Samtíðin - 01.11.1955, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.11.1955, Blaðsíða 20
16 SAMTÍÐIN Mennimir risu á fætur, af þvi að Itonungur var staðinn upp, og hirð- maðurinn, sem fyrstur hafði tekið til máls, þokaði sér örlítið nær honum, hneigði sig lítillega og mælti: „Ég biðst þúsund sinnum afsökunar, yðar hátign, en mætti ég gerast svo djarf- ur að spyrja, hvort nokkrar likur væru til, að þér, sem ekki hafið neina trú á því, sem mennirnir ráð- leggja yður, munduð þá fremur trúa á ráðleggingar af vörum draugs?“ Þeir veittu því athygli við bjarm- ann frá eldinum, að andlit konungs- ins, sem verið hafði náfölt, stokk- roðnaði allt í einu. „Hershöfðingjar og flotaforingjar og menn á borð við þig eru blindir, heymarlausir og mállausir! — Þeir gera ekki annað en vaða elginn í ein- tómum ágizkunum,“ sagði hann. „Þeir dauðu eru þeir einu, sem ekld þurfa á því að halda að sjá, heyra og hugsa. — Þeir dauðu einir vita. Það er eingöngu vegna heimsku mannanna, að ég er nú staddur hér í þessum fátæklegu vistarverum — aleinn — næstum því gersamlega yfirgefinn af mönnunum — föður- landslaus að kalla. Ég fer einsamall! Undirbúið ferð mína! Bíðið mín!“ Hann snerist á hæli og skundaði frá þeim. Hirðmennimir hríðskulfu og hlömmuðu sér niður. Stormurinn ýlfraði ömurlega. Einn af mönnun- um skaraði í eldinn og mælti: „Hætt- ur og ævintýri hefur hann alltaf elskað með sannkallaðri ástríðu.“ „Hann hefur ekki framar neina trú á sterkum mönnum,“ sagði ann- ar. „En hann ljær eyru því, sem kvenfólk og draugar segja! Hvaða vit ætli Ulrilcka, systir lians, hafi á stjórnkænsku og hernaði? Það er henni að kenna, að hann ætlar nú heim. Og svo ætlar hann langt inn i þennan stóra skóg til þess að spyrja draug ráða!“ Þeir lilógu allir í kór, en bældu niður i sér hláturinn, til þess að kon- ungurinn skyldi ekki heyra hann og hvísluðust svo á. „Jæja,“ sagði einn, sem ekki hafði áður tekið til máls, „hver veit? Drap Karl ekki bjamdýr, þegar hann var ellefu ára? Hefur hann ekki gert það, sem engum var fært, á vígvellinum. Hver veit, nema þeir framliðnu muni leggja honum lið. Það eru hvort eð er engir menn til, sem hjálpa honum framar. Við skulum lofa honum að vitja hinna framliðnu. Guð veri með honum og verndi hann!“ Og svo var það, að hans hátign Karl 12., konungur Svíþjóðar, reið aleinn á frostköldum vetrardegi árið 1714 gegnum mvrkva skóga Finn- lands, þar til hann kom á bersvæði. Þar batt hann hest sinn, ef svo færi, að einhver lifandi vera væri þarna á reiki, og hélt síðan áfram fótgang- andi, þar til hann kom að óhugnan- lega gróðurlausum bletti, þar sem honum hafði verið sagt, að sá fram- liðni væri vanur að vera á ferli. Kon- ungur hafði fest sér vandlega í minni fyrirmæli þau, sem honum höfðu verið gefin. Hann laut niður að freðinni jörðinni og markaði hring með sverði sínu. Þvi næst staðnæmd- ist hann í miðjum hringnum og sló þrisvar eld á tunduröskju sinni, en hrópaði um leið þess orð:

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.