Samtíðin - 01.11.1955, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.11.1955, Blaðsíða 7
9. hefti 22. árg, Nr. 217 Nóvember 1955 TlMARIT TIL SKEMMTUNAR OG FRÓÐLEIKS SAMTÍÐIN kemur út mánaðarlega nema i jan. og ágúst. Ritstjóri og útgefandi: Sigurö- ur Skúlason, Reykjavik, sími 2526, pósthólf 75. Árgjaldið, 35 kr. (erl. 45 kr.), greiðist fyrirfram. Áskriftir miðast við síðustu áramót. Áskriftargjöldum veitt móttaka i Bæk- ur og ritföng hf., Austurstræti 1 og bókabúðinni á Laugav. 39. — Félagsprentsm. hf. Á wnannkynið að deyja úr huHyri? LEIÐTOGAR Indlands hafa nóg að hugsa um þessar mundir. Á hverjum degi bætast þar í hóp vinnufærra manna hvorki meira né minna en 3000 nýliðar, sem vantar atvinnu og lífsviðurværi. Svo ör er fólksfjölgunin i þessu eina landi. En svipuðu máli gegnir um ýmis önnur þjóð- félög í Austur-Asíu, Suður-Ameríku og Afríku, þar sem iðnvæðingin heldur nú innreið sína, eftir að þjóðirnar hafa að mestu lifað á landsnytjum einum saman um aldaraðir. íbúum jarðarinnar fjölgar gífurlega. Bretinn Malthus spáði því fyrir um 150 árum, sem frægt er orðið, að mannfjölg- unin mundi verða svo ör, að hún mundi leiða örbirgð yfir mannkynið. Malthus sá auðvitað ekki fyrir hinar miklu framfar- ir, sem orðið hafa á flestum sviðum at- vinnulífsins, m.a. ræktunarframkvæmdirn- ar. Á hinn bóginn óraði hann ekki heldur fyrir hinni stórkostlegu mannfjölgun, sem orðin er. Menn, sem nú eru liðlega fimmt- ugir, fræddust um það í barnaskóla, að íbúar jarðarinnar væru 1500 milljónir. í dag eru þeir orðnir 2500 millj. Eftir 30 ár er því spáð, að með sama áframhaldi verði þeir a. m. k. 4000 milljónir. Er hægt að sjá hinu sifjölgandi mann- kyni fyrir daglegu viðurværi? Sú spurn- ing knýr nú mjög fast á, einkum meðal hinna svonefndu frumstæðu þjóða. Reynt hefur verið með góðum árangri að auka gróður vissra hafsvæða, bæði þaragróð- ur og vöxt hinna örsmáu jurta, sem mynda fæðu þeirra dýra, er fiskarnir lifa á. Með þessu móti hefur verið reynt að auka fiskmagn á þessum slóðum. En sérfræðingar í mannfjölgunarvanda- málum telja þó ekki annað ráð einhlítt til að forða mannkyninu frá örbirgð og hungri en að takmarka fjölgun þess. f riti, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa ný- lega sent frá sér, er á það bent, að fyrr- nefndar þjóðir verði að takmarka hina gífurlegu mannfjölgun, sem þar á sér stað, ef þær ætli að hugsa til að komast úr kútnum og kippa atvinnuháttum sínum og efnahag á viðunandi grundvöll. Fjöl- skyldurnar verði að vera hæfilega fjöl- mennar, til þess að unnt sé að fæða þær og klæða og sjá þeim fyrir menntun og mannsæmandi lífsþægindum. En lausn þessa mikla vandamáls vill, sem vonlegt er, vefjast fyrir leiðtogum þjóðanna. Frá Indlandi berast raddir, sem hrópa á hjálp til þess að halda mann- fjölguninni þar í skefjum. En ekki hefur verið unnt að sinna þeim, m. a. vegna þess, að til þess hefur ekki unnizt tóm sakir margvíslegra vandamála líðandi stundar. Það hefur því vakið alheims- athygli, að frægur amerískur læknir lét nýlega svo um mælt: Fáið okkur aðeins einn þúsundasta hluta þess fjármagns, sem atómrannsóknirnar, er miða að eyði- leggingu, kosta veröldina, og við skulum Ieysa mannfjölgunarvandamálið. Við skul-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.