Fréttablaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 2
2 12. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR Stefán, er þessi klukka tíma- laus snilld? „Já, fyrir minningarnar er hún það.“ Hárgreiðslumaðurinn Stefán Rósar Esjarsson heldur mjög mikið upp á gamla klukku sem afi hans gaf honum á sínum tíma. Klukkan hefur hins vegar ekki gengið lengi. Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Gellur og kinnar nýjar og saltaðar Hrogn, lifur og kútmagi Súr Hvalur OPNUM KL 8.00 DÓMSMÁL Meint fórnarlamb sak- borninganna í mansalsmálinu á Suðurnesjum hefur verið í 24 tíma gæslu og notið hámarksverndar hér á landi. Stúlkan, sem er litháísk, tæplega tvítug, er talin í stórhættu af hálfu sakborninga, eða manna sem þeir þekkja hér. Þetta kom fram í Héraðsdómi Reykjaness í gær, þar sem þingfest var mál á hendur sex karlmönnum, fimm Litháum og Íslendingi. Ríkis- saksóknari hefur ákært menn- ina fyrir mansal. Með hagsmuni fórnar lambsins í huga úrskurð- aði dómari, að framkominni kröfu réttar gæslumanns litháísku stúlk- unnar, að þinghald skyldi vera lokað. Verjendur sakborninganna mótmæltu þessum úrskurði dóm- ara. Þá úrskurðaði dómari að sak- borningar skuli víkja úr dómsal meðan stúlkan ber vitni. Íslendingurinn mætti ekki við þingfestingu málsins, en Litháarn- ir neituðu allir sök. Í ákæru ríkissaksóknara segir að stúlkan hafi verið beitt ólög- mætri nauðung, frelsissviptingu og ótilhlýðilegri meðferð áður en og þegar hún var send til Íslands 9. október. Sama hafi gilt um hana í meðförum sexmenninganna hér á landi, sem tekið hafi við henni, flutt hana og hýst í því skyni að not- færa sér hana kynferðislega. Fyrir komuna hingað hafi hún verið svipt frelsi sínu í Litháen og neydd til að stunda vændi þar í landi. Áður en hún var send af stað til Íslands hafi hár hennar verið klippt og litað og tekin af henni ljósmynd sem sett var í fölsuð skilríki. Einn Litháanna fimm, sem ákærðir hafa verið fyrir mansal, hefur einnig verið ákærður fyrir líkamsárásir, fjárkúgun og hylm- ingu. Manninum er gefið að sök sér- staklega hættuleg líkamsárás, þar sem hann stakk annan mann í lærið með hnífi, þannig að af hlaust um fjögurra sentimetra langt sár. Atvikið átti sér stað í september 2009. Þá er maðurinn ákærður fyrir aðra líkamsárás. Laugardaginn 29. nóvember 2008, fór hann í félagi við annan á heimili manns, veittist að honum með ofbeldi og sló hann margsinnis hnefahöggum og spark- aði í höfuð hans og líkama. Maður- inn hlaut áverka í andliti og á lík- ama, auk blóðmigu. Í þriðja lagi er maðurinn ákærð- ur fyrir fjárkúgun. Hann tók bíl af manni með ofbeldi og hótunum og ók honum í heimildarleysi í nokkr- ar vikur. jss@frettabladid.is Gæta fórnarlambsins bæði á nóttu og degi Fimm sakborningar í mansalsmálinu svokallaða á Suðurnesjum neituðu allir sök fyrir dómi í gær. Meint fórnarlamb þeirra, nítján ára litháísk stúlka, nýtur hámarksverndar hér. Dómari úrskurðaði að þinghald skyldi vera lokað. MANSALSMENN Handjárn sakborning- anna voru fest við mittisól. UMHVERFISMÁL Talningar vetrarfugla á Snæfellsnesi sýna óvenju blómlegt fuglalíf líkt og í fyrravetur. Ástæðan er mikil síldargengd í Breiðafirði. Talningin fór fram í kringum áramótin en að þessu sinni voru fuglar taldir mun víðar á Snæfells- nesi en áður. Á talningarsvæðunum voru samtals um tuttugu þúsund fuglar af 33 tegundum. Algengasti fuglinn var æðarfugl en þar á eftir komu hvítmáfur og svartbakur. Af einstökum taln- ingarsvæðum voru flestir fuglar í Grundarfirði, 6.562 talsins. Náttúrufræðistofnun tekur við niðurstöðum taln- inganna og búast menn þar á bæ við að talið hafi verið á um 170 svæðum á Íslandi í ár. Eins og áður sagði er síldargöngum þakkað hversu mikið og fjölbreytt fuglalífið er á Snæfells- nesi. Síldargöngurnar hafa undanfarna vetur verið gríðarlegar og flotinn hefur tekið megnið af leyfi- legum síldarkvóta uppi í harða landi við Breiða- fjörð. - shá TALNINGARSVÆÐIN Á SNÆFELLSNESI Náttúrustofa Vesturlands ber hitann og þungann af talningunum sem voru umfangs- meiri en áður. MYND/NSV Talningar vetrarfugla á Snæfellsnesi sýna blómlegt fuglalíf annað árið í röð: Síldargöngur kalla til sín fugla GLAÐLEGIR SAKBORNINGAR Það var ekki að sjá að sakborningar í mansalsmálinu svokallaða kviðu því sem þeirra beið í dómsal, þegar þeir voru leiddir til þing- festingar í Héraðsdómi Reykjaness í gær. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N FÓLK Hildur Dungal, sem hefur verið í leyfi frá störfum sínum sem forstjóri Útlendingastofn- unar, hefur beðist lausnar á því starfi. „Ég baðst lausnar fyrir áramót, mér fannst bara kominn tími á að gera eitthvað nýtt eftir sjö ár hjá stofnuninni,“ segir Hildur sem hefur til- kynnt þátttöku sína í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem fram fer í febrúar. Hildur segir þátttöku í stjórn- málum ekki hafa verið það sem hún hafði í huga þegar hún hætti en eftir áskoranir og umhugs- un hafi hún ákveðið að slá til og stefnir á eitt af toppsætunum á lista sjálfstæðismanna í Kópa- vogi. Að sögn Hildar gafst ekki tími til að auglýsa forstjórastöðuna fyrir áramót og var leyfi hennar því framlengt þangað til í mars þegar staðan verður auglýst. - sbt Breyting á Útlendingastofnun: Forstjóri hættir og fer í framboð STJÓRNSÝSLA Umboðsmaður Alþingis segir enga heimild í lögum til að innheimta gjald af þeim sem þurfa að fara á nám- skeið eftir að hafa verið sviptir ökuréttindum tímabundið. Samgönguráðuneytið taldi heimilt að leyfa ökuskólum að innheimta gjald fyrir að halda námskeiðið. Sömu lögmál giltu og um almennt ökunám. Á það fellst umboðsmaður Alþingis ekki í nýju áliti. Hann beinir þeim tilmælum til ráðu- neytisins að breyta framkvæmd námskeiðanna svo ekki verði inn- heimt gjald fyrir námskeiðin án lagaheimildar. - bj Umboðsmaður Alþingis: Má ekki rukka fyrir námskeið DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- ness framlengdi í gær gæsluvarð- hald yfir rúmenskum karlmanni, sem tekinn var með rúmt hálft kíló af kókaíni við komuna til landsins 4. desember. Maðurinn skal sæta gæsluvarðhaldi til 8. febrúar. Maðurinn kom hingað til lands frá Kaupmannahöfn. Tollgæsla stöðvaði hann við hefðbundið eft- irlit. Hann var með efnin innvort- is en skilaði þeim fljótlega af sér. Maðurinn sem um ræðir er á þrí- tugsaldri. - jss Gæsluvarðhald framlengt: Kókaínmaður áfram inni EFNAHAGSMÁL Breytt lánshæfismat íslenska ríkisins í kjölfar synjun- ar forseta Íslands á lögum um rík- isábyrgð vegna Icesave gæti haft áhrif á lánsfjáraðgengi Landsvirkj- unar, og setur þar með áform um nýjar virkjanir í uppnám, segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsinga- fulltrúi Landsvirkjunar. Hann segir sterka lausafjárstöðu fyrirtækisins tryggja að hægt sé að standa við allar núverandi skuld- bindingar til ársins 2012. Lausafé Landsvirkjunar í lok árs hafi numið 415 milljónum Bandaríkjadala, sem jafngildi um 50 milljörðum króna. Ekki hefur orðið breyting á láns- hæfiseinkunn Landsvirkjunar. Engin ákvæði eru í lánasamning- um fyrirtækisins um breytingar á vöxtum þótt lánshæfiseinkunn lækki frekar, segir Þorsteinn. Breytt lánshæfismat ríkisins mun þó að líkindum gera það að verkum að erfiðara verður að fjár- magna nýjar framkvæmdir, til dæmis Búðarhálsvirkjun. Talað hefur verið um að orka frá virkjuninni verði notuð til að knýja stækkun á álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík, segir Þorsteinn. Nú sé óvíst hvort og hvenær verði farið í þá framkvæmd. Kannað verði á vormánuðum hvort fjármagn fáist, og á hvaða kjörum. Óábyrgt væri að nýta lausafé fyrirtækisins til ann- ars en að standa undir núverandi skuldbindingum. - bj Lausafjárstaða Landsvirkjunar stendur undir núverandi skuldbindingum: Óvissa með nýjar virkjanir VIRKJUN Kannað verður á vormánuðum hvort fjármagn fæst á viðunandi kjörum til að hægt sé að hefja framkvæmdir að nýju við Búðarhálsvirkjun. SJÁVARÚTVEGUR Gulldepluveið- in í upphafi árs er mun minni en í fyrra, segir Albert Sveins- son, skipstjóri á Faxa RE, skipi HB Granda. Hann segir að skip- um hafi fjölgað frá því í fyrra og svæðið, sem er lítill blettur í Grindavíkurdýpinu, sem veitt er á þoli það illa. Alls eru skipin tíu sem stunda veiðarnar. Uppsjávarskip HB Granda eru öll á gulldepluveiðum. Faxi var kominn á miðin í Grindavíkurdjúpi í gærmorgun eftir að hafa landað 490 tonnum á Akranesi. Auk Faxa er Ingunn á miðunum og Lundey NS er farin til sömu veiða. - shá Tregt á miðunum: Mun minna af gulldeplu í ár UTANRÍKISMÁL Kristín Aðalbjörg Árnadóttir sendiherra afhenti í gær Hu Jintao, forseta Kína, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Kína, fjórum dögum eftir komu sína til landsins. Að afhendingu lokinni fundaði hún með forset- anum og fleir- um. Í tilkynningu segir að sér- staklega hafi verið vikið að samstarfi ríkjanna á sviði jarðvarma og að heims- sýningunni í Sjanghæ sem haldin verður á þessu ári. Þá gerði Kristín grein fyrir stöðu efnahagsmála hér og fram- gangi efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Kínaforseti kvaðst fylgjast vel með þróun mála og vera þess full- viss að stjórnvöldum takist að ráða fram úr þeim vanda sem við væri að etja. - óká Nýr sendiherra Íslands í Kína: Kínaforseti fylg- ist með Íslandi KRISTÍN A. ÁRNADÓTTIR HILDUR DUNGAL SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.