Fréttablaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 22
 12. JANÚAR 2010 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● skólar og námskeið Opni háskólinn í Háskólanum í Reykjavík sem og Endur- menntun Háskóla Íslands bjóða upp á námskeið og námsbrautir fyrir fólk á öllum aldri og á öllum skólastigum. Í Opna háskólanum í HR og Endur- menntun Háskóla Íslands er hægt að stunda nám á háskólastigi ásamt því að sækja einstaka námskeið sem falla að áhuga- eða starfssviði hvers og eins. „Við viljum efla bæði einstakl- inga og atvinnulíf og auka færni og getu fólks til að takast á við ný verk- efni. Við vinnum mikið með fyrir- tækjum og stofnunum en bjóðum líka upp á námsleiðir og námskeið til ECTS-háskólaeininga. Eins erum við með fjölda opinna námskeiða jafnt fyrir fólk með háskólapróf og aðra en við vorum til dæmis að byrja með námskeið fyrir afburða- íþróttafólk á aldrinum 14-18 ára,“ segir Guðrún Högnadóttir, fram- kvæmdastjóri Opna háskólans í HR. „Við speglum að miklu leyti deildir háskólans þar sem meðal annars er horft til íþróttanna og skoðað hvað það er sem gerir til dæmis hand- boltaliðið okkar, sundmennina og skákmennina svona góða.“ Á síðasta ári sóttu um 7.600 nem- endur 570 námskeið og viðburði í Opna háskólanum. „Við erum sér- staklega ánægð með það hvað fyr- irtæki leggja mikla áherslu á að rækta starfsfólkið sitt en á síðasta ári vorum við að þjóna 90 fyrir- tækjum með sérsniðnum lausnum. Við komum inn í fyrirtækin, greind- um þarfir og sérsniðum nám fyrir stjórnendur og starfsmenn,“ segir Guðrún og bendir á að fyrirtæki sjái, þrátt fyrir árferðið, greini- lega hag í því að fjárfesta í mennt- un starfsmanna sinna og byggja upp öfluga einstaklinga til að takast á við áskoranir í nútíð og framtíð. Í Opna háskólanum er fyrirlestr- aformið víkjandi enda talið að aðrar kennsluaðferðir séu vænlegri til ár- angurs og er mikil áhersla lögð á þátttöku nemenda, verkefnavinnu, umræður, myndbönd og sjálfsmat. Í ár verða fjölmörg spennandi nám- skeið í boði að vanda og má meðal annars nefna námskeið Viðars Hall- dórssonar, lektors og íþróttasálfræð- ings; Afburðir og afburðaárang- ur en á því öðlast nemendur innsýn inn í heim afburðafólks á ólíkum sviðum. Eins námskeið Valdimars Sigurðssonar forstöðumanns um markaðssetningu í niðursveiflu og breytta hegðun neytenda. Hjá Endurmenntun Háskóla Ís- lands er einnig að finna fjölmörg námskeið og námsleiðir sem mörg eru starfstengd eða tengd háskóla- námi á ýmsum stigum. „Síðan erum við með fjölbreytta flóru af stök- um námskeiðum og hafa námskeið í flokknum menning, sjálfsrækt og tungumál verið sérstaklega vinsæl að undanförnu enda virðist fólk í auknum mæli leggja rækt við sjálft sig og áhugamál sín,“ segir Thelma Jónsdóttir, markaðs- og kynningar- stjóri Endurmenntunar. Í flokkn- um er að finna tæplega fimmtíu námskeið á vorönn og þar eru bók- menntanámskeið af ýmsu tagi áber- andi. Má þar nefna Shakespeare, Hemingway og Íslandsklukku-nám- skeið ásamt Sturlungu-námskeiðinu sívinsæla. „Þar sem vorið er á næsta leiti verður síðan mikið um ferða- tengd námskeið fyrir fólk sem ætlar að ferðast innanlands sem utan en líka fyrir hina sem vilja ferðast um í huganum. Jón Björnsson hefur haft umsjón með nokkrum slíkum námskeiðum undandarin ár og að þessu sinni fjallar hann um Istan- bul og Tyrkland en auk þess verður boðið upp á námskeið um Vestfirði og Vatnajökul svo dæmi séu tekin.“ Thelma segir breiðan aldur stunda nám hjá Endurmenntun og að fólk með alls kyns markmið geti fundið sinn farveg. - ve Bjóða eitthvað fyrir alla Á síðasta ári sóttu um 7.600 nemendur 570 námskeið og viðburði í Opna háskólan- um. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Námskeið í flokknum menning, sjálfsrækt og tungumál hafa verið sérstaklega vinsæl hjá Endurmenntun Háskóla Íslands að undanförnu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Símenntun Háskólans á Akureyri býður fjölbreytt úrval námskeiða á vormisseri í samstarfi við ýmsar stofnanir og sérfræðinga. Meðal nýjunga nú er námskeið og ráðstefna um kynbundið ofbeldi, vanrækslu og illa meðferð. Við- fangsefni námskeiðsins er að fjalla um kynbundið ofbeldi, vanrækslu og illa meðferð; einkenni, afleið- ingar, forvarnir og meðferð svo og dóma í kynferðis- brotamálum. Þá verður einnig vikið að helstu þáttum varðandi vanrækslu, vændi, klám og meðferð fyrir þolendur og gerendur ofbeldis. Á döfinni er einnig námskeið í hugarkortagerð sem er tækni til að skrá þekkingu á myndrænan og rök- legan hátt. Hugarkort geta verið af ýmsum toga og haft mismunandi markmið, þau geta verið leið til að greina og meta viðfangsefni, til dæmis nýst kennur- um við gerð kennsluáætlana, eflt og dýpkað skilning á náms- og kennsluefni, leið til að greina og meta ákveð- in viðfangsefni, til þess að þróa hugmyndir, skapa nýja þekkingu og víkka sjóndeildarhringinn. Lesnar verða nokkrar jólabækur síðasta árs og brotnar til mergjar í almennum umræðum. Leitast verður við að hafa úrvalið fjölbreytt og lesa íslensk- ar skáldsögur af ýmsu tagi, ljóð, barnabækur, fræði- bækur og þýddar bækur. Nánari upplýsingar má nálgast á www.unak.is. Hugarkortagerð og kynbundið ofbeldi Mörg áhugaverð námskeið eru í boði hjá símennt- un Háskólans á Akureyri. M YN D /Ú R EIN KA SA FN I SOVÍ NUDDNÁM Yfirburðir Fréttablaðsins staðfestir! Fréttablaðið er með 143% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað, höfuðborgar svæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í ágúst 2009 – október 2009. Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað landsins með glæsilegt forskot á samkeppnisaðila sinn eins og síðasta könnun Capacent Gallup ótvírætt sýnir. Við erum auðvitað rífandi stolt af þessum góða árangri og bendum auglýsendum á að notfæra sér forskot okkar þegar þeir velja auglýsingamiðil. MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 71,4% 29,3%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.