Samtíðin - 01.02.1942, Síða 19

Samtíðin - 01.02.1942, Síða 19
SAMTÍÐIN 15 Hann ætlaði næsta dag í sjúkralius og ganga undir magaskurð. Hann var hugrakkur og hafði það eftir lækni sínum, að aðgerðin væri eigi stórvægileg. Búið var að mynda mag- ann, og maðurinn leit út eins og lieil- brigðir menn. Ég var þó uggandi um, hversu takast mvndi, en lét á eng- um ótta bera, þegar ég spurði skyggnu konuna, hvað hana grunaði um tdutskipti þessa manns. Hún leit í gaupnir sér og eigi lengi, mælti svo og leit á mig alvöruaugum: — Hann verður neðarlega í því. Hvao sérðu? spurði ég. Ég sé mein í maganum, og anga út lir meininu. Það er krabbi. Maðurinn dó á skurðarborðinu næsta dag. Öllum, sem hlut áttu að máli, kom sá atburður á óvart. Svo virðist, eftir fornum heimild- um, sem konur hafi verið gæddar framvisi umfram karlmenn. Seið- maður svarar ekki til völvu. Og ekki er þess getið i fornum vísindum, að seiðmenn hafi ferðazt um byggðir í sams konar erindum sem völvurnar. Ef til vill er kveneðlið næmara í þess- um efnurn en eðlisfar karla. Var eigi véfréttin í Delfi undan tungurótum konu? Út um sveitir lands vors eru skyggnar konur á víð og dreif, en fátt mun vera um þess háttar karl- menn. Meybörn eru skyggnari en sveinbörn, að þvi, sem mér er kunn- ugt. Annars er þessi grein gerð i öðr- um tilgangi en þeim, að rannsaka þau hlutföll. Svo er sagt, að sá maður, sem fyrst- ur fann ísland, nyti þá bendingar fóstru sinnar, sem var framvís. Um hana mætti segja hið sama, sem haft er eftir kerlingu i gömlum rímum: Lánuð var mér listin sú um lönd og græði: að vita iengra en nef mitt næði. Lánuð list — þ. e. þegin í vöggugjöf, tannfé, sem nornirnar miðla, eftir sinni vild, fæst ekki í skólum, verður eigi lærð, er nokkurs konar náðar- gáfa, sem rýra má og efla, að eigin vild. Þannig mun henni vera háttað og í sveit komið, ófreskigáfunni. QacLdbi íasmda. u.o\Ka. KONA Á NORÐURLANDI sendi Sam- tíðinni nýlega 12 nýja áskrifendur með þeim ummælum, að hún vildi gera sitl til þess að koma timaritinu inn á hvert heimili í landinu. Ef margir færu að dæmi þessarar konu, yrði slíkl auðgert. Sí Úr Bolungarvík var oss nýlega send á- skriftarbeiðni. Sendandi lét þess jafnframt getið, að Samtíðin væri að sinum dómi Iiezta timarit, sem hann hefði kynnzt. K Merkur Reykvíkingur sagði nýlega: „Samtiðin er fróðlegt og skemmtilegt rit. Hún flytur stuttar og afburða gagnorðar greinar um afarmargt, sem ekkert annað íslenzkt rit minnist á. Slíkt timarit á að mínu áliti mikið erindi til allra fróðleiks- fúsra manna. Miðað við núverandi verð- lag á hókum væri ég fús til að greiða ár- lega 15—20 krónur fyrir Samtíðina.“ íí Og þjóðskáldið Guðmundur á Sandi seg- ir í bréfi, dags. 15. jan. ’42: „Mér þykir Samtíðin einna læsilegasta tímarit vort.“ 5í Gerið oss þann greiða, að útvega ritinu marga nýja áskrifendur.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.