Fréttablaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 4
4 12. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR NÁM Ríflega 130 manns hafa skráð sig á námskeiðið Orku- bóndann sem haldið verður á Egilsstöðum í dag og er þetta metþátttaka í námskeiðinu sem er fyrir áhugafólk um orku- virkjun. Að sögn Bjarna Ell- erts Ísleifssonar, verkefnastjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, má skýra mikinn áhuga á nám- skeiðinu fyrir austan annars vegar af mikilli þátttöku mennta- skólanema, en sjötíu nemar þáðu boð um að sitja fyrri námskeiðs- daginn. „Það er mjög misjafnt í hvaða pælingum þátttakendur eru, sumir eru að velta fyrir sér að gera eigin virkjun, aðrir að hugsa um hvernig hægt sé að spara rafmagn heima hjá sér,“ segir Bjarni. - sbt Orkunám á Egilsstöðum: Mikill áhugi á orkuframleiðslu ÁHUGASÖM UM ORKU Góð þátttaka var á námskeiðinu Orkubóndanum í Árborg þar sem myndin var tekin. LÖGREGLUMÁL Skotið var á sumar- bústað í landi Nesja í Grímsnes- og Grafningshreppi úr riffli um þarsíðustu helgi. Selfosslögregl- an var kölluð á staðinn þegar göt eftir byssukúlur uppgötvuðust á glugga bústaðarins. Lögregla segir að í ljós hafi komið að þremur riffilskot- um hafi verið skotið í gegnum gluggarúðu og að leifar af blýkúl- um hafi fundist á gólfi við vegg- inn gegnt glugganum. Þetta hafi gerst á tímabilinu frá 1. til 3. jan- úar. Engar vísbendingar eru um hver var að verki. - sh Þrjú skotgöt í gluggarúðu: Skotið á rúðu í sumarbústað VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 15° 2° -3° 1° 1° -3° 1° 1° 1° 21° 1° 15° 3° 15° -3° -2° 15° -1° Á MORGUN 5-16 m/s Hvassast allra syðst. FIMMTUDAGUR Suðlægar áttir, víða 8-13 m/s. 4 1 0 -1 -2 2 1 6 4 7 -2 8 9 4 4 5 6 7 9 12 13 6 5 0 1 3 3 6 6 3 3 4 5 BEST NORÐANTIL Í dag og næstu daga verður ansi vætusamt suðaust- anlands. Þar má búast við rigningu en í öðrum lands- hlutum verður úr- koma í formi skúra eða slyddu með köfl um. Norðan- og norðvestantil verður að mestu þurrt. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður STJÓRNMÁL „Sameiginleg niður- staða okkar allra, stjórnar og stjórnarandstöðu, er að kanna grundvöll þess á næstu dögum að koma þessu máli í ákveðinn sátta- farveg,“ sagði Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra eftir fund forystumanna stjórnar og stjórn- arandstöðu í gær um stöðuna í Icesave-málinu. Forsætisráðherra sagði ýmsar hliðar málsins hafa verið reifað- ar á fundinum. Stefnan væri sú að ræða aftur við Breta og Hollend- inga. Markmiðið væri að koma málinu í sáttafarveg við þá. „Þeir hafa skilning á þeirri stöðu sem upp er komin þótt þeir hafi lýst vonbrigðum með niður- stöðuna,“ sagði Jóhanna spurð um viðbrögð forsætisráðherra Bret- lands, Hollands, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands sem hún hefur rætt við á síðustu dögum. Áfram er unnið að þjóðar- atkvæðagreiðslu. Jóhanna sagði alltof snemmt að segja til um hvort hún yrði slegin af. Bjarni Benediktsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, sagði að finna þyrfti sáttagrundvöll. „Hann þarf annars vegar auðvitað að vera til staðar hér heima fyrir og hjá þeim senm við erum að ræða við,“ sagði Bjarni. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknarflokks- ins, sagði gagnlegt að menn settust saman við borð og töluðu saman. „Menn þurfa að byrja á að samein- ast um það að senda þau skilaboð út á við að Íslendingar þurfa betri niðurstöðu heldur en þessi samn- ingsdrög segja til um,“ sagði Sig- mundur. Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Hreyfingarinnar, sagð- ist vonast til að það tækist að finna sameiginlegan flöt á málinu. „Ég er mjög bjartsýn að eðlisfari og vil því ekki hafa alltof miklar yfirlýs- ingar,“ sagði Birgitta. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra sagði gott að menn væru að tala saman. „Fyrstu skrefin eru að ræða saman um stjórnmálin á Íslandi,“ sagði Stein- grímur, sem eins og aðrir sagði algerlega ótímabært að ræða hugs- anleg samningsmarkmið gagnvart Bretum og Hollendingum. „Þessi staða felur í sér tæki- færi. Synjunin gerir það að verk- um að forystumenn Evrópu hljóta að gera sér grein fyrir hve massív andstaða er hér við Icesave,“ sagði Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra. Reiknað er með að forystumenn- irnir ræði aftur saman á næstu dögum. gar@frettabladid.is Allir flokkarnir reyna að ná sátt um Icesave Stjórn og stjórnarandstaða ætla að finna sáttagrundvöll í Icesave-málinu með nýjar viðræður við Breta og Hollendinga í huga. Þurfum sameiginleg skilaboð um að Íslendingar vilji betri niðurstöðu, segir formaður Framsóknarflokksins. SÁTTAFUNDUR Í STJÓRNARRÁÐINU Þráinn Bertelsson, Bjarni Benediktsson, Stein- grímur J. Sigfússon, Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson, Birgitta Jónsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræddu í gær um að slíðra sverðin í Icesave-mál- inu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BANDARÍKIN, AP Hillary Clin- ton, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, segir óðum styttast í að Bandaríkin beiti Írani refsi- aðgerðum geri stjórnvöld þar ekki grein fyrir kjarnorkumál- um sínum. Clinton segir að ríkisstjórn Baracks Obama hafi komist að þeirri niðurstöðu að refsiaðgerð- ir séu besta leiðin til að beita Írani þrýstingi í þessu máli. Hún tók þó fram að tryggja verði að refsiaðgerðirnar bitni á stjórnendum landsins, ekki almenningi. - gb Hillary Clinton um Íran: Segir styttast í refsiaðgerðir BANDARÍKIN, AP Í San Francisco eru hafin fyrstu réttarhöldin í sögu Bandaríkjanna um það hvort bann við hjónaböndum samkyn- hneigðra brjóti í bága við stjórnar- skrá landsins. Kjósendur í Kaliforníu sam- þykktu í nóvember 2008 bann við því að samkynhneigðir gangi í hjónaband. Tvö samkynhneigð pör kærðu bannið. Allar líkur eru til þess að málið fari fyrir hæstarétt Bandaríkj- anna, hvernig svo sem dóms úr- skurður fellur í Kaliforníu. - gb Réttarhöld í San Francisco: Samkynhneigð ósátt við bann FÖGNUÐUR Um hundrað manns söfn- uðust saman fyrir utan alríkisdómstólinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NEYTENDUR Ekki er ljóst hvort efnahags- og viðskiptaráðuneytið hefur heimildir til að stöðva veit- ingu svokallaðra SMS-lána hér á landi. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir ráðu- neytið nú kanna hvort hægt sé að stöðva lánveitingarnar. Neytendasamtökin sendu Gylfa erindi fyrir áramót þar sem varað var við lánunum, og óskað eftir því að komið yrði í veg fyrir frekari framgang þeirra hér á landi. „Ég deili fyllilega áhyggjum Neytendasamtakanna og tel að þetta sé ekki jákvæð þróun,“ segir Gylfi. Hann vari fólk eindregið við því að taka lán á svo „hryllileg- um“ kjörum. Lánunum sé einkum beint að ungu fólki, sem hafi margt hvert komið sér í miklar skuldir í þenslunni. Verið sé að gera fólki mikinn bjarnargreiða með því að bjóða svo óhagstæð lán. Hægt er að fá frá 10 til 40 þús- und krónur að láni í hvert skipti. Lántakandinn þarf að skrá sig á vefsíðu lánafyrirtækisins og send- ir svo SMS til að fá lánið. Endur- greiða þarf lánið eftir fimmtán daga. Af 10 þúsund króna láni greiðist 2.500 króna kostnaður, sem jafngildir 600 prósent kostn- aði á ársgrundvelli samkvæmt erindi Neytendasamtakanna. Ekki náðist í forsvarsmann Kredia, sem býður upp á SMS-lánin á Íslandi, við vinnslu fréttar innar. - bj Viðskiptaráðherra segist deila áhyggjum Neytendasamtakanna af SMS-lánum: Varar við hryllilegum kjörum LÁN Það er bjarnargreiði að bjóða ungu fólki lán á svo slæmum kjörum, segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Slasaðist í Húsavíkurfjalli Björgunarsveitin Garðar frá Húsavík sótti slasaða konu í Dagmálalág í Húsavíkurfjalli á áttunda tímanum í gærkvöldi. Konan, sem hafði verið á kvöldgöngu, missti fótanna og rann tugi metra á hjarni og malarskrið- um. Konan var flutt niður á börum. Farið var með konuna á Heilsugæslu Húsavíkur. BJÖRGUNARSTARF Synjunin gerir það að verkum að forystumenn Evrópu hljóta að gera sér grein fyrir hve massív andstaða er hér við Icesave ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON UTANRÍKISRÁÐHERRA GENGIÐ 11.01.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 233,7015 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,98 124,58 200,39 201,37 179,91 180,91 24,174 24,316 22,062 22,192 17,640 17,744 1,3398 1,3476 194,80 195,96 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.