Samtíðin - 01.10.1951, Síða 19

Samtíðin - 01.10.1951, Síða 19
SAMTÍÐIN 15 CfLm iöLnzLn iLj! Jj/a of iLaLr 15 Gull- og iilfursmiðjiui ERNA HF. þElR, SEM koma inn í vesturand- dyri Þjóðleikhússins, veita brátt athygli sýningarskáp miklíun með borðsilfri frá Guðlaugi Magnússyrii gullsmið á Laugavegi 11, en Guð- laugur er aðaleigandi og fram- kvæmdastjóri Gull- og silfursmiðj- unnar Ernu hf., sem er eitt stærsta fyrirta?ki hér á landi í sinni grein. Um daginn hauð Guðlaugur mér að skoða verksmiðjuna, sem er lil liúsa á Skúlagötu 26. Þrátt fyrir allmikinn vélakost verksmiðjunnar er unnið þar mikið í höndunum. Við það verður svipur- inn á smiðisgripunum allur annar en væru þeir eingöngu vélunnir. Silfrið kemur i verksmiðjuna ýmist í plöt- um eða mjóum stöngum og var mér sýnt, hvernig smíðuð var lítil silfur- skeið. Fyrst tók einn starfsmann- anna hút af silfurstöng, sem hann hitaði, líkt og gert er við smíðajárn, og hamraði því næst á steðja. Þar var stangarbúturinn flattur og form- aður með handafli. Síðan tóku vél- arnar við, fyrst pressa ein geysimik- il, er mvnztraði skeiðina í þar til gerðu móti með höggi, sem sam- svaraði um 150 lesta þunga. Að því loknu var skeiðin sorfin og slípuð, og var hún þá fullgerð. Ég spurði Guðlaug Magnússon, hve lengi hann hefði rekið gull- og silfursmíðavinnustofu og hver hefði verið undanfarinn að stofnun verk- smiðjunnar. Hann hóf sjálfstæðan atvinnurekstur í iðn sinni fyrir 26 árum' (árið 1925) vestur á Isafirði. Tveim árum seinna fluttist hann til Reykjavikur og hefur stai’fað þar samfleytt síðan, en rekið verzlun HLUTI AF VÉLASAL VERK- SMIÐJUNNAR

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.