Samtíðin - 01.11.1955, Blaðsíða 22
18
SAMTÍÐIN
Jn^áíjiir HbauíÉiion :
Heimspeki ástariimar
Lag: Dansið þið sveinar og dansið fljóð.
Þú ert háfættur, maður minn,
manstu, að apinn er frændi þinn?
Þar skopmynd sérðu þíns skapnaðar,
skyldleikinn gægist fram alls staðar.
Oss eru gefnar hagar hendur,
höfuð upprétt og þroskað mál,
yfirráð heimsins eins og stendur,
eilíft líf handa vorri sál.
Páfuglinn skreytir fjaðra fans,
fyrir því gangast konur hans.
Karlmaður hrífst af litlum lokk
og laglegum ökkla í nælonsokk.
Oss eru gefnar o. s. frv.
Haninn galar og hreykir stél,
hænum vekur slíkt kærleiksþel.
Meyjarnar lita munn og kinn,
með því dáleiða karlmanninn!
Oss eru gefnar o. s. frv.
„Hrafninn flýgur um aftaninn.“
Ertu í bónorðsför, krummi minn?
„Kötturinn syngur með sínum róm.“
sér fyrir skordýrum halda blóm.
Oss eru gefnar o. s. frv.
Fer á stúfana fiskurinn,
fagurglitrandi, sporðleikinn.
1 betri fötin menn bregða sér,
ef búizt við heimsóknum freyju er.
Oss eru gefnar o. s. frv.
Hjörturinn reisir hornin fríð,
hindin gerist þá undur blíð.
Gælir í hreiðrinu grimmleg örn.
Gústaf dreymir um fleiri börn.
Oss eru gefnar o. s. frv.
Á heiðinni syngur svanurinn,
seiðir og töfrar kvenfuglinn.
Drómundur hafði dýrleg hljóð
dáraði Spes og önnur fljóð.
Oss eru gefnar o. s. frv.
Hávellu steggirnir hópast í dans,
hjúfrar að blikanum kollan hans,
leiðir í freistni mörg lipurtá
líka í mannheimum, skaltu sjá.
Oss eru gefnar o. s. frv.
Af „vísindum" þessum virðist mér
og vil í trúnaði segja þér:
Til þess að skilja vorn yndisarð
er ágætt að heimsækja dýragarð.
Salómon kvað um konur fríðar,
keypti hjá Laban Jakob tvær.
Ennþá lokka þær undurblíðar,
önnur í dag, en hin í gær.
150. krossgáta
1 2 3 4 5
11 6 1
8 9 10
11 1“2 ao mm 13
14 15 (§){§$)
Iti Í!© 17 18
19
Lárétt: 1 Tré, 6 fæða, 7 spendýr (þf.),
9 mergð (þf.), 11 slæm, 13 fóðra, 14 í
saumastofu, 16 espa (bh.), 17 djúp (no.),
19 fiskur.
Lóðrétt: 2 Samþykki, 3 duglegur, 4 sér-
stakur, 5 hnötturinn, 7 gola, 8 bundin við
vissan tima, 10 sjávar, 12 læsing, 15 ferð-
ast, 18 tveir eins.
R Á Ð N I N G
á 149. krossgátu í seinasta hefti.
Lárétt: 1 Herra, 6 sóa, 7 ró, 9 skrið,
11 nei, 13 ata, 14 Einar, 16 in, 17 fim, 19
firma.
Lóðrétt: 2 Es, 3 rósin, 4 rak, 5 sóðar,
7 rit, 8 sneið, 10 rarir, 12 ein, 15 afi, 18
MM.
WEGOLIN
ÞVÆR ALLT