Samtíðin - 01.02.1942, Page 26

Samtíðin - 01.02.1942, Page 26
22 SAMTÍÐIN þá færði Schulmeister lionum þær fregnir, að uppreisn hefði brotizt út í Paris, að enskar hersveitir væru komnar til Boulogne og að frakk- neski her'inn væri þar af leiðandi á liraðri heimför. Þetta varð til þess, að Mack liershöfðingi gerbreytti á- formi sínu og ákvað að doka enn við. Afleiðingin varð sú, að 20. október varð hann að gefast upp ásamt 50.000 manna liði fyrir hersveitum Napóleons, sem skyndilega komu honum i opna skjöldu. Schulmeister liélt nú til Vínarborg- ar. Á leiðinni þangað hitti hann Mer- veldt liershöfðingja, ávann sér þeg- ar i stað traust lians og fékk hjá hon- um skjöl, er heimiluðu honum að leika algerlega lausum hala meðal austurríska hersins. Síðan sendi hann Napóleon nákvæmar skýrslur um allt, sem liann sá og heyrði. En þeg- ar Schulmeister kom til Vínarborg- ar, var liann svikinn og dreginn fyrir lög og dóm. Enda þótt ekki skorti sakargiftir, tókst Schulmeister að verja sig svo meistaralega fyrir rélt- inum, að nærri lá, að dómararnir héldu, að liann væri vinveittari Aust- urríki en nokkur af þegnum þess. Var Schulmeister nú náðaður um stundarsakir og því næst sendur lil Ungverjalands undir eins konar eftir- liti. Vitanlega tókst honum að sleppa úr klóm eftiriitsmanna sinna, og þeg- ar Napóleon liertók Vínarborg, 15. nóv. 1805, gerði hann þennan erki- njósnara sinn að yfirmanni frakk- nesku lögreglunnar þar í borg. Schul- meister kallaði sig nú „lierra Ivarl“, og átti það nafn fyrir sér að verða Á hverju heimiii, þar sem lireinlætis er gætt í hví- vetna, og allt er fágað og hreint, notar húsmóðirin beztu hreinlæt- isefnin, en það eru: B R A S S O fægilögur, S I L V O silfurfægilögur, Z E B O ofnlögur, WINDOLENE gluggafægilögur, RECKITT’S þvottablámi, sem gjörir þvottinn mjallhvítan FÆST í ÖLLUM VERZLUNUM! MUNIfl: pilágsprentsmibjan I Ingólfsstræti FULLKOMNASTA og VANDVIRKASTA PRENTSMIÐJA LANDSINS SÍMI: 1640

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.