Fréttablaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Í UPPHAFI ÁRS leiða margir hugann að því hvað þeir geti gert til að stuðla að bættu heilsufari. Einn þáttur sem við getum haft áhrif á er mataræðið. Því er ekki úr vegi að rifja upp ráðleggingar Lýð- heilsustöðvar - manneldisráðs um mataræði og næringar- efni. www.lydheilsustod.is „Mér líður bara rosalega vel enda hefur árangurinn ekki látið standa á sér,“ segir Daníel Ingi Þórar-insson háskólanemi, sem tókst að léttast úr 112 kílóum niður í 86 kíló, eða samtals um 26 kíló, á aðeins þremur mánuðum með því að stunda fitness-box. Daníel viðurkennir að hafa verið lengi vel yfir kjörþyngdáður en h að ekki sakaði að prófa,“ segir hann og minnist þess hversu upp-gefinn hann var eftir fyrsta tím-ann. „Ég ákvað að láta það samt ekki slá mig út af laginu heldur fékk mér fjarþjálfara sem hjálp-aði mér að skipuleggja æfingar og endurskoða mataræðið. Þá fóruhjólin að snúast “Á Daníel segist hafa mætt í nán-ast hvern einasta fitness-box tíma á meðan og eftir að átakinu lauk. Inntur eftir því hvernig honum hafi tekist að halda þetta út segir hann löngunina í að léttast hafa hvatt sig áfram auk þæfi Léttist um heil 26 kílóDaníel Ingi Þórarinsson fór úr 112 kílóum niður í 86 kíló eftir að hann fór að stunda fitness-box. Hann seg- ist í upphafi hafa kviðið fyrir tímunum en smám saman hafi æfingarnar orðið ómissandi þáttur í lífi hans. Daníel hefur stundað fitness-box um nokkurt skeið með góðum árangri. FRÉTTABLAÐI/ANTON DÚNDUR ÚTSALA skólar og námskeið ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 2010 ÞRIÐJUDAGUR 12. janúar 2010 — 9. tölublað — 10. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Valkostir Íslendinga „Hagstæðari lánakjör hafa enda ekki staðið til boða í öðrum lánasamningum sem gerðir hafa verið við erlendar ríkisstjórnir“, skrifar Sverrir Jakobsson. Í DAG 14 DANÍEL INGI ÞÓRARINSSON Æfir fitness-box og hefur lést um 26 kíló • heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS Besta næst- besta lagið Eurovision-nörd hrifin af dönsku lagi Heru Bjarkar. FÓLK 26 Komin í úrslit Matreiðslubók Yesmine Olsson vekur lukku hjá matgæðingum. FÓLK 26 ÞORGEIR GUNNARSSON Hefur húmor fyrir sjálfum sér Handrukkar pabba Ólafs Ragnars í nýrri auglýsingu FÓLK 26 SKÓLAR OG NÁMSKEIÐ Flug, listir, búvísindi og William Shakespeare Sérblað um skóla og námskeið FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Suðurlandsbraut 16 108 Reykjavík Sími 5880500 ÚTSALA SPARAÐU NÚN A! Uppþvottavél með orkunýtni A og þvotta- gæði A, 5 þvottakerfi þ.á.m. hraðkerfi og pottakerfi, hitastig 45-70°C. Áður kr 94.900 Verð nú 25.000 69.900 ÞÚ SPARAR 250 útsöluvörur á rafha.is HEILSA Félagsfælni er algeng- asta orsök þess að fólk leitar sér aðstoðar hjá Kvíðameðferðarstöð- inni, sem býður upp á námskeið fyrir þá sem þjást af kvíða eða hamlandi fælni. „Þetta eru okkar best sóttu námskeið. Þau sækja að meðal- tali um hundrað manns á hverju ári,“ segir Sóley Dröfn Davíðs- dóttir, starfsmaður hjá Kvíða- meðferðarstöðinni, en þeir sem haldnir eru þessari fælni kvíða af ýmsum ástæðum umgengni við annað fólk. - jma/sjá Skólar og námskeið Kvíðameðferðarstöðin: Flestir þjást af félagsfælni SÓLEY DRÖFN DAVÍÐSDÓTTIR Hvessir við suðurströndina Í dag eru horfur á strekkingi allra syðst en annars verða austan 4-9 m/s. Það verður rigning suðaust- anlands en annars skúrir eða slydda. Úrkomulítið allra nyrst. VEÐUR 4 4 0 -2 1 4 STJÓRNMÁL Þingmenn úr báðum stjórnarflokkum eru fylgjandi því að reyndar verði nýjar viðræður við Breta og Hollendinga vegna Ice- save-málsins. Forystumenn stjórnmálaflokk- anna hittust í gær og ákváðu að reyna að ná sátt um sameiginlega stefnu vegna Icesave. Í samtölum við Fréttablaðið lýsa þingmenn Samfylkingarinnar og VG sig reiðubúna til að taka upp viðræð- ur á ný. Þó er gerður sá fyrirvari að Bretar og Hollendingar þurfi að fallast á slíkar viðræður. Íslenskir ráðherrar og embætt- ismenn hafa verið í stöðugum sam- skiptum við kollega sína í Hollandi og Bretlandi síðan forsetinn synjaði lögunum staðfestingar. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur ekkert í þeim gefið tilefni til að ætla að þeir séu spenntir fyrir að taka upp samn- ingana. Þá telja sumir viðmælendur að frumkvæði að slíku yrði að koma að utan. Viðmælendur blaðsins telja mik- ilvægt að óháður sáttasemjari stýri nýjum viðræðum. Þingmenn þriggja flokka nefndu Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs. Hann nýtur virðingar á alþjóðavett- vangi og er í góðum samskiptum við breskan starfsbróður sinn. Fátt hefur verið látið uppi um hver samningsmarkmið Íslands í nýjum viðræðum ættu að vera. Fyrsta skrefið er að láta reyna á þverpólit- íska sátt hér heima. Hvort af slíkri samvinnu verður ræðst væntanlega á næstu dögum, samkvæmt því sem forystumenn flokkanna sögðu eftir fund sinn í gær. Stjórnarliðar hafa kvartað yfir óbilgirni stjórnarandstöðu og skorti á tillögum að samningsmarkmið- um. Stjórnarandstaðan hefur að sama skapi harmað að stjórnarliðar slái á útrétta sáttahönd. - bþs, kóp, gar, kh / sjá síðu 4 Stjórnarþingmenn vilja nýjar viðræður Meðal þeirra sem vilja nýjar samningaviðræður við Hollendinga og Breta eru þingmenn úr stjórnarflokkunum. Stjórn og stjórnarandstaða reyna að ná sátt um málið. Utanríkisráðherra Noregs er nefndur sem mögulegur sáttasemjari. MENNTAMÁL Viðræður eru í gangi um að ríkið taki hús Miðbæjar- skólans við Tjörnina á leigu frá Reykjavíkurborg fyrir Kvenna- skólann. Óskar Bergs- son, formaður framkvæmda- og eignaráðs borgarinn- ar, segir að Kvennaskólinn þurfi að bæta við sig húsnæði og borgin sé að leita leiða til að hagræða í öllum sínum kostnaði, þar á meðal húsnæðiskostnaði. Niðurstaða liggur fyrir og Óskar segist engu vilja spá um hvort samningar takist áður en skólastarf hefst næsta haust. Náist samningar er hugmynd borgarinnar að ná fram sparn- aði með því að flytja höfuðstöðv- ar mennta- og leikskólasviða Reykjavíkur úr Miðbæjarskólan- um í annað húsnæði. - pg/sjá síðu 10 Viðræður ríkis og borgar: Ræða flutning Kvennaskólans í Miðbæjarskóla BLÁEYGUR HUNDUR Í HASSELFELDE Menn og skepnur skemmtu sér vel í óvenju miklum snjó í hundasleðakeppni nálægt bænum Hasselfelde í gamla Austur-Þýskalandi. Forystuhundurinn í þessu æki gaf ljósmyndaranum gaum eitt andartak áður en sleðinn þaut hjá. NORDICPHOTOS/AFP NORÐUR-ÍRLAND, AP Peter Robinson, forsætisráðherra heimastjórnar- innar á Norður-Írlandi, neyddist til að fara í tímabundið frí vegna fram- hjáhalds sextugrar eiginkonu hans með 19 ára pilti. Robinson, sem er leiðtogi mót- mælenda í stjórninni, hefur verið undir miklum þrýstingi eftir að upp komst að eiginkona hans, Iris Robinson, sem jafnframt er þing- kona, hafi hjálpað elskhuga sínum að útvega fé til reksturs eigin fyrir- tækis. Hún greindi ekki frá þessari fjárhagsaðstoð opinberlega. Við embætti Robinsons tók flokkssystir hans, Arlene Foster, sem hefur verið framkvæmdaráð- herra í heimastjórninni. Þingnefnd hefur nú fengið það verkefni að rannsaka framferði Robinson-hjónanna í þessu máli. Málið hefur hins vegar orðið til þess að gamla lagið þeirra Pauls Simon og Arts Garfunkel um Frú Robinson úr bíómyndinni The Graduate hefur heldur betur slegið í gegn á ný á Norður-Írlandi. Sala lagsins á netinu hafði í gær aukist um heil 1.200 prósent. - gb Framhjáhald þingkonu á Norður-Írlandi dregur dilk á eftir sér: Ráðherra fór í frí tímabundið ÓSKAR BERGSSON Toppliðin unnu Stjarnan, Njarðvík og KR haldast í hendur á toppi Iceland Express- deildar karla eftir leiki gær- kvöldsins. ÍÞRÓTTIR 22

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.