Samtíðin - 01.11.1955, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.11.1955, Blaðsíða 13
SAMTÍÐIN 9 /. \Jíinafjálliu' Sháldin hvtíöu: JÓN BISKUP ARASON orti ungur þessa gamanvísu um kotið Grýtu í Eyjafirði, þar sem hann var fæddur: Ýtar buðu Grund við Grýtu, Gnúpufell og Möðruvelli, en ábótinn vill ekki láta aðalból, nema fylgi Hólar. Hið unga skáld nýtur þess að hefja rýrt og nytjalítið kotið upp yfir höfuðbólin norðlenzku. Sagt er, að Jóni Arasyni hafi í æsku leikið hugur á að eignast móálóttan hest. Eigandinn, Jón að nafni, kvaðst mundu gefa nafna sínum hestinn, ef hann gæti kveðið vísu, meðan hann gengi einu sinni kringum hann og nefnt Móaling i öðru liverju vísuorði. Jón gerði það, og er vis- an svona: Min er lyst i ferðum fyrst að fara í kringum Móaling, finna þar hinn fróma mann, er fær mér slyngvan Móaling; átt hefi’ eg i aurum fátt annað þing sem Móaling. Því er min bón, að bóndinn Jón bringi mér sinn Móaling. Sagt er, að Jón biskup hafi kastað fram vísu þessari, er prestur nokkur, Böðvar að nafni, brá honum um kunnáttuleysi i iatínu: Latína er list mæt, lögsnar Böðvar. . í henni eg kann ekki par, Böðvar. Þætti mér þó rétt þitt svar, Böðvar, míns ef væri móðurlands málfar, Böðvar. Fulltrúi konungsvaldsins danska, Kristj- án nokkur skrifari, lét myrða hinn virðu- lega, aldna kirkjuhöfðingja og höfuðskáld ásamt tveim tignum sonum hans í Skál- holti 7. nóv. 1550. Þegar Jón biskup sá, hvernig komið var, kastaði hann fram seinustu vísu sinni: Yondslega hefur oss veröldin blekkt, vélað og tælt oss nógu frekt, ef eg skal dæmdur af danskri slekt og deyja svo fyrir kóngsins mekt. Það hefur lengi verið aðalsmark ís- ienzkra skálda að yrkja hvað snjallast andspænis dauðanum. Dauða sinn hrædd- ist Jón biskup ekki. En skyldu orðin slekt og mekt ekki hafa verið valin hinum danska yfirböðli til háðungar af skáldinu, sem mat málfar móðurlands síns umfram aðrar tungur? (Vinsamlegast sendið Vísnaþættinum snjallar stökur og segið frá tildrögum þeirra. Látið nafns yðar getið.) ’ Já eöa nei 1. Orti Theódora Thoroddsen þulu, sem byrjar svona: Gekk ég upp á hamarinn, sem hæst af öllum ber, hamingjuna hafði ég - i hendi mér. 2. Var Baldur sonur Óðins? 3. Voru íhúar Reykjavíkur 1500 ár- ið 1703? 4. Eru Krupps verksmiðjurnar í borginni Essen í Ruhr? 5. Var Snorri Sturluson elztur bræðra sinna? Svörin eru á bls. 29. Byggingarvörur og alls konar verk- færi er bezt að kaupa hjá okkur. VERZLUNIN BRYNJA Laugaveg 29. Símar 4160 og 4128.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.