Samtíðin - 01.11.1955, Blaðsíða 12
8
SAMTÍÐIN
inn í ofn, sem er volgur, og látnir
vera þar í 30—40 mínútur.
Þegar botnarnir eru orðnir kaldir
eða því sem næst, eru þeir telrnir úr
formunum og niðursoðnir eða soðn-
ir ávextir settir á milli þeirra ásamt
þeyttum rjóma eða vanilluís.
Svæk í Þjóðleikhúsinu
' j
i (
• i
I
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sýnir um þessar
mundir „Góða dátann Svæk“, leikrit, sem
Karl ísfeld hefur umsamið eftir þýðingu
sinni af hinni ágætu sögu Haseks með
hliðsjón af leikriti Evans MacColls. —
Leikstjóri er Indriði Waage, en með hlut-
verlc Svæks fer með mikilli prýði einn af
okkar snjöllustu yngri leikurum, Róbert
Arnfinnsson, og sést hann hér á myndinni
í gervi dátans. — Öll er þessi umsvifa-
mikla leiksýning leikhúsinu til sóma.
MUN I Ð
Nora Magasín
acjitexti mdnaóariná
Hið undursamlega ævintýr
Allt mun ganga greitt, á morgun
gleðihnoss þér veitt, á morgun.
Lát því aldrei hryggðarhag
hugann buga um sólarlag.
Lífið hefur breytt um brag, á morgun.
Sólin gyllir sund, á morgun.
Söngvar ylja lund, á morgun.
Ekkert varir ár og síð,
já, ekki heldur sorg og stríð,
þín mun bíða betri tíð, á morgun.
Svo reifast rökkurhjúpi
þá rós hver og ský.
Af dökkvans þögla djúpi
rís dagur á ný ...
Þér leikur allt í lyndi, á morgun,
þín bíður ást og yndi, á morgun.
Aldrei stund nein aftur snýr,
en yfir vonatöfrum býr
hið undursamlega ævintýr, á morgun.
L. Guðmundsson.
SAIVXAÐU TIL:
að Jtað er ekki síður liægt að þekkja
mann af óvinurn lians en vinum.
♦
að smjaðrari mundi aldrei segja það
um þig, sem hann segir við þig.
♦
að líf, sem væri eintóm sæla, væri al-
veg óþolandi.
♦
að aðrir menn hafa áhuga fyrir þér,
ef þú átt þér áhugamál sjálfur.
♦
að þú yrðir óðara vitskertur, ef þú
myndir allt, sem fyrir þig kemur.
-----•-------
ÍSLENZKAR KONUR. Lesið kvennaþætti
Samtíðarinnar. Gerizt áskrifendur. Mun-
ið: 10 hefti árlega fyrir aðeins 35 kr. Send-
ið okkur áskriftarbeiðnina neðst á bls. 2.