Samtíðin - 01.11.1955, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.11.1955, Blaðsíða 11
SAMTÍÐIN 7 Hvað amar að? ALMA skrifar: Við hjónin höfðum verið gift í fjögur ár, og ekkert amaði að. En svo skeði það allt í einu fyrir tæpu ári, að maðurinn minn fór frá mér og tók saman við aðra konu. Þú veizt ekki, Freyja mín, hvíhkt voðalegt reiðarslag þetta var fyrir mig, sem lifað hafði i þeirri barns- legu trú, að ekkert gæti aðskilið okk- ur nema dauðinn. Á dögunum fæ ég svo allt í einu bréf frá honum, þar sem hann biður mig fyrir hvern mun að taka sig í sátt og segist nú sjá, að ég sé sú eina, sem hann geti elskað. Ég á erfitt með að lýsa fögnuði mínum, og fyrir mitt leyti vil ég taka hann aftur í sátt, en fólkið mitt segir: Nei og fullyrðir, að ég muni aldrei geta treyst lionurn framar. Hvað á ég að gera? SVAR: Hlýddu kalli ástar þinnar, og taktu manninn þinn aftur í sátt. Þú átt í rauninni einskis annars kost, úr því að þið elskið hvort annað. Ætli fjarlægð hans frá þér hafi ekki dýpkað skilning hans á lífinu og kennt honum að meta þig meira en áður? Konur eru þolbetri ÞYZKUR lifeðlisfræðingur, dr. Th. Hettinger að nafni, er vinnur að starfhæfnirannsóknum i Dortmund, hefur rannsakað vöðvaorku karla og Hjörtur Nielsen h.f. Sérverzlun Kristall og postulínsvörur Templarasundi 3. Reykjavík. kvenna með tilliti til þess, hve hæf kynin séu til erfiðisvinnu. Dr. Hett- inger rannsakaði einkum styrkleik framhandleggsins, en á vöðva hans reynir mjög við ýmsar handatiltekt- ir. Rannsókn á 56 konum og 58 körlum leiddi i ljós, að konurnar höfðu yfirleitt 40% minni vöðva- styrkleik en karlmennirnir, þ. e. karlamir notuðu aðeins 60% af handleggjaorku sinni við störf, er kostuðu konurnarallaorku þeirra eða 100%. Líkamsþungi þessa fólks var svipaður. Við vöðvaþjálfun var orku- munurinn milli kynjanna enn þá meiri. Karlmenn neyttu þá minni orku en áður, en konurnar svipaðrar. Vöðvar þeirra tóku verr þjálfun en karlmannanna. Hins vegar kom í ljós, að við vinnu, sem ekki krafðist mikillar orku, voru konur miklu þolnari en karlar og afköstuðu þá mun meira verki. ★ Frauðterta (Marengsterta) DEIGIÐ: 125 g smjör, 100 g sýkur, 4 eggjarauður, y2—% dj mjólk, 1 te- skeið vanillusykur, 100 g hveiti, 2 sléttfullar teskeiðar af geri. Þetta efni nægir í tvo botna, sem eru látnir kólna í formunum. FRAUÐIÐ: 4 eggjahvíturnar eru þevttar og 200 g af sykri látin út í. Síðan er því skipt á báða kökubotn- ana, en ekki smurt alveg út á brún- irnar. Að því búnu eru þeir settir Húsgagnasmíðastofan Laugaveg 34B selur ávallt góð og ódýr húsgögn. Tekur einnig gömul húsgögn til viðgerðar. Fljót og góð afgreiðsla. Sími 81461.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.