Samtíðin - 01.04.1951, Síða 29

Samtíðin - 01.04.1951, Síða 29
SAMTÍÐIN 25 Svar: Vér hjósum heldur að þúa fólk en þéra það og þúum þvi alla, sem vér þorum til við! Þar með er ekki sagt, að vér höfum neinn ímugust á þéringum, síður en svo. En þegar rætt er um þær, dettur oss ósjálfrátt í hug það, sem haft er eftir einum af vinsælustu Vestur-lslendingum, sem hingað hafa komið. Hann á að hafa sagt, að hann þúaði allt „ættfólk sitt“ austan hafs, utan einn mann, sem sér þætti svo leiðinlegur, að sér væri ekki einu sinni mögulegt að þúa hann! Kæra Rúna. Við höfum ekki spurnir af neinni algildri aðferð til að lesa lyndis- einkunn fólks út úr skrift þess og efumst um, að hún sé til. Hinu er ekki að leyna, að skrift veitir oft hugmynd um skapferli fólks. Skrift þin er viðfelldin og gæti lýst fróð- leiksfýsn og samvizkusemi. Gunna: „Það er yndislegt að vera einsömul við og við.“ Stína: „Já, einkum og sér í lagi, þegar maður hefur nú kœrastann sinn hjá sér.“ „Hafið þið til þessa bók á fimm krónur, sem heitir: Baráttan gegn verðbólgunni?“ Bóksalinn: „Já, en nú kostar hún bara orðið átt a krónur.“ Leitið upplýsinga um vátryggingu hjá Nordisk Brandforsikring A/S. Aðalumboð á íslandi, Vesturgötu 7. Reykjavík. Sími 3569. Pósthólf 1013. Það er ótryggt að hafa óvátryggt! CARL D. TULINIUS & CO. H.F. Vátryggingarskrifstofa, Austurstræti 14. Sími 1730. C Við smíðum EFTIR PÖNTUNUM HVERSKDNARHÚSGDGN Höfum jafnan fyrirliggjandi svefnherbergishúsgögn. Sendum gegn póstkröl'u um land allt. Laugavegi 7. — Sími 7558.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.