Samtíðin - 01.10.1944, Page 8

Samtíðin - 01.10.1944, Page 8
4 SAMTÍÐIN félag vort, ef það á fjárhagslega að geta lifað. Vér þurfum þar að standa saman og vanda vel hvert fótmál. Vér erum stundum fljótir til ákvarðana. fslending- ar hafa jafnvel gefið út yfirlýsingu um utanríkismálastefnu sína að lokinni styrj- öldinni. Er þó enn lítt um það vitað, hvernig umhorfs verður í heimi þá.“ Hér hafa verið tekin upp þau orð í ræðu sendiherrans, er einkum varða hið neikvæða í opinberu lífi hér heima. En í heild sinni bar ræðan vott um þann eldhita, þá bjartsýni og djörfung, er hann átti sér þegar á bernskuskeiði. Það er vel, að þessi orð skuli hafa borizt hingað frá svo merkum manni í fjarlægu landi. Giftu- drýgstu hvatningarorð til fslendinga í sjálfstæðisbaráttu þeirra bárust þeim mörg hver handan um haf. Þarf í því sam- bandi ekki annað en benda á bréf Jóns Sigurðssonar og fjölmargt í Á r m a n n i á alþingi, Fjölni og Nýjum fé- 1 a g s r i t u m. Erlendis öðlast menn það víðsýni, sem hér heima hefur löngum reynzt ilítt kleift að afla sér. Ungur maður kom til gullsmiðs og bað hann að selja sér liring lianda unnustu sinni og grafa inn- an í hann: F r á J ó ni t i l M ö g g u. GuIIsmiðurinn taldi hgggilegra að grafa aðeins: Frá J ó n i. Úrsmiður (við gamla konu): — Þessi klukka gengur í átta daga, án })ess að hún sé dregin upp. Gamla konan: — Guð minn góð- ur, en hvað gengur hún þá lengi, ef þér dragið hana upp? Þegar gróðansþrædd er leið, þykir lítill dropinn. UggsQMgp') I Heim að dyrum braut lc\ ^ JcJ , .* er breið, og búðin mín er opin. JÓNATAN JÓNSSON: Hún Ástríður Englending þráir og úrsvalan varanna koss, en faðirinn ham'stola hrópar í himininn: „Frelsaðu oss!“ Hún hjalar við svanmjúkan svæfil, er svefnroðinn læðist um kinn. í dýrlegum draumanna sölum hún dansar við unnustann sinn. Með hárið í ljósgullnum hjúpi um hálsinn að vanganna brún Hún læðist svo léttfætt sem hindin um lendur og blómfögur tún. Og skáhallt í „braggana“ skundar, er skyggir á hernumið svið. Og rjóðan á vangann hann Ríkarð hún ræðir sín «inkamál við. Og setningin litla og ljúfa „I love you“ af vörunum fer, því hún var sá orðleikur eini, sem ungfrúin gagnkynnti sér. . Hún þráði svo erlendan unað, er ástríður færðust um svip og stofnaði útgerð í ástum með útvalið hamingjuskip. Sá ókostur liggur í landi, sem lamar vor inndælu fljóð, að æxlast á erlenda vísu og óhreinka kyngöfugt blóð. Menn segja, að sjáist í vöggu tveir svertingjar borginni í og nýlega, er kona tók krankleik, var Kínverji valdur að því.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.