Fréttablaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 26
 12. JANÚAR 2010 ÞRIÐJUDAGUR Námsframboð fyrir fatlaða hefur stóraukist með fjölgun svokallaðra starfsbrauta og sérdeilda í framhaldsskólum síðustu ár. Stefnir allt í rétta átt segir Fjölnir Ásbjörnsson, skólastjóri fjölmenningarskóla Tækniskólans, sem undir for- merkjum Iðnskólans í Reykja- vík ruddi brautina fyrir þessari þróun. „Þetta byrjaði eiginlega sem til- raunaverkefni sem Öskjuhlíðar- skóli átti frumkvæði að og tengd- ist norrænu samstarfi sem mennta- málaráðuneytið studdi á seinni hluta níunda áratugarins. Iðnskól- inn í Reykjavík var fenginn til að taka verkefnið að sér fyrst undir stjórn Öskjuhlíðarskóla en það varð svo brátt að einum af náms- leiðunum sem skólinn bauð upp á og hefur gert síðan,“ rifjar Fjöln- ir upp. Hann segir að í fyrstu hafi verk- efnið mætt ákveðinni tortryggni af hálfu starfsmanna skólans. „Sumum fannst skólinn hreinlega settur niður við að taka inn getu- litla nemendur,“ útskýrir hann en bætir við að brátt hafi þó orðið breyting á því viðhorfi. „Nem- endurnir voru ekki lengi að sigra hug og hjörtu manna og krakkarn- ir voru mjög stoltir af því stunda nám við skólann.“ Síðan þá hefur skólinn, að sögn Fjölnis, tekið vel á móti nemend- um með sérþarfir og allt gert til að auka veg námsins. Þannig stendur þeim líkt og öðrum nemendum við skólann til boða blanda af fjögurra ára bóklegu og verklegu námi en með megináherslu á verklega þátt- inn og starfstengt nám seinni tvö árin. Svipaða sögu er að segja um flesta þá framhaldsskóla sem fylgt hafa Iðnskólanum í Reykja- vík í þessum efnum en þeim sem það gera hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár. Fjölgunina má ekki síst rekja til framhaldsskólalaga sem sett voru árið 1996 sem kváðu á um að stofna mætti starfsbrautir fyrir fatlaða í framhaldsskólum, en það var síðar áréttað með nýjum fram- haldsskólalögum árið 2008. Sama ár og framhaldsskólalögin voru sett tók til starfa fyrsti fram- haldsskólinn sem var sérstaklega byggður með sérþarfir nemenda í huga, Borgarholtsskóli. Fatlaðir nemendur hafa aðstöðu miðsvæð- is í skólanum auk þess sem grip- ið hefur verið til ýmissa úrræða svo hreyfihamlaðir nemendur hafi góðan aðgang að allri byggingunni og eigi þess því kost að stunda nám á almennum brautum. Nú er svo komið að framhalds- skólar með starfsbrautir eða sér- deildir eru tuttugu talsins á land- inu samkvæmt upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðu- neytinu. Síðast bættist í hópinn Iðnskólinn í Hafnafirði þar sem starfsbraut var hleypt af stokkun- um síðasta haust. Því virðist sífellt betur koma í ljós hve mikil þörf er á úrræðum handa nemendum með sérþarfir á framhaldsskólastigi. Fjölnir segir allra leiða leitað við að þróa námið og laga að nýjum og breyttum aðstæðum. „Þessir krakkar eiga auðvitað sama rétt og aðrir auk þess sem þetta und- irbýr þá betur til þátttöku í samfé- laginu.“ - rve Fatlaðir hafa fleiri úrræði Iðnskólinn í Reykjavík varð fyrstur íslenskra framhaldsskóla til að taka við fötluðum nemendum. Var það gert að tilstuðlan Öskjuhlíðarskóla og menntamálaráðuneytisins. Skólinn hefur haldið því starfi áfram undir formerkjum Tækniskóla - skóla atvinnulífsins. Þar stendur nemendum til boða kennsla í bók- legu námi, svo sem íslensku, ensku, stærðfræði, tölvugreinum og iðngreinar, eins og sauma og málmsmíði. Nú eru fjörutíu nemendur skráðir á starfsbraut skólans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Iðnskólinn í Hafnarfirði hefur nú bæst í hóp þeirra framhaldsskóla sem bjóða upp á starfsbraut. Nú eru sex nemendur skráðir á brautina þar sem boðið er upp á íslensku, ensku, stærðfræði, lífsleikni, íþróttir og iðngreinar eins og trésmíði, vélfræði og málmsmíði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Borgarholtsskóli er fyrsti skólinn sem byggður var á landinu með sérþarfir nemenda í huga. Alls eru þrjátíu nemendur á starfsbraut skólans og stendur þeim meðal annars til boða nám með áherslu á listgreinar, iðngreinar, íþróttir, lífsleikni og starfstengt nám á þriðja og fjórða ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hringsjá í Hátúni 10d er skóli fyrir þá sem eru 18 ára og eldri og þurfa á náms- og starfsendur- hæfingu að halda vegna sjúkdóma, slysa, fötlun- ar eða annarra áfalla. Endurhæfingin felst í ein- staklingsmiðuðu námi í formi styttri námskeiða eða fullu einingarbæru námi með sérhæfðri ráðgjöf og stuðningi og í framhaldinu komast margir ýmist í frekara nám eða starf á almenn- um vinnumarkaði. Hringsjá hefur verið starfrækt frá árinu 1987 og frá upphafi hafa um 400 manns verið útskrif- aðir þaðan eftir fullt nám en mun fleiri lokið námskeiðum eða hluta af námi. Námið hefur því orðið til að auka lífsgæði mjög margra einstakl- inga og fjölskyldna þeirra. - gun Árangursrík endurhæfing Nýlega útskrifuðust 14 nemendur frá Hringsjá. Hér eru 11 þeirra. MYND/JÓHANNES LONG www.tskoli.is Námskeið á nýju ári! Hönnun og handverk • Gítarsmíði • Brúðarkjólasaumur • Að hanna og prjóna einfaldar f líkur • Að prjóna lopapeysu • Litafræði fyrir bútasaum • Skírnarkjólasaumur • Steinaslípun – vinnustofa • Höggvið í stein • Útskurður • Smíði úr íslenskum við - skál og amboð Málmur og tré • Málmsuða • Húsgagnaviðgerðir • “Sittu á strák þínum” frá 1940 - kollur með geymsluhólfi Raftækni • CanOpen kerf ið • Gítaref fektar • LCD skjáviðgerðir • Leikhúslýsing • MultiSim rafrásarhermir • PIC stýriörgjörvar Rekstur og stjórnun • Breytingastjórnun og niðurskurður • Mannauðsstjórnun • Rekstrar- og birgðastjórnun • Starfsmannasamtöl og launaviðtöl • Stjórnun og stefnumótun • Þekkingarstjórnun og fræðslustarf fyrirtækja Skipstjórn - vélstjórn • ARPA – ratsjárnámskeið. Grunn- og endurnýjun • Smáskipanámskeið 12 m og styttri • SSO - CSO. Verndarfulltrúi skipa og fyrirtækja • GMDSS GOC - ROC • ECDIS - rafrænt sjókorta- og upplýsingakerfi • Endurnýjun skips- og vélstjórnarréttinda • Hásetafræðsla • IMDG meðferð á hættulegum farmi • Vélgæslunámskeið Tölvur- og upplýsingatækni • Final Cut • Revit þrívíddarforrit • AutoCAD teikniforrit Tungumál • Enska fyrir starfsfólk í iðngreinum • Lad os snakke sammen Umhverf i og útivist • GPS tæki og rötun • Grjóthleðslur - torf og grjót • Vatnajökulsþjóðgarður Nánari upplýsingar um námskeiðin fást á vefnum www.tskoli.is, í Endurmenntunarskólanum í s. 514 9601 eða á ave@tskoli.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.