Samtíðin - 01.10.1944, Side 23

Samtíðin - 01.10.1944, Side 23
SAMTlÐIN 19 Verkeyðandi lyf — hættuleg r Iameríkska tímaritinu Nature’s Path var nýlega eftirfarandi smágrein: Morgunblöðin skýra frá sviplegu dauðsfalli þingmanns nokkurs frá Massachusetts. Hann fékk hjartaslag. Þetta minnir mig á það, að nýlega spurði ég lækni, hvernig hann héldi, að stæði á því, að dauðsföllum af völdum hjartaslags fjölgaði svo mjög í Bandaríkjunum upp á siðkastið sem raun her vitni. Hann gal þess tíl, að ein af ástæðunum væri geysimikil og almenn aspirin-notkun l)æði með- al harna og fullorðinna, enda væru har ekki lagðar höinlur á slíkt. Benti hann jafnframt á skaðsemi þessara lyfja og gat þess, að t. d. í Þýzkalandi væri neyzla á aspirini bönnuð, nema hún væri beinlínis samkvæmt læknis- ráði. Sársauki er aðvörun, sem gefur til kynna, að eitthvert líffæri þarfnist at- hugunar. Það er vitanlega tilgangs- laust að ætla sér að útrýma verkjum með aspírini eða öðrum deyfilyfjum. Notkun þeirra er að þvi leyti ærið skammgóður vermir. Hitt er vitan- lega sjálfsagt að grafast fyrir orsakir sjúkdóma og stennna síðan á að ósi. Deyfilvf eru bráðnauðsynleg við upp- skurði og til þess að lina þjáningar fárveikra eða dauðvona manna, en sérhver maður ætti að forðast notkun þeirra að nauðsynjalausu, og mikil aspirinnotkun er vafalaust mjög ó- holl.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.