Samtíðin - 01.10.1951, Page 28

Samtíðin - 01.10.1951, Page 28
24 SAMTÍÐIN Lokabindi „Listamannaþings66 SEX ÁR eru liðin, síðan Helga- fell hóf, á 100. ártíð Jónasar Hall- grimssonar, útgáfu mesta safns er- lendra úrvalsrita, sem birzt hefur i íslenzkri þýðingu. Var safninu valið heitið „Listamannaþing“, og átti það upphaflega að verða 10 bindi, en seinna var bindatalan auk- in um helming, og er 20. bókin, eða lokabindi „Listamannaþings“ II, nú nýkomin. Það er skáldsagan Rauða strikið eftir finnska skáldið Ilmari Kianto í þýðingu Guðmund- ar Gíslasonar Hagalíns. Það var heppilegt að velja þessa bók, svo nauða ókunnugir sem ís- lenzkir lesendur eru finnskum bók- menntum. Höfundur bókarinnar er fæddur 1874. Hann sótti upphaflega söguefni sín til hermannalifsins í Finnlandi, gerðist þvi næst ljóð- skáld, en hefur síðan um aldamót verið geysifrjór i óbundnu rnáli. Kianto er úr héraðinu Suomussalmi. Hann er gagnkunnugur lifnaðar- háttum og málfari fólksins þar, sem hann hefur túlkað af mikilli list, en talið er, að frásagnir hans nálgist stundum öfgar. Tvær bækur hans þykja bera mjög af öðrum, og er önnur þeirra Rauða strikið, sem út kom 1909. Er þar lýst viðhorfi ör- eiganna í afskekktustu bvggðarlög- um Finnlands, er þeir öðluðust kosningarrétt, tóku að kynnast jafn- aðarstefnunni og öðrum hræring- um stjórnmálalegs eðlis, er þá komu til sögunnar. Hattaverztun ísafoldar h.f. ~>4uóturitrœti /4, fécyhjaui 'l — SSinú 5222 IVýjustu Parísarmodel ávallt fyrirliggjandi. dd>endu.m ^e^n póitLröju um alft fand.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.