Samtíðin - 01.11.1955, Blaðsíða 16
12
SAMTlÐIN
rplikiunenni //
Gréta Garbo, leikkonan óviöjafnanlega
GRÉTA GARBO stendur á fimm-
tugu. Það er ekkert leyndarmál, því að
allur heimurinn fylgist með þessari
hlédrægu kvikmyndadís, svo að hún
hefur livergi frið, löngu eftir að liún
hefur náð þeim aldri, sem orpið hef-
ur hverja Hollywood-stjörnuna af
annarri miskunarlausri gleymsku,
gert þær að sannkölluðum safngrip-
um, laugaðar daufum endurminning-
um í stað vínandans, sem hafður er
til að varðveita dýrin í náttúrugripa-
söfnunum. En Gréta Garbo gleymist
ekki. Á dögunum sá hópur norrænna
ferðamanna liana, klyfjaða bögglum,
læðast meðfram Markúartorginu i
Feneyjum. Þrátt fyrir stóran hatt
og svört sólgleraugu mátti gerla
sjá, að þar fór þreytuleg kona, sem
aldur og áhyggjur höfðu ekki snið-
gengið.
Sennilega á hún ekki eftir að leika
í fleiri kvikmyndum. Hún hætti því
ótilkvödd fyrir nokkrum árum, með-
an stjarna hennar var enn í svimandi
hæð. Þeir, sem fylgdust með hlut-
verluim hennar mynd eftir mynd,
söknuðu skyndilega vinar í stað.
Engin leikkona hefur síðan megnað
að bæta þeim þann missi.
ÞAÐ Á VIÐ á hálfrar aldar afmæl-
inu, að minnast Grétu Garbo í þess-
um þætti. I því sambandi knýr sú
spurning fyrst á: Hvernig hófst
þessi kyrrláta og ómannblendna
sænska stúlka til heimsfrægðar?
GRÉTA GAR B□
Hún fæddist í fremur fátæklegu
hverfi í Stokkhólmi í september árið
1950. Frá barnæsku fór hún ein-
förum og sinnti lítt leikjum í hópi
annarra barna. Enda þótt hún væri
greind og námfús, þótti henni miður
að þurfa að sækja fjölsetinn barna-
skóla. Hún greip því fegins hendi
tækifærið að hætta slcólanámi 15 ára
gömul, er faðir hennar lézt og fátæk
fjölskyldan þarfnaðist fyrirvinnu
barnanna.
Fyrst var henni fengið það starf að
sápa menn fyrir rakstur í rakara-
stofu skammt frá heimili sínu. Ekki
féll Grétu sá starfi og réðst því til
afgreiðslustarfs í hattadeild vöru-
liúss mikils i horginni. Heldur þótti
hún þar óframfærin og lítill sölu-