kona þessi lét lítið yfir sér og vildi eigi taka borgun fyrir ómök sín af þessu tagi. Ég bað hana að grénnslast eftir þvi, ef lænni væri unnt, hvort mér mundi verða auðið að halda sjón minni, eða hitt lægi við borð, að ég missti hana. Hún kvaðst skyldu reyna og þreifa fyrir sér. Eigi féll hún í dá. Én hún tók lófann fyrir andlit sér og draup höfði, meðan hún liorfði inn í huliðsheimá. Þessi eftirgrennslan varaði svo sem 5—10 mínútur, og réð hún s;,álf lengd þessarar tómstundar. Siðan mælti hún og leit á mig — en frá- sögn hennar dreg ég saman: Hún kvaðst sjá lækni, sem væri að smyrja augu min og lýsli honum nákvæmlega. Ég þekkti undir cins, að sú lýsing var af Birni augnlækni (Ólafssyni. Ég kom til hans, þegar ég var rúmlega tvítugur að aldri, og fékk ég Iijá honum gleraugu cftir ná- kvæma rannsókn á augum mínum. Björn var mjög einkennilegur i sjón, svo sem Jieir menn vita, er sáu hann. En gal konan eigi hafa séð Björn, eða lesið mynd lians í hugskoli mínu? Hún var eigi hérlendis, Jiegar Björn var augnlæknir, og alin upp fjarri Jjeim stöðum, þar sem hann dvaldist á skólaaldri. Éigi mundi hún hafa lesið rnynd hans út úr hugskoli mínu, því að ég bar hana alls ekki fyrir brjósti — var búinn að gleyma því, að fundum okkar Björus bafði bor- ið saman, minntist Jiess eigi Jiarna staddur. Þá lýsti konan öðrum lækni, sem léti sér annt um mig, sem húu sagði, að drukknað hefði í vatni. Ég Jiekkti þenna mann af lýsingunni, eða þótt- ist vera viss uhi, að hann væri Sig- urður Pálssou, bróðir Arna prófess- ors. En ég sagði við konuna, að Sig- urður hefði látizt á sóttarsæng. Hún brosti og mælti: — Hann sýnir mér vatnsfallið, og ég sé vatnið drjúpa af fötum hans. Ekki er um Jiað að vill- ast. Ég spurðist síðau fyrir um dauð- daga Sigurðar læknis og komst að raun um, að liann hafði drukknað i vatnsfalli í Skagafirði, i læknisferð. Ég var Sigurði málkunnugur lítils háttar. En honum kann að liafa ver- ið hlýtt til mín fyrir J>að, að ég lauk lofsorði á sunnudagaræður föður hans — á prenti Jægar Jiær komu út fyrir atbeina og lilstilli Sigurðar bóksala Ivristjánssonar. Það er úti- Ickað, að skyggna konan liafi Jiekkt Sigurð Pálssou, né kynningu okkar. Hún hafði Jiað eftir þessum lækn- um, að ég niundi halda nokkurri sjón. En að visu gat hún farið nærri um það eftir líkindum. Það, sem mér Jxítti merkilegt við þessar sýnir hennar, var sú lýsing, sem hún gaf mér á læknunum, sem hún haíði aldrei séð, né gat hafa vit- að um, að ég hafði kynnzt. Áður en ég gekk á fund þessarar völvu. kom ég við hjá vini mínum, scm bjó á leið minni og kvaddi hann.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.