Samtíðin - 01.10.1944, Blaðsíða 32
28
SAMTÍÐIN
ÞEIR VITRU
— SÖGÐU:
Halldór Kiljan Laxness: „Lög list-
arinnar eiga ekki skylt við lög- nátt-
úrunnar, heldur eru eins og öll sið-
menning, undirokun náttúrunnar.
Listamaðurinn hefur konunglega af-
stöðu gagnvart veruleikanum, notar
hann sem eign sína eftir vild, en veru-
leikinn verður að beygja sig undir
þau lögmál, sem listamaðurinn setur
verki sínu. Málarinn málar ekki
náttúruna, heldur samband sitt við
heiminn. Hann líkir ekki eftir náttúr-
unni, heldur skapar heim; sinn heim.
Listaverkið er ekki aðeins sú Amer-
íka, sem listamaðurinn hefur fundið,
heldur sá heimur sem hann hefur
skapað. Lislamaðurinn hefur að vísu
ákveðna persónu sem fyrirmynd, en
það sem hann málar er samband sitt
'við hana. — — — — „List“ sem
setur sér það takmark á vorum dög-
um að vera spegill, eða þegar bezt
lætur stílfært afbrigði ljósmynda-
gerðar, segir ekkert um náttúruna,
heldur tjáir afturhaldsstefnu og
menningarlegan fjandskap, annað
ekki. Krafa hennar er sú, að lista-
maðurinn sé undirgefinn dauðum
hlutum, í stað þess að menningarvið-
leitni heimsins og markmið andans
er að gera náttúruna manninum und-
irgefna. Um tónlist og myndlist gegn-
ir sama máli að því leyti, að allir tón.
ar eru að vísu til í náttúrunni eins og
allir litir, — a. m. k. hugsanlega; en
um leið og tónlistin ætlar sér að stæla
náttúruhljóð hefur hún brugðizt
hljóðfæri sínu, og er ekki lengur tón-
Hafnarhúsið
Sími 5980
Símnefni: BRAKUN
Q. ‘lóiíst^dnssoK &. Cjo. ft.jl.
skipamiðlari.
BEL6JAGEBÐIN H.F.
Sænska frystihúsinu, Reykjavík.
Símnefni: Belgjagerðin.
Sími: 4942. Pósthólf 961.
Framleiðum:
Lóða-
0 g
Netabelgi,
allar stærðir.
Tjöld,
Bakpoka,
Svefnpoka,
Kerrupoka,
Ullarnáttteppi,
Stormjakka,
Blússur,
kvenna, karla
og barna.
Skíðalegghlifar,
Skíðatöskur,
Buxur og
Pokabuxur,
Frakka,
Kápur o. fl.