Samtíðin - 01.11.1955, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.11.1955, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN 13 maður. Hins vegar voru teknar af henni myndir og birtar, er verið var að auglýsa nýjar hattagerðir. Brá þá svo við, að sérhver hattur sýndist fagur og seldist óðara, er hann prýddi hið yndislega höfuð búðarstúlkunn- ar. Upp úr þessu vill svo til, að hún er beðin að leika smáhlutverk í aug- lýsingkvikmynd og seinna í grín- mynd. Duldist engum, er sá mynd- imar, fegurð hennar, en jafnframt stakk virðuleg alvara hennar mjög í stúf við það, sem menn áttu þá að venjast á þessum vettvangi. Enn kom það til, hve greind hún var og fljót að átta sig á kröfum leikstjóra sinna. Allt þetta leiddi til þess, að henni var ráðlagt að ganga leiklistarbrautina. Tókst henni að komast inn í Kgl. leildistarskólann í Stokkhólmi, en eldri bróðir hennar studdi hana fjár- hagslega til námsins. Ekki hafði Gréta Gustafsson, eins og hún hét um þær mundir, verið nema 6 mán- uði í skólanum, er hinn ágæti kvik- myndagerðarmaður, Mauritz Stiller, valdi hana til að fara með eitt veiga- mesta kvenhlutverk stærstu kvik- myndar, sem honum hafði verið falið að taka, Sögu Gösta Berlings, byggðri á samnefndri skáldsögu eftir Selmu Lagerlöf. Þannig hófst leikferill, sem ekki á sinn líka í kvikmyndaheiminum. Gréta hóf leikstarf sitt upp úr öldu- dal hefðbundinnar venju, gæddi það seiðmögnúðum virðuleik guðdóm- legrar fegurðar og ógleymanlegs persónuleika. Hún fór sér að engu óðslega, en leyfði persónum þeim, sem hún skóp á léreftinu, að færast sjálfkrafa í aukana, opinbera skap- ferð sína og höfða svo þráðbeint til skilnings áhorfendanna, að þeir sátu í myrkvuðum sölum kvikmyndahús- anna gagnteknir og allir á valdi hinnar djúpúðgu fegurðardísar, sem hreif þá með fyrirmannlegu hæglæti sínu. Já, þetta var listin, sú heilaga, háa, að hækkast ei yfir hið daglega, lága.... Kvikmyndtúlkunin hafði hlotið æðri endurnýjun. LEIKKONAN hafði nú skilið við bernskuheim sinn. Að hætti margra kvikmyndadísa skipti hún um nafn. Föðurnafnið Gustafsson, sem er fremur almúgalegt í Svíþjóð, þokaði fyrir nýju nafni: Garbo. Árið 1925 fór Mauritz Stiller með Grétu til Berlínar og lét hana fara þar með hlutverk í myndinni The Joyless Street (nöfn myndanna verða birt á ensku). Þar naut hún leik- stjómar hins ágæta listamanns, Pabst. Meðan þessu fór fram, komu boð eftir Stiller frá Metro-Gold’wyn- Mayer kvikmyndatökufélaginu í Hollywood, sem hauð honum ráðn- ingarsamning með vildarkjörum. Stiller gerði það að ófrávíkjanlegu sldlyrði fyrir vesturför sinni, að hin nýja, sænska stjarna, Gréta Garbo, kæmi með sér og fengi hlutverk. Louis B. Mayer hafði engan áhuga fyrir Grétu, en vildi fyrir hvern mun fá Stiller, svo að hann leyfði honum að hafa leikkonuna með sér. Stiller féll ekki vistin í Hollywood, svo að elckert varð úr því, að honum

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.