Fréttablaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 39
ÞRIÐJUDAGUR 12. janúar 2010 19 Rás 2 hefur birt lista sinn yfir mest spiluðu lögin á síðasta ári. Af þeim hundrað lögum sem gefin eru upp eru 45 íslensk lög, sem verður að teljast ágætis hlutfall. Athygli vekur að Cold- play-lag er á toppnum og skýtur þar með Eurovision-lagi Jóhönnu Guðrúnar, sem er í öðru sæti, ref fyrir rass. Coldplay á þrjú lög á listanum eins og U2, Lily Allen, Ingó og Veðurguðirnir og Haf- dís Huld. Annars lítur topp 10 svona út: Coldplay mest spilað COLDPLAY Spilaðir í spað á Rás 2. MEST SPILAÐ 1. Coldplay - Lovers In Japan 2. Jóhanna Guðrún - Is It True? 3. U2 - I’ll Go Crazy If I Don’t Go Crazy Tonight 4. R.E.M. - Until The Day is Done 5. Hjaltalín - Stay by You 6. Buff - Prinsessan mín 7. U2 - Magnificent 8. Árstíðir - Með hallandi höfði 9. Muse - Uprising 10. Hafdís Huld - Kónguló > ÓLÉTT? Sumir hafa verið að velta því fyrir sér hvort söngkonan Katy Perry eigi von á barni með Russell Brand og þess vegna hafi þau ákveðið að gifta sig. Söngkonan á að hafa skrifað nokkur undarleg skilaboð á Twitter-síðu Brands og sagði meðal annars í einum: „Hey, ég heyrði að þú værir óléttur.“ Útgáfufyrirtækið Borgin, sem var stofnað í ágúst, seldi tæplega 35 þúsund plötur fyrir jólin. Þar af seldust plötur Hjálma og Hjaltalín í um tuttugu þúsund ein- tökum. „Það var markmiðið að ná þrjátíu þúsund plötum,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson hjá Borginni, sem er mjög sáttur við árangurinn. „Við erum að sýna og sanna að geisladiskurinn er ekki dautt fyrirbæri og við sjáum enn fleiri sóknarfæri fram undan.“ Á síðasta ári gaf Borgin út níu breiðskífur og tvær sjötommur og á þessu ári verður hvergi slakað á. „Það eru mörg verkefni sem við erum að föndra við núna og ég geri ráð fyrir því að útgáfurnar verði líkast til tvöfalt fleiri í ár,“ segir Steinþór kokhraustur. „Við ætlum okkur stóra hluti á þessu ári og fyrsta útgáfan okkar verður ný plata með Seabear í mars.“ Fjórða plata Hjálma seldist í um tólf þúsund eintökum, sem gerir hana eina þá söluhæstu fyrir jólin, og Hjaltalín-platan Terminal fór í um átta þúsund eintökum. Það er um tveimur þúsundum meira en fyrsta plata Hjaltalín hefur náð. Þriðja söluhæsta plata Borgarinn- ar var með Sigríði Thorlacius og Heiðurspiltum sem seldist í tæpum fimm þúsund eintökum. Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað mikið hér vegna kreppunnar og vonar Steinþór að það hafi í för með sér aukna plötusölu. „Það sem er að halda plötusölu gangandi allt árið er túrisminn. “ freyr@frettabladid.is Borgin seldi 35 þúsund plötur STEINÞÓR HELGI ARNSTEINSSON Útgáfufyrirtækið Borgin seldi um 35 þúsund plötur fyrir jólin. Mest seldu plöturnar voru með Hjálmum og Hjaltalín. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON folk@frettabladid.is Plötusnúðurinn Óli Ofur ætlar að þeyta skífum á Nasa í um sex klukkutíma næstkomandi laug- ardagskvöld. Hann verður eini plötusnúðurinn sem kemur fram, sem er óvenjulegt hér á landi, sérstaklega þegar Íslendingur er annars vegar. „Ég hef spilað á stærri giggum þannig séð, en þetta er samt það stærsta fyrir mér. Þetta verður í fyrsta sinn sem Íslendingur er aðalnúmer- ið á svona stóru giggi,“ segir Óli, sem hefur verið plötusnúður í tíu ár. Á Nasa ætlar hann að spila blöndu af teknó- og housetón- list og lofar góðu stuði. „Ég finn mikinn hita og mikla stemningu. Ég hef mjög góða tilfinningu fyrir þessu.“ Miðaverð á tónleik- ana er 1.000 krónur og fer miða- sala fram við inngang. - fb Aleinn í sex tíma ÓLI OFUR Plötusnúðurinn Óli Ofur ætlar að þeyta skífum á Nasa á laugardags- kvöld. James Camer- on, leikstjóri Avatar og Tit- anic, hefur tryggt sér kvikmynda- réttinn að bókinni The Last Train From Hir- oshima: The Survivors Look Back. Bókin, sem á enn eftir að koma út, er eftir Charles Pellegrino og fjallar um þá sem lifðu af kjarnorku árás Bandaríkjamanna á Hiroshima í Japan. Stutt er síðan Cameron ræddi við Tsutoto Yamaguchi sem komst lífs af úr árásunum á Hiroshima og Nagasaki en hann lést síðastliðinn mánudag, 93 ára gamall. Ekki er vitað hvort Cameron ætli sjálfur að leikstýra mynd eftir bókinni, þótt það verði að teljast afar líklegt. Mynd um Hiroshima www.lapulsa.is LAURA ASHLEY Faxafeni 14 │108 Reykjavík │sími 551-6646 Opið virka daga 10-18 │ laugardaga 10-14 Útsalan er hafin Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.