Fréttablaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 41
ÞRIÐJUDAGUR 12. janúar 2010 21 Þrátt fyrir að leikkonan Linds- ay Lohan hafi lofað átakalausu ári nú í byrjun ársins 2010 hefur stúlkan ekki náð að standa við það því hún hefur verið sökuð um hugmyndastuld. Aðeins nokkr- um dögum eftir að ný fatalína Lohans og fatamerkisins 6126 var frumsýnd hafa tveir hönnuðir komið fram og lýst yfir óánægju sinni. Hönnuðurinn James Lillis skrifaði á vefsíðu sinni að legg- ingsbuxur Lohans væru nákvæm eftirmynd af hans hönnun. Hönn- uðurinn Jen Kao sagði jafnframt að kjóll sem Lohan hannaði væri afskaplega líkur kjól sem Kao hafði hannað og sem Lohan hafði klæðst fyrr í vor. „Við vitum öll að í þessum bransa er mikið um eftirhermur, en mér finnst þró- unin vera komin á hættulegt stig,“ sagði Jen Kao. Stelur hug- myndum HERMIKRÁKA Lindsay Lohan er sökuð um að stela hugmyndum annarra hönnuða. Slash, fyrrum gítarleikari Guns N´Roses, segist hafa notað heró- ín á árum áður vegna þess að það hæfði persónuleika hans. „Her- óin passaði fullkomlega við per- sónuleika minn,“ sagði Slash. „Allir aðrir voru að nota kókaín og spítt sem gerði þá sem voru ofvirkir enn þá ofvirkari. Hvað mig varðar þá gerði heróínið mig hæglátari og ég lokaði mig meira af. Það var mín leið til að flýja í burtu,“ sagði hann. „Ég sé ekki eftir neinu enda trúi ég ekki á eftirsjá. En ég fór í meðferð í einn mánuð eftir þetta tímabil og mig hefur ekki langað í eiturlyf síðan. Ég hætti bara öllu og núna líður mér mjög vel.“ Heróínið hentaði Slash SLASH Notaði heróín þegar hann var gít- arleikari Guns N´Roses. Karen Sala, konan sem hélt því fram að leikarinn Keanu Reeves væri faðir fjögurra uppkominna barna sinna, heldur því fram að Reeves sé hamskiptingur og því hafi fað- ernisprófið reynst neikvætt. Samkvæmt Sala býr leikarinn bæði yfir dáleiðsluhæfileikum auk þess sem hann á að geta breytt útliti sínu eftir hentugleika og á meðal annars að hafa breytt sér í eigin- mann Sala á tímum. Sala segir að ástæðan fyrir því sé sú að Reeves vildi geta tekið þátt í heimilislífi Sala og verið viðstaddur fæðingu barna þeirra. Sala heldur því einn- ig fram að hún hafi þekkt leikarann frá því hún var fjögurra ára gömul, nema þá hét hann ekki Keanu Ree- ves heldur Marty Spencer. Hamskiptingur HAMSKIPTINGUR Aðdáandi Keanu Reeves heldur því fram að leikarinn sé hamskiptingur og hafi eignast fjögur börn með henni. Leikkonan Catherine Zeta- Jones frá Wales getur ekki hugsað sér að vera í sambandi með yngri mönnum. „Ég veit að ungir menn eru meira til í að leika sér og eru í betra formi, það er enginn vafi á því. En þeir eru einnig eigin- gjarnari og uppteknari af sjálf- um sér. Þess vegna áttu þeir aldrei möguleika á því að fara með mér á stefnumót,“ sagði Zeta, sem giftist leikaranum Michael Douglas árið 2000. Hann er 65 ára en hún er fer- tug, eða 25 árum yngri. „Ég þarf á manni að halda sem er viðkvæmur og góður í sér. Ein- hvern sem ég get litið upp til og treyst. En það þýðir ekki að ég hafi áhuga á feitum, göml- um mönnum.“ Zeta, sem á tvö börn með Douglas, segir að hann sé virkilega góðhjartaður og að aldursmunurinn hafi aldrei háð þeim. „Hann sendir mér blóm og grætur þegar krakk- arnir segja eitthvað sem snert- ir strengi í honum. Við höfum aldrei spáð í aldursmuninn. Við treystum miklu frekar til- finningum okkar. Þannig hefur þetta verið og þannig ætti þetta alltaf að vera,“ sagði Zeta. Ungir menn eru eigingjarnir HAMINGJUSÖM HJÓN Catherine Zeta-Jones segir að eiginmaður sinn, Michael Douglas, sé virkilega góðhjartaður maður. Námskeið vorið 2010 Gítarnámskeið fyrir byrjendur Fyrir alla aldurshópa / 50 mín. á viku í 12 vikur Langar þig að læra á gítar? Viltu vera stjarnan í partýinu eða geta spilað lag fyrir ástina þína? Langar þig kannski bara að koma þér af stað og stofna í kjölfarið rokkhljómsveit? Einhvers staðar verða menn að byrja og þetta námskeið er kjörinn byrjunarreitur. Kennt er í 4-6 manna hópum þar sem raðað er niður eftir stöðu hvers og eins. Markmið námskeiðsins er að nemendur læri undirstöðuatriði gítarleiks, kunni öll helstu gítargripin og þar með öll helstu undirstöðuatriði gítarleiks. Gítarnámskeið fyrir lengra komna Fyrir alla aldurshópa / 30 mín á viku í 12 vikur - Einkatímar Þeir sem hafa verið áður hjá okkur fá kennslu við hæfi miðað við framfarir. Upptöku- og útsetninganámskeið Tónvinnslunámskeiðið hefst í febrúar. Farið verður í ProTools 101 og ProTools 110. Prufuupptökugerð (demo) í Midi-umhverfi ProTools og forritin Reason og Melodine kynnt. Upptökur á frumsömdu lagi í hljóðveri með hljóðfæraleikurum. Masterclass í hljóðblöndun í ProTools (EQ, Compressors, Reverb, Delay, Chorus, o.fl.) Sponsored Digidesign School Söngur og framkoma 14 ára og eldri / 1 klst. á viku í 10 vikur. Tímarnir byggjast á aðferð sem Kristin Linklater setur fram í bókinni “Freeing the Natural Voice”. Aðferðin byggist meðal annars á að geta notað röddina án óþarfa spennu og kvíða, styrkja röddina og stækka með tækni sem styðst við öndun og líkamsliðkun. Einnig eru gefin ráð um hvernig best er að velja sér lög við hæfi og lögð áhersla á textameðferð. Tvennir tónleikar verða á námskeiðinu. Kennarar: Margrét Eir og Erna Hrönn Söngur og framkoma - framhald 14 ára og eldri / 1 klst. á viku í 10 vikur. Kennarar: Margrét Eir og Erna Hrönn Erna Hrönn - Margrét Eir Skráning er hafin á slóðinni www.tonvinnsluskoli.is eða í síma 5349090 Þorvaldur Bjarni - Vignir Snær

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.