Fréttablaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 2010 11skólar og námskeið ● fréttablaðið ● Í sgerður Elfa Gunnarsdóttir leik-kona hóf nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands í haust, en hafði áður lokið námið við Arts Ed- ucation-leiklistarskólann í London árið 2003. Hún segist kunna vel við sig í stjórnmálafræðinni. „Væntan- lega er langt síðan það hefur verið jafn spennandi að læra stjórnmála- fræði eins og núna, því námið er svo nátengt öllum þessum hrær- ingum allt í kringum okkur. Það er gaman að öðlast meiri skiln- ing á þessum hlutum en ég hefði haft ella. Hluti af náminu er að læra hagfræði og þar uppgötva ég loksins þýðingu orða sem ég hef heyrt margoft en ekki skilið al- mennilega.“ Ísgerður hefur haldið áfram að stunda leiklist samhliða náminu. Hún segist ekki vita hvernig hún muni nýta sér stjórnmálafræðina í framtíðinni. „Ég sé mig ekki alveg fyrir mér á þingi, en maður á aldrei að segja aldrei,“ segir hún og hlær. „Annars þykir mér alltaf best að láta hlutina bara ráðast í stað þess að skipuleggja allt út í hörgul.“ É g var rosalega stressuð fyrsta mánuðinn og leið stundum eins og ég væri stödd á tunglinu. Það var svolítið erfitt að byrja, að rifja upp hvernig á að læra heima, skrifa ritgerðir og slíkt, en eftir um það bil mánuð var ég búinn að læra inn á þetta upp á nýtt og núna finnst mér þetta æðislegt,“ segir Ása Ottesen, sem hóf nám í félagsfræði, með fjölmiðlafræði sem aukagrein, við Háskóla Ís- lands síðastliðið haust. Ása kláraði stúdentsprófið árið 1999 og því leið heill áratugur þar til hún settist aftur á skóla- bekk. Í millitíðinni starfaði hún í tískubransanum, enda mikil áhugakona um hann. „Mig lang- aði mikið til að mennta mig í ein- hverju tískutengdu, en því miður er ekki úr auðugum garði að gresja í þeim efnum hér heima, og það hefði reynst allt of dýrt að fara í nám til útlanda. Þess vegna ákvað ég að sætta mig við það sem er í boði hér og þykir þetta nám mjög áhugavert, sérstaklega að blanda fjölmiðlafræðinni inn í.“ Hún segir mikinn mun á því hvernig hún nálgast námið nú og á árum áður. „Þegar maður byrj- ar svona seint í háskólanámi er maður ekkert að slugsa. Ég er mun móttækilegri núna og í kjöl- farið fylgja hærri einkunnir og þá verður þetta allt miklu auðveld- ara,“ segir Ása Ottesen. SETJAST AFTUR Á SKÓLABEKK Áratugur leið frá því að Ása lauk stúdentsprófi þar til hún skráði sig í Háskólann. Ísgerður Elfa kann vel við sig í stjórn- málafræðinni. Stressuð fyrsta mánuðinn Aldrei að segja aldrei Á gúst Ólafur Ágústsson, fyrr-verandi varaformaður Sam- fylkingarinnar, hóf tveggja ára meistaranám í opinberri stjórn- sýslu í New York University síð- astliðið haust, eftir að hafa hætt í pólitík fyrir síðustu alþingiskosn- ingar. Áherslan í náminu er á stefnumótun og stjórnun hjá hinu opinbera og í þriðja geiranum sem tilheyrir svokölluðum „non- profit“ samtökum og fyrirtækjum. „Námið er krefjandi og áhuga- vert og ég hef notið þess að vera aftur sestur á skólabekk,“ segir Ágúst Ólafur. „Það hefur verið skemmtilegt að kynnast New York með augum dætra minna tveggja. Ég verð að viðurkenna að ég sé ekki eftir þeirri ákvörð- un að hafa hætt í stjórnmálum, þótt starfið í pólitíkinni hafi verið ánægjulegt. Það voru auðvitað viðbrigði að fara aftur í nám eftir að hafa verið í erilsömu starfi, en ég býst við að flestir sem fara í nám eftir nokkurt hlé geti tekið undir að maður nálgast námið á annan hátt,“ segir Ágúst. - kg Nálgast námið á annan hátt Ágúst Ólafur er í meistaranámi í opin- berri stjórnsýslu í New York. LEONARDOCOMENIUSERASMUSGRUNDTVIG LANDSKRIFSTOFA MENNTAÁÆTLUNAR ESB Leonardó áætlunin: Dunhaga 5 | 107 Reykjavík | Sími: 525 4900 Erasmus, Comenius, Grundtvig: Háskólatorg | 101 Reykjavík | Sími: 525 4311 LÝST ER EFTIR UMSÓKNUM UM STYRKI Í MENNTAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS Menntaáætlun Evrópusambandsins styrkir menntun og þjálfun á öllum stigum, frá leikskóla til háskóla auk fullorðinsfræðslu: COMENIUS - leik-, grunn- og framhaldsskólastig ERASMUS - háskólastig LEONARDO - starfsmenntun GRUNDTVIG - fullorðinsfræðsla UMSÓKNARFRESTIR ÁRIÐ 2010 ERU EFTIRFARANDI: ÁÆTLUN UMSÓKNAFRESTUR Comenius og Grundtvig - endurmenntun 1 15. janúar 2010 30. apríl 2010 15. september 2010 Comenius - aðstoðarkennarar 29. janúar 2010 Leonardo - mannaskiptaverkefni 5. febrúar 2010 Jean Monnet áætlunin 12. febrúar 2010 Comenius, Grundtvig og Leonardo - samstarfsverkefni 19. febrúar 2010 Comenius – svæðasamstarf 19. febrúar 2010 Grundtvig – vinnustofur 19. febrúar 2010 Leonardo – fjölþjóðleg yfirfærsluverkefni 26. febrúar 2010 Comenius, Erasmus, Grundtvig og Leonardo – miðstýrð fjölþjóðleg tilrauna-, net- og stoðverkefni 26. febrúar 2010 Þveráætlanir – rannsóknir, tungumál,upplýsingatækni, stefnumótun og dreifing verkefnaniðurstaðna 26.febrúar 2010 Erasmus – stúdenta- og starfsmannaskipti og hraðnámskeið (frestur háskóla) 12. mars 2010 Grundtvig – aðstoð, sjálfboðaliðaverkefni 31. mars 2010 Námsheimsóknir - stefnumótun fræðslumála 31. mars 2010 15. okt. 2010 Í tengslum við Evrópuár gegn fátækt og félagslegri einangrun árið 2010 eru fyrirtæki, stofnanir og samtök sem vinna náið með einstaklingum sem standa höllum fæti, s.s. ungu atvinnulausu fólki, fötluðum og minnihlutahópum, sérstaklega hvött til að skoða tækifæri fyrir þessa hópa til þátttöku í áætlununum. Allar nánari upplýsingar um umsóknarferlið og umsóknarfresti fyrir árið 2010 eru á heimasíðu Landskrifstofu Menntaáætlunar ESB, www.lme.is. Áhugasamir eru eindregið hvattir til að hafa samband við starfsfólk Landskrifstofunnar til að fá ráðgjöf við undirbúning umsókna. Kemur út fimmtudaginn 14. janúar 2010 Sérblað um fartölvur Auglýsendur vinsamlegast hafið samband Hlynur Þór • hlynurs@365.is • Sími 5125439

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.