Fréttablaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 2010 5skólar og námskeið ● fréttablaðið ● Ákveðið var að gefa fólki kost á því að hefja nám á vorönn eftir hrun. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Háskólinn á Bifröst tók í fyrsta skipti á móti nýnemum um ára- mót í fyrra og heldur uppteknum hætti í ár en þar hefja yfir 100 ný- nemar nám á vorönn. „Við ákváð- um að gefa fólki kost á því að hefja nám á vorönn eftir hrunið. Viðtök- urnar voru góðar og ákváðum við því að gera slíkt hið sama í ár,“ segir Ingibjörg Guðmundsdótt- ir, kennslustjóri Háskólans á Bif- röst. Hátt í 400 nemendur stunda staðnám við Háskólann á Bifröst en nemendafjöldinn í heild er í kringum 1.200. Ingibjörg segir mesta fjölgun í viðskiptafræði og markaðssamskiptanámi í fjar- námi. „Sem betur fer er ekki allur botn dottinn úr slíku námi enda er mikið um nýjar áherslur eins og viðskiptasiðfræði og annað í þeim dúr. Í staðnáminu hefur lagadeild- in verið vinsælust að undanförnu en síðan er töluverð aðsókn í meist- aranámið sem er blanda af stað- og fjarnámi. Á haustönn byrjar síðan nýtt nám í alþjóðafræðum.“ - ve Taka við 100 nýnemum á vorönn Fyrir upprennandi lagahöfunda býður Tónvinnsluskólinn upp á upptöku- og útsetninganámskeið þar sem farið verður í gegnum hvernig vinna á í tónlistarforritun- um Pro-Tools 101 og Pro-Tools 110 auk þess sem forritin Melodine og Reason verða kynnt þátttakendum. Allir sem sitja námskeiðið fá að taka upp frum- samið lag í hljóð- veri með hljóð- færaleikurum og farið verður í hvern- ig beita skuli sér við hljóðnema og annað tengt upptökum. Nám- skeiðið stendur í fjóra mánuði en kennar- ar eru þeir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Vignir Snær Vigfús- son og Markús Leifs- son. - jma Fá að spreyta sig í hljóðveri Á námskeiðinu fá þátttakend- ur meðal annars að taka upp frumsamið lag. Nýr myndlistarskóli, Myndlist- arskóli Grafarvogs í Engjaskóla við Vallengi 4 tók til starfa haust- ið 2009. Stofnandi hans, Ingibjörg Hannesdóttir myndlistarkennari, segist hafa ákveðið að láta á reyna að hefja starfsemi í Grafarvogi vegna ítrekaðra fyrirspurna. „Undanfarin ár hef ég fund- ið fyrir miklum áhuga hjá fólki fyrir námskeiðahaldi. Ég ákvað að bregðast við þessu og sjá hvort svona starfsemi geti gengið hér í þessu stóra hverfi og hef fengið mjög jákvæð viðbrögð, bæði frá fullorðnum og börnum og einnig kennurum sem eru tilbúnir til að koma inn í þetta með mér,“ segir Ingibjörg og bætir við að miklir möguleikar séu fólgnir í starfinu. Skólinn fór af stað með sex vikna barnanámskeiði síðastliðið haust sem heppnaðist vel að sögn Ingibjargar. Á vorönn verður boðið upp á átta og níu vikna námskeið fyrir fullorðna, þar sem unnið er með fjölbreytileg verkefni og mis- munandi aðferðir í myndsköpun. Nánari upplýsingar veittar í síma síma 698 1998 og með því að senda póst á myndlistarskoligraf- arvogs@gmail.com. Upprennandi myndlistarmenn Myndlistarskóli Grafarvogs fór af stað síðastliðið haust með námskeið fyrir börn. MYND/ÚR EINKASAFNI Iðnaðurinn árið 2012 óskar eftir vel menntuðu fólki til starfa. Á næstu árum verða vaxtarsprotar íslensks atvinnulífs í áliðnaði, byggingariðnaði, listiðnaði, líftækni, matvælaiðnaði, málm- og véltækni, prentiðnaði og upplýsingatækni. Nám í verkmenntaskólum, háskólum og öðrum menntastofnunum er skynsamleg leið til að búa sig undir fjölbreytt tækifæri. Mótum eigin framtíð – Núna er rétti tíminn! Samtök iðnaðarins – www.si.is Byggingariðnaður Áliðnaður Líftækni Prentiðnaður Matvælaiðnaður Listiðnaður Véltækni Málmtækni Upplýsingatækni 2012 tækifæri H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 -0 0 6 6 bhs.is bifrost.is fa.is fb.is fg.is fiv.is fnv.is frae.is fsh.is fss.is fsu.is fva.is hi.is hr.is idan.is idnskolinn.is klak.is misa.is mk.is simey.is tskoli.is unak.is va.is vma.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.