Fréttablaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 14
14 12. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Áratugum saman bjó íslenska þjóðin við skilvirkt og vel rekið bankakerfi. Stærstu bank- arnir voru í eigu ríkisins og bjuggu við öflugt aðhald stjórn- valda. Fyrir tæpum áratug tók kerfið hins vegar stakkaskiptum. Stærstu bankarnir voru seldir einkaaðilum en ríkisstjórnum sem stóðu að einkavæðingu bankanna hugkvæmdist ekki að setja lög sem komu í veg fyrir krosseigna- tengsl, ríflega bónusa stjórnenda eða óhóflegar lántökur bankanna erlendis. Það þótti ekki samræm- ast þeirri frjálshyggjupólitík sem ríkisstjórnir Davíðs Odds- sonar ráku en einn af hornstein- um hennar var að einkavæðing bankanna myndi „leysa fjármagn úr læðingi“. Því miður reyndust bankarnir eins og Fenrisúlfur og frelsi þeirra kallaði ragnarök yfir íslenskt efnahagslíf. Fyrir fjór- um árum fékk einn einkavæddu bankanna, Landsbankinn, leyfi til þess að reka Icesave-innláns- reikninga í Bretlandi og Hollandi og fullvissuðu íslensk stjórnvöld þarlenda ráðamenn ítrekað um að slíkir reikningar væru tryggðir með ríkisábyrgð. Þegar alvarleg fjármálakreppa reið yfir heimsbyggðina haust- ið 2008 hrundu hinir skuldsettu íslensku einkabankar á fáeinum dögum. Viðbrögð stjórnvalda í þessari neyð voru þau að tryggja innlenda innlánsreikninga að fullu og dæla peningum í innlenda pen- ingamarkaðssjóði til að draga úr skaða Íslendinga sem höfðu fjár- fest í þeim. Á hinn bóginn gáfu þau ráðamönnum í Bretlandi og Hollandi loðin svör um það hvort staðið yrði við loforð um ríkisá- byrgð á Icesave-reikningunum. Sérstaklega var framganga þáver- andi seðlabankastjóra í fjölmiðl- um til þess að vekja efasemdir um þetta hjá ríkisstjórnum Bretlands og Hollands og kallaði á hörð við- brögð. Þetta var upphaf þeirrar millilandadeilu sem síðan hefur staðið og veldur því að bæði ríkis- sjóður og íslensk fyrirtæki njóta afar lítils lánstrausts erlendis. Á úrlausn deilunnar veltur svo hvort Íslendingum muni nokkurn tíma verða treyst aftur til að eiga í alþjóðlegum viðskiptum. Núverandi ríkisstjórn hefur gripið til ýmissa ráðstafana til að endurreisa traust Íslands og að sumu leyti hefur það geng- ið framar vonum. Þannig tók- ust samningar við kröfuhafa Glitnis og Kaupþings um að þeir tækju yfir bankana sem endur- reistir voru á þeirra grunni og hefur tekist vel að lágmarka tjón af gjaldþroti þeirra. Öðru máli gegnir um gjaldþrot Landsbank- ans og er orsökin fyrir því Icesa- ve-deilan. Eignir bankans erlend- is eru óseldar en væntingar markaðarins virðast vera að þær muni duga fyrir öllum forgangs- kröfum. Ef svo yrði þá fælust útgjöld íslenska ríkisins vegna ríkisá- byrgðarinnar eingöngu í vaxta- kostnaði. Ólíklegt er að áfram- haldandi samningaviðræður við útlendinga lækki hann. Í fyrsta lagi er Alþingi Íslendinga búið að samþykkja lög um að miðað sé við 5,5% vexti, forsetinn hefur undirritað þau lög og andstæð- ingar samkomulags við Breta og Hollendinga hafa gengið út frá þeim samþykktu lögum sem markmiði Íslands í frekari samn- ingum. Hagstæðari lánakjör hafa enda ekki staðið til boða í öðrum lánasamningum sem gerðir hafa verið við erlendar ríkisstjórnir. Á hinn bóginn gæti vaxtakostnaður Íslendinga lækkað ef hratt geng- ur að selja eignir Landsbank- ans. Áframhaldandi óvissuástand vegna ríkisábyrgðar er þó ekki til þess fallið að auka líkur á því. Meðal almennings á Íslandi hefur það sjónarmið verið útbreitt að þjóðin ætti ekki að borga skuld- ir vegna Icesave-reikninganna. Enda þótt skuldir vegna Icesave séu einungis um 11% af erlend- um skuldum þjóðarbúsins hefur málið öðlast gífurlegt pólitískt vægi hér á landi og fyrir tilstuðl- an forseta Íslands stefnir í nýja milliríkjadeilu við Hollendinga og Breta. Jafnframt virðist þó hafa náðst sátt um það á Íslandi að það eigi að ábyrgjast Icesave- reikningana og val þjóðarinnar snýst nú um hvort miða eigi við lög Alþingis frá í ágúst sem hefur verið hafnað sem samningsfor- sendu af Hollendingum og Bret- um eða við nýsamþykkt lög sem forsetinn neitaði að undirrita. Ljóst er að lögin frá því í ágúst hafa því aðeins kosti fram yfir hin nýsamþykktu lög ef það reynist Íslendingum ofviða að standa við skuldbindingar sínar og þessi 11% af erlendum skuldum séu í raun kornið sem fyllir mælinn. Á hinn bóginn er tap þjóðarbúsins vegna óleystrar milliríkjadeilu þegar orðið umtalsvert þó að það hafi enn ekki fengist mælt í krónum og aurum. Það veikir nefnilega stöðu okkar í illdeilum við aðrar þjóðir að Íslendingar þurfa á umheim- inum að halda en hann hefur mun minni hagsmuni af því að frið- mælast við Íslendinga. Valkostir Íslendinga UMRÆÐAN Sóley Tómasdóttir skrifar um borgarmál Miðborg Reykjavíkur hefur upp á svo miklu meira að bjóða en bara verslun og þjón- ustu. Líflegur Austurvöllur og endurnar á tjörninni, höfnin, Hljómskálagarðurinn og Bak- arabrekkan hafa aðdráttarafl með tilveru sinni einni saman. Þessir staðir eru þó mest sóttir að sumarlagi og því oft helst til dauflegt um að litast í miðborg- inni á köldum vetrardögum. Þessu má auðveld- lega breyta. Útivist og hreyfing að vetrarlagi þarf ekki að kalla á ferðalög til fjalla eða heiða. Arnar- hóll er ein besta fjölskyldusleðabrekka á land- inu, á tjörninni geta verið frábærar aðstæður til skautaiðkunar og Hljómskálagarðurinn er ekki síður fallegur á vetrum. Miðborgin á að geta verið lífleg og skemmtileg allan ársins hring. Allt fram að lokum seinni heimstyrjaldar voru tilkynningar frá lögreglustjóra um sleðaferðir barna algengar í dagblöðum. Öll umferð bifreiða var þá bönnuð á ákveðnum götum og börnin gátu frjáls og áhyggjulaus stundað þessa vinsælu iðju. Sambærilegar tilraunir voru gerðar á sjötta ára- tugnum, en siðurinn er með öllu aflagður í dag. Hvers vegna er ekki vitað – en ólíklegt verður að teljast að það hafi verið vegna áhugaskorts meðal barna. Á undanförnum misserum hafa borgaryfirvöld aftur tekið upp á því að loka götum fyrir bílum. Pósthússtræti hefur nú verið lokað með reglu- legu millibili að sumarlagi við góðar undirtekt- ir og tilraunir með lokun Laugavegarins sl. haust gengu framar vonum. Í dag munu Vinstri græn leggja fram tillögu í umhverfisráði Reykjavíkur um lokun Lækjar- götu frá Hverfisgötu að Geirsgötu þegar aðstæð- ur eru til sleðaferða á Arnarhóli. Lokunin yrði þannig hluti af grænum skrefum borgarinnar og yrði án efa til þess að skapa fjölbreyttara líf í miðborginni, fjölga útivistarmöguleikum barna og fjölskyldna og hvetja fólk til útivistar og hreyfingar yfir vetrartímann. Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna. Öruggari og skemmtilegri miðborg SÓLEY TÓMASDÓTTIR SVERRIR JAKOBSSON Í DAG | Icesave-málið Latte-inu hlíft Landsbyggðarmanninum Kristni H. Gunnarssyni var heitt í hamsi að afloknu Silfri Egils í fyrradag. Hann settist því við skriftir og jós reiðinni í eina kjarnyrta bloggfærslu. Kristinn er reiður vegna þess að Silfrið er orðinn áróðursþáttur. Kristinn er hins vegar ekki síður reiður yfir því til hverra hann telur að þátturinn höfði. Heilu og hálfu þáttunum sé sjónvarpað ótextuð- um á útlensku og Silfrið sé því „að verða vettvangur háskóla- menntaðs enskumæl- andi fólks á höfuð- borgar- svæðinu“. Athygli vekur að Kristinn nefnir hvergi þá örmu og óskamm- feilnu miðborgarbóhema sem jafnvel stelast í einn og einn café latte undir Agli og félögum. Þykja þeir sleppa vel. Meiri réttur Og Kristinn er líka reiður Ríkisútvarp- inu fyrir að láta þetta viðgangast. Hann kemst að eftirfarandi niður- stöðu: „Þeir, sem ekki skilja ensku eiga ekki bara sama rétt og hinir til þess að skilja það sem fram fer í þættinum á RÚV, heldur meiri rétt, þar sem RÚV er íslenskt sjónvarp á Íslandi fyrir Íslendinga.“ Það var og. Valdimar hringsnýst Athygli vakti fyrir þremur árum þegar alþingismað- urinn Valdimar Leó Frið- riksson hélt uppi málþófi um umdeild vatnalög og brá sér á klósettið í miðri ræðu. Það var óvænt enda bryddaði hann þar upp á nýjung – sem reyndar hefur ekki verið leikin eftir. Ekki vakti það síður athygli þegar Valdimar Leó hætti í Samfylkingunni á meðan þing stóð enn og gekk í Frjálslynda flokkinn eftir höfnun í prófkjöri. En Adam var ekki lengi í Paradís, því Valdimar sneri fljótlega aftur í Samfylkinguna og sækist nú eftir leiðtogasætinu hjá flokknum í Mosfellsbæ. Það er ekki einsdæmi, enda tók séra Karl V. Matthíasson nákvæmlega sama snúning fyrir skemmstu, sællar minningar. stigur@frettabladid.is E f til vill er ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, for- seta Íslands, um að vísa lögum um ríkisábyrgð vegna Ice save-samninga við Breta og Hollendinga einhver sú versta sem tekin hefur verið í íslenskri stjórnmálasögu. Ekki af því þjóðin eigi ekki að fá að kjósa um mikilvæg mál sem varða framtíðarheill hennar, heldur þess dilks sem málið kann að draga á eftir sér með dýpkun kreppu og versnandi sam- skiptum við aðrar þjóðir. Ófyrirséð niðurstaða ákvörðunarinnar ræður ágæti hennar. Um leið kann ákvörðuninni að verða hampað síðar, hvort heldur sem það verður af því að ásættanlegri niðurstaða fáist í Icesave- samningana, eða af því að hún leiði af sér úrbætur á stjórnar- skránni hvað varðar umgjörð þjóðaratkvæðagreiðslna. Sérfræðingar í stjórnskipunarrétti, svo sem Björg Thorarensen, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, hafa bent á að lög á borð við þau sem þjóðinni er nú gert að kjósa um hefðu aldrei farið í þjóð- aratkvæðagreiðslu ef hér hefði verið búin til umgjörð um slíkar atkvæðagreiðslur. „Ég þekki ekkert dæmi þess að mál á borð við þetta, lög um ríkisábyrgð á láni sem er partur af fjárstjórnarvaldi þingsins, færi í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði hún í viðtali við Fréttablaðið 6. þessa mánaðar. Enda er það svo að óljóst virðist í huga margra um hvað er kosið. Þeir sem telja að kosið sé um hvort yfirhöfuð eigi að leggja út fyrir skuldbindingum vegna Icesave kunna að vera nær sannleikanum. Verði lögin felld, þá er enginn samningur til staðar. Eftir 15 mánaða þref og niðurstöðu sem meirihluti Alþingis taldi ásættanlega verðum við þá aftur á upphafsreit. Um leið er óvissan algjör um hvort hægt verði að ná betri samningi, viðlíka, eða hvort niðurstaðan verður enn verri. Bretar og Hollendingar gætu eins tekið upp ítrustu kröfur, vefengt neyðarlögin og krafist þess að erlendum reikningseigendum verði bættar innstæður í Landsbankanum að fullu, líkt og gert hafi verið fyrir Íslendinga. Nú er þó ekki gerð krafa um annað en lágmarkstryggingu í sam- ræmi við reglur Evrópska efnahagssvæðisins. Munurinn á lögunum um Icesave sem samþykkt voru í ágúst og svo þeim sem nú á eftir að staðfesta eða hafna í þjóðaratkvæða- greiðslu virðist tæpast réttlæta þá áhættu sem núverandi farveg- ur þess felur í sér. Maður vill hins vegar ógjarnan trúa því að einhverjar afbrigði- legar ástæður kunni að liggja að baki andstöðunni við samninginn sem virtist í höfn við Breta og Hollendinga. Getur verið að ein- hver öfl óttist svo mjög það sem bíður þegar landi verður náð að þau vilji fremur hætta á að sökkva bátnum, eða leggja á úthafið í algjörri óvissu um hvort landi verði náð annars staðar? Ýmsar vangaveltur hafa verið uppi um hver þessi Grýla kunni að vera. Sumir segja að það sé óttinn við að úr skúmaskotum stjórnkerf- isins birtist gamlir draugar og upplýst verði um syndir úr stjórn- arsamstarfi fyrri ára. Aðrir velta því fyrir sér hvort slíkur sé ótti forsvarsmanna sértækra hagsmuna við breytingar sem kunni að vera samfara aðild að Evrópusambandinu að útsendarar þeirra vinni allan þann óskunda sem þeir geti og fagni hverjum skugga sem fellur á samskipti Íslands við önnur ríki. Séu þau öfl til í land- inu sem best nærast í fákeppni, einangrun og gjaldeyrishöftum er ljóst að þeim einum gagnast að þyrla upp svo miklu moldviðri í kring um Icesave að sem flestir glati áttum. Stefnan tekin á byrjunarreit: Moldviðri ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON SKRIFAR BRIDS SKÓLINN - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - Byrjendur ... 25. janúar ... tíu mánudagar frá 20-23 Framhald ... 27. janúar ... átta miðvikudagar frá 20-23 - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - • Viltu læra brids? Á byrjendanámskeiði Bridsskólans er ekki gert ráð fyrir neinni kunnáttu. Þú getur komið ein eða einn, með öðrum eða í hóp og það er sama hvort þú ert 18 ára eða 90. Eða þar á milli! Sjá bridge.is undir ”fræðsla”. • Viltu verða betri spilari? Framhaldið hentar breiðum hópi spilara, bæði þeim sem töluvert kunna og eins hinum sem eru rétt að slíta fyrsta stokknum. Ekki er nauðsynlegt að vera með makker. Sjá bridge.is undir “fræðsla”. • Staður: Síðumúli 37 í Reykjavík. - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - Uppl. og innritun í síma 898-5427 frá 13-18 daglega. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.