Samtíðin - 01.10.1944, Page 20

Samtíðin - 01.10.1944, Page 20
16 SAMTlÐIN ÓLAFUR BJÖRNSSON dócent: Síðari grein Verður lýðræðinu bjargað? T FYRRI GREIN X minni var á það bent, hvernig þröun atvinnulífs. ins að undanförnu hefur leitt til þess, að ríkisvaldið hef- ur stöðugt orðið að lála meir til sín taka á sviði atvinnulífs og viðskipta. Ein aðal- orsök þessa er efling hinna ýmsu stéttasamtaka, bæði meðal atvinnu- rekenda og launþega. En jafnframt ])ví, sem samtök þessi verða liarð- snúnari og víðtækari, verður erfiðara um friðsamlega lausn á deilumálum hinna ýmsu stétta þjóðfélagsins. Þróunin virðist óðfluga ganga í þá átt, að aðeins sé um tvennl að velja: stöðvun atvinnurekstursins að meira eða minna leyti vegna vinnudeilna, með þeirri upplausn og fjármálaöng- ])veiti, sem shkt hlýtur að liafa í för með sér, eða þá að sterkustu aðilarn- ir á sviði stjórnmálalífsins hrifsi til sín völdin og taki sér einræðisvald til þess að skera úr hagsmunagreiningi stéttasamtakanna til þess að hjól at- vinnulífsins ekki stöðvist. Kröfurnar um opinbera skipulagningu atvinnu- lifsins verða æ háværari, og að mörgu leyti virðist sú þróun ekki ó- eðlileg. Hér skal ekki farið út í það að gera samanburð á því, livort heppilegra sé að reka þjóðarbúskap- inn á grundvelli viðskipta-og atvinnu- frelsis eða á grundvelli opinbers reksturs, sem frmkvæmdur yrði sam- kvæmt áætlun stjórnarvaldanna, en á því skal vakin athvgli, að opinber rekstur atvinnulífsins á áætlunar- grundvelli samrýmist ekki lýðræðis- skipulagi. Til þess að slíkur áætlun- arbúskapur verði framkvæmdur, verður ríkisvaldið að taka sér úr- skurðarvald um kaup og kjör hinna ýmsu stétta þjóðfélagsins, svo og vald til þess að ákveða, hvaða störf menn skuli vinna. Þar að auki veitir sjálft skipulagið stjórnmálaflokki þeim eða flokkasamsteypu, sem með völdin fara i þjóðfélagi, þar sem op- inber rekstur er ríkjandi, einræðis- vald, þar sem allir stjórnmálaand- stæðingar ættu afkomu sína undir þeim mönnum, sem réðu yfir öllum atvinnufyrirtækjum í landinu. Eru þá nokkrar likur á því, að lýð- ræðisskipulagið eigi framtíð, og livað er hægt að gera því til bjargar? Það er ekki óeðlilegt, að sú spurning vakni í. þessu sambandi, eftir það að gjörð hefur verið grein fyrir þeirri bættu, sem lýðræðisskipúlaginu staf- ar af bagsmunasamtökunum innan þjóðfélagsins, hvort bezta leiðin til þess að tryggja öryggi lýðræðisins væri ekki sú, að banna og leysa upp ])essi hagsmunasamtök. Við þetta er það að athuga, að lýð- ræðið má helzt ekki gi'ípa til slíkra ráðstafana sér til verndar, að það af- nemi sjálft sig. Meðal þeirra mann- Ólafur Biörnsson

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.