Fréttablaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 16
 12. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR2 Það er hugur í íslenskum líkams- ræktariðkendum og -stjórnend- um ef marka má fjölda þeirra sem eru ýmist að opna ný lík- amsræktarfyrirtæki, flytja í nýtt húsnæði eða stækka við sig. Sem dæmi má nefna Jafnvægi, nýja líkamsræktarstöð í Garðabæ, sem leggur áherslu á líkamsrækt á rólegu nótunum. Stott Pilates, hatha-jóga og TRX-æfingar með teygjum eru meðal nýjunga sem boðið er upp á í Garðabænum. Þá opnar Árbæjarþrek nýja aðstöðu fyrir þyngri lyftingar að Selásbraut 98 í lok mánaðarins. Þar verður meðal annars aðstaða til ólympískra lyftinga. Ein er sú nýopnaða stöð sem er í óvenjulegri kantinum, en það er stúdíó í Jakabóli, þar sem áhersl- an er lögð á súluform, dans, jóga og djarfan burlesque-dans. Einnig er boðið upp á súlufitness í Happy Eyes Studio í Skipholti. Þá var heilsuræktarstöðin Heilsuborg opnuð í Faxafeni í ágúst síðastliðnum og til stendur að vígja nýja líkamsræktarstöð við Skólastíg á Akureyri í lok janúar. Auk ofangreindra stöðva má finna fjöldann allan af nýjum og spennandi valkostum í líkamsrækt um þessar mundir og um að gera að prófa sig áfram. Nýir valkostir Nokkrar nýjar heilsuræktarstöðvar hafa opnað nýlega. Sigríður Halldóra Matthíasdóttir heitir hún en er þekkt úr líkams- ræktargeiranum sem Sigga Dóra. Nú hefur hún opnað heilsumiðstöð á Stórhöfða 17 þar sem hún býður upp á lóð, rope-jóga, fjölnotatæki, nuddara og heilara. „Það er notaleg og skemmti- leg orka í þessu húsi. Hér snýst allt um námskeið í umsjón kenn- ara og ég ætla að vera með fjöl- breytta dagskrá,“ segir Sigga Dóra og nefnir salsadans og Jane Fonda-æfingar, auk þess sem áður er upp talið. Einnig verði fræðsla um næringuna, enda sé ekki nóg að æfa, heldur skipti miklu máli að næra líkamann vel til að halda heilsu. „Ég er með gott mælitæki hér sem segir okkur í hvernig ástandi líkaminn er, þannig að ég sé hvernig brennsluofninn virk- ar,“ segir Sigga Dóra og tekur fram að aldrei séu fleiri en átta til tíu manns á hverju námskeiði og hver og einn fái persónulega þjónustu. Heilsusmiðstöðin er í 400 fer- metra plássi fyrir ofan Vegg- sport. Sigga Dóra segir sig lengi hafa dreymt um svona miðstöð. Margir góðir viðskiptavinir hafi brett upp ermar og hjálpað henni að innrétta húsnæðið. Á efri hæð- inni er dekurstofa með arineldi og huggulegheitum og þar er falleg gufubaðstofa. Sigga Dóra tekur fram að hún geti sérsniðið dekur fyrir hópa ef þeir kjósi að leigja efri hæðina í einn til tvo tíma. Námskeiðin fóru í gang 7. jan- úar. Hægt er að fá fjögurra vikna, sex vikna og tólf vikna námskeið og miðað er við þrjá tíma á viku. „Námskeiðin eru þannig að hverj- um og einum er fylgt vel eftir og við erum alltaf með hollustudrykk eftir hvern tíma þannig að það er alltaf endað á barnum,“ segir Sigga Dóra glaðlega og bætir við: „Nú skilur fólk að það sem skiptir máli er líkaminn og heilsan.“ gun@frettabladid.is Notaleg orka í húsinu Sigríður Halldóra Matthíasdóttir hefur opnað nýja heilsumiðstöð að Stórhöfða 17. Þar er boðið upp á lóð, rope-jóga, fjölnotatæki, nuddara og heilara. Sigga Dóra er þekkt úr líkamsræktargeiranum og hún segir marga hafa lagst á eitt við að gera heilsumiðstöðina að veruleika. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BARNA- OG UNGLINGAGEÐDEILD LSH (BUGL) heldur sína árlegu ráðstefnu um geðheilbrigðisþjónstu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra á föstudaginn. Tilgangurinn er að efla samfellu í þjónustu fyrir þennan hóp. www.lsh.is Auglýsingasími – Mest lesið Þetta er mitt líf Námskeið fyrir konur. Meðal efnis: Sjálfsmynd og samskipti Áhyggjur og æðruleysi Hefnd og fyrirgefning Samviskuleysi og siðblinda Námskeiðið verður haldið í Síðumúla 33, annari hæð., 19.- 21. janúar n.k. Upplýsingar og skráning í síma 694-7997 Ásta Kristrún Ólafsdóttir Sálfræðingur og ráðgjafi . Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Velkomin í okkar hóp! Barnagæsla - Leikland JSB E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n Skýringar við stundatöflu 1. Almenn þjálfun, þol, styrkur og liðleiki 2. Púltími, hressileg upphitun, ýmist á palli eða gólfi, styrktar- og liðleikaþjálfun 3. Pallatími, samsett spor, mikil brennsla 4. Lóðatími, upphitun ýmist á palli eða á gólfi, unnið með þyngd og mótstöðu, lóð, stangir, teygjur 5. Liðleikaþjálfun, upphitun, styrktar- og slökunarteygjur 6. Opið yoga 7. Bræðingur, líkamsrækt með dansívafi, salsa, mambo, samba, jazz, funk og stuð 8. MRL - Magi, rass og læri 9. RopeYoga 10. STOTT PILATES - námskeið 11. Mótun - námskeið 12. TT-1 - átaksnámskeið fyrir konur 13. TT-3 - átaksnámskeið fyrir stelpur 14. 60+ - námskeið 15. Stutt og strangt - námskeið Staðurinn - RæktintelpurS onuK r Við bjóðum yfir 100 tíma á viku! Nýir tímar í opna kerfinu! Fim. 7:30, fös. 8:30, þri., mið. og fim. 14:30 NÝTT! Stutt og strangt í tækjasal • 5 saman 5x í viku í 2 vikur • Verð aðeins kr 10.000 • Ath. Skráning alltaf í gangi S&S stutt ogst rang t Stundatafla Dansræktar JSB Opna kerfið og námskeið mán þri mið fim fös lau 06:15 12. 9. 12. 9. 12. 06:30 4. / 15. 1. / 15. 1. / 15. 5. / 15. 15. 07:15 15. 15. 15. 15. 15. 07:20 12. 9. 12. 9. 12. 07:30 1. 1. 1. 4. 08:30 1. / 6. 1. 4. 1. 5. 09:25 14. 14. 09:30 14. lok 14. lok 10:00 9. 9. 10:15 12. 12. 12. 10:30 1. / 11. 1. / 11. 12:05 9. 9. 12:15 4. 5. 1. 1. 1. 14:20 12. 12. 12. 14:30 1. 1. 5. 15:30 1. 1. 16:30 1. / 9. 8. / 10. 1. / 9. / 11. 4. / 10. 11. 16:40 12. 12. 12. 17:00 15. 15. 15. 15. 15. 17:15 11. 11. 17:25 3. + 4. 3. + 4. 17:30 1. 1. 1. 17:40 12. 12. 12. 18:00 15. 15. 15. 15. 15. 18:25 13. 13. 12. 18:40 13. 13. 19:25 12. 12. Áskiljum okkur rétt til að breyta stundaskrá Ódýr námsmannakort: 4 mán kr. 12.000 og 9 mán kr. 20.000 Nýtt!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.