Samtíðin - 01.11.1955, Blaðsíða 27
SAMTÍÐIN
23
Lýsing Þingeyjarsýslu
OKKUR HEFUR borizt mikið rit
um Suðui-Þingeyjarsýslu eftir Jón
Sigurðsson frá Yzta-Felli. Er þetta
fyrri hluti II. bindis af Ritsafni
Þingeyinga, sem sögunefnd þeirra
gefm’ út á forlag Helgafells, en áður
eru komin I. bindi (Saga Þingey-
inga til loka þjóðveldisaldar eftir
Björn Sigfússon) og IV. bindi (Milli
hafs og heiða, þjóðfræðaþættir, eftir
Indriða Þórkelsson á Fjalli).
Rit Jóns Sigurðssonar er 383 hls.
í stóru broti. Skiptist það i tvo meg-
inkafla, Heildaiyfirlit bls. 13—56, þ.
e. lýsing á landslagi héraðsins, ör-
æfunum sunnan byggðarinnar, af-
réttum milli Þingeyjarsýslna, veðr-
áttu og gróðurfari. En meginhluti
ritsins, Sveitir Þingeyjarsýslu, bls.
57—383, lýsir ýtarlega sveitum hér-
aðsins og bújörðum þeirra. Hefst sú
lýsing á Veigastöðum á Svalbarðs-
strönd og endar á Máná á Tjömesi.
Taka jarðalýsingar þessar að vissu
leyti yfir tímabilið 1712—1948, því
að heimildir ná frá Jarðabók Árna
og Páls til búnaðarskýrslna ársins
1948.
Rit Jóns Sigurðssonar er um margt
merkilegt. Það geymir geysimikinn
fróðleik, er skipulega samið og læsi-
Jegt. Á köflum er það mjög vel skrif-
að. Dæmi: „Kaldbakur er jöfur ey-
firzkra fjalla og frægur sem honum
ber, þó aðrir tindar á skaganum séu
honum hærri. Hann blasir bezt við
sjónum úr byggðum Eyjafjai’ðar. Að
norðan hefur hann kletta í hnakka,
sem aldrei hvítna, en ávalur er hann
Höfum ávallt
fyrirliggjandi
fyrsta flokks
barna- og
kvenfatnað
Verðið
mjög
hagkvœmt.
VEIIZLUNIN
EROS
Hafnarstræti 4.
Sími 3350.
pSBflRARi
Vallarstrœti 4. Sími 1530.
Hringöraut 35. Sími 1532.
Nýtízku rafmagnsbakarí
Við öll hátíðleg tækifæri
ættuð þér að gæða
gestum yðar á:
Kökum, tertum, ávaxtaís og
fromage frá okkur