Fréttablaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 6
6 12. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI Helstu námsgreinar: » Sölukerfi - 18 stundir » Launakerfi - 24 stundir » Fyrningar - 12 stundir » Lán - 18 stundir » Skattskil - 24 stundir » Afstemmingar og lokafærslur - 18 stundir » Gerð ársreikninga - 30 stundir » Lokaverkefni - 24 stundir BÓKARANÁM FRAMHALD 68 stundir - Verð: 198.000.- Kvöldnámskeið 8. feb. - 17. maí. Morgunnámskeið 8. feb. - 17. maí. Frábært námskeið fyrir alla sem hafa almenna þekkingu á bókhaldi. Að loknu námskeiðinu eiga nemendur að vera færir að sjá um viðskiptamannakerfi, launakerfi og vera færir um að framkvæma einföld uppgjör á bókhaldi ásamt öllum þeim afstemmingum og lokafærslum sem þarf fyrir skil til endurskoðanda. Upplýsingar og skráning: 544 4500 / www.ntv.is DÓMSMÁL Lokadagur málflutnings í forræðisdeilu Borghildar Guð- mundsdóttur við fyrrverandi eig- inmann sinn verður á fimmtudag. „Ég veit eiginlega ekki hvern- ig mér á að líða, ég er stressuð en þetta lítur ágætlega út fyrir okkur,“ segir Borghildur sem hefur dvalið ásamt sonum sínum tveimur, fimm og tíu ára, í Kent- ucky síðan í ágúst. Þá var henni gert með dómsúrskurði Hæsta- réttar að fara til Bandaríkjanna og afhenda föðurnum drengina. Síðan þá hefur dómari í Kentucky hafn- að beiðni hans um bráðabirgða- forræði tvisvar. Eftir málflutn- ing á fimmtudag gæti biðin eftir úrskurði í deilunni verið á bilinu fjórar vikur til þrír mánuðir að sögn Borghildar. Borghildur segir málið hafa tekið mikið á sig en hún vinnur nú að bók um forræðisdeiluna sem hún vonar að sjálfsögðu að endi með því að hún fái forræðið yfir drengjunum og það fyrr en síðar. „Ég hef dvalarleyfi út febrúar og þarf að skilja þá eftir í Bandaríkj- unum verði ekki búið að kveða upp úrskurð í málinu,“ segir Borg- hildur sem er þakklát fyrir þann stuðning sem Íslendingar hafa sýnt hennar baráttu. „Krónan er bara svo lítils virði að það þarf að hafa mikið fyrir hverjum dollar,“ segir Borghildur sem vantar enn 5.000 dollara til að greiða reikning lögfræðings síns í Bandaríkjunum. - sbt Málflutningur í forræðisdeilu íslenskrar konu í Bandaríkjunum á fimmtudag: Skrifar bók um forræðisdeiluna BORGHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR Hún hefur dvalarleyfi fram í febrúar. EFNAHAGSMÁL Óvissa vegna Icesave kemur í veg fyrir að Seðlabankinn lækki vexti á næsta vaxta- ákvörðunardegi 27. janúar og tefur vaxtalækkunar- ferli bankans. Þetta kemur fram í nýju áliti Grein- ingar Íslandsbanka. Í umfjöllun greiningar kemur engu síður fram að uppfyllt hafi verið þau skilyrði sem peningastefnu- nefnd Seðlabankans nefndi við síðustu vaxtaákvörð- un sem forsendur frekari slökunar á peningalegu aðhaldi. Bent er á að gengi krónunnar hafi aðeins styrkst og verðbólga hjaðnað. Greining Íslandsbanka segir um leið að ákvörðun forsetans um að vísa Icesave-lög- unum í þjóðaratkvæðagreiðslu hafi aukið áhættuálag á íslenskar fjáreignir. „Einnig hefur lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins verið lækkuð í kjölfar ákvörðunar forsetans. Þá hefur ákvörð- unin skapað óvissu um framvindu efnahagsáætlun- ar íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins [AGS] og mun væntanlega fresta lánum frá AGS og Norðurlöndunum, en þau voru ætluð til að byggja upp gjaldeyrisforða Seðlabankans.“ „Ef lögin verða samþykkt reiknum við með því að veðlánsvextir bankans til sjö daga verði komn- ir í 7,0 prósent í lok árs og innlánsvextir í 6,0 pró- sent,“ segir í greiningunni, en synj- un er sögð geta leitt til þess að vextir yrðu talsvert hærri í lok árs, tveimur prósentum hið minnsta. Þá kynnu vextir líka að hækka. - óká Telja vexti Seðlabankans ekki lækka þrátt fyrir að skilyrði hafi verið uppfyllt: Icesave-óvissa tefur vaxtalækkun SEÐLABANKI ÍSLANDS Upplýst verður um næstu vaxtaákvörðun peninga- stefnunefndar Seðlabank- ans 27. janúar. Þá koma einnig út Peningamál, efnahagsrit bankans. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR UMHVERFISMÁL Skógrækt Reykja- víkur í samstarfi við Gámaþjón- ustuna býður nú Reykvíkingum að sækja til þeirra gömul jólatré fyrir 800 krónur stykkið, og gróð- ursetja eitt tré í Heiðmörk fyrir hvert tré sem þannig safnast. Fyrir höfðu íþróttafélög á höf- uðborgarsvæðinu tilkynnt að þau muni taka að sér að safna trján- um saman fyrir 1.000 krónur stykkið í fjáröflunarskyni. Þessi óvenjulega samkeppni kemur í kjölfar þess að Reykja- víkurborg ákvað að safna ekki saman jólatrjám borgarbúa þetta árið í sparnaðarskyni. Ókeypis er að henda trjánum hjá Sorpu. - bj Samkeppni um jólatrén: Íþróttafélög og skógrækt keppa KÍNA, AP Eftir áratug verða líklega meira en 24 milljónir kínverskra karlmanna á giftingaraldri kven- mannslausir. Þessu spáir kín- verska félagsvísindaakademían, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu sem meðal annars breska rík- isútvarpið BBC skýrir frá á vefsíð- um sínum. Samkvæmt nýrri skýrslu, sem akademían hefur sent frá sér, fæðast 119 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur, sem fæðast í Kína. Ástæðu þessa má ekki síst rekja til einbirnisstefnunnar, sem kínversk stjórnvöld tóku upp árið 1978. Samkvæmt þeirri stefnu mega foreldrar ekki eignast nema eitt barn um ævina, þótt undantekn- ingar séu leyfðar. Til dæmis mega foreldrar í sumum sveitahéröðum eignast annað barn ef fyrsta barn þeirra er stúlka. Í stærstu borgum landsins vega hins vegar fóstureyðingar þungt til að skekkja kynjahlutfallið, sem veldur því að drengir eru töluvert fleiri en stúlkur. Löng hefð er fyrir því að for- eldrar í Kína vilja frekar eignast drengi en stúlkur, þannig að þegar aðeins eitt barn er í boði verð- ur fóstureyðing álitlegur kostur í huga verðandi foreldra. Í skýrslu félagsvísindaakademí- unnar segir að kynjahlutföllin séu breytileg eftir landshlutum. Sums staðar fæðist 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur. „Vandinn er alvarlegri í sveit- um þar sem tryggingakerfi vantar. Aldraðir bændur verða að reiða sig á afkomendur sína,“ er haft eftir Wang Guangzhou í Dagblaði alþýð- unnar, málgagni kínversku stjórn- arinnar. Wang er einn þeirra sem unnu að gerð skýrslunnar. Kynjahlutföllin hafa jafnt og þétt snúist drengjum í óhag allt frá 1982, þegar 108 drengir fædd- ust fyrir hverjar 100 stúlkur. Árið 1990 var hlutfallið komið upp í 111, árið 2000 í 116 og 2005 í 119, en nýrri tölur eru ekki tilbúnar. Afleiðingarnar eru sagðar marg- víslegar, meðal annars þær að tekjulægri karlar munu eiga erf- iðara með að finna sér konur en tekjuhærri karlar auk þess sem karlar muni í auknum mæli kvæn- ast sér eldri konum. Í fátækari sveitum verði karlar að sætta sig við að kvænast seint á ævinni eða vera einhleypir til æviloka. „Líkurnar á því að kvænast í sveitunum verða litlar ef menn eru komnir yfir fertugt. Þeir verða háðari almannatryggingum og geta síður treyst á fjölskylduna,“ segir Wang. gudsteinn@frettabladid.is Einhleypum körlum fjölgar hratt í Kína Einbirnisstefna kínverskra stjórnvalda veldur því að kynjahlutföllin í landinu skekkjast. Eftir tíu ár verða karlar í landinu 24 milljónum fleiri en konur. Æ fleiri þurfa því að vera einhleypir til æviloka, einkum fátækir karlar til sveita. DRENGIR Í KÍNA Löng hefð er fyrir því að foreldrar í Kína kjósa frekar að eignast drengi en stúlkur, með afleiðingum sem koma drengjunum í koll. NORDICPHOTOS/AFP KJÖRKASSINN Telur þú þig þekkja Icesave- málið nægilega vel? Já 35,6 Nei 64,4 SPURNING DAGSINS Í DAG Telur þú að stjórn og stjórnar- andstaða nái saman í Icesave- málinu? Segðu þína skoðun á visir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.