Fréttablaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 38
BAKÞANKAR Önnu Margrétar Björnsson 18 12. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Hæ, ástin mín, ég ætlaði bara að minna þig á að Solla er að fara á fótbolta- æfingu klukkan fjögur. Ekki láta eins og asni, Elísabet, mér finnst þínar vera flottar eins og þær eru, þessar líta bara alls ekki út fyrir að vera náttúrulegar. Elsa, ég hef skráð hjá mér að þú eigir í erfið- leikum með hringtorgin. Nei, nei, ég hef fundið góða leið til að sigrast á þeim. Að keyra í öfuga átt er ekki góð leið til að sigrast á hringtorgum! Smátriði, smáatriði, smáatriði. Mig er farið að gruna að það að keyra bíl eigi ekkert sérstaklega vel við þig, með hliðsjón af þess- um 250 ökutím- um þínum. Maður gefur í þegar hraða- strípurnar birtast. Ég vona að þú sért ekki að meina gangbrautar- merkin. Alltaf svo mikið af fólki þar, það er reyndar ókostur. Mamma, hefurðu velt því fyrir þér að gera eitthvað fyrir sjálfa þig? Hvað meinarðu? Þú veist, lýtaaðgerð og eitthvað svoleiðis, til að yngja aðeins upp? Þér finnst ég líta út fyrir að vera gömul. Nei, alls ekki gömul, bara plöguð af þyngdaraflinu. Ég get ekki verið á sex stöðum í einu. Þú meinar tveimur stöðum í einu. HA! Ég held að maður segi tveimur stöð- um í einu. Heyrðu, ég er mamma og það að vera á tveimur stöð- um í einu er frídagur hjá mér. Fréttir af skotárás á rútu landsliðs Tógóbúa á föstudag sem varð þrem- ur að bana voru hörmulegar. Ég hafði nú ekki hugsað mér að fylgjast með Afríku- bikarnum þar sem fótboltaáhugi minn er minni en enginn en árásin vakti sér- staka athygli mína vegna þeirrar ástæðu að ég sótti Tógó heim fyrir tveimur árum. Fótbolti er Tógómönnum sérstak- lega hugleikinn og ég minnist þess með hlýju í hjarta hversu alsæl og kát berfætt börn spörkuðu í bolta á heitri rauðleitri jörð. ÞESSI börn voru á heimili sem Íslendingar hafa byggt handa þeim í Lomé, í SPES-þorp- inu sem prófessor Njörður P. Njarðvík setti á fót í þessu sárfátæka landi. Þörfin fyrir slík heimili í Tógó, eins og í fjölmörgum Afr- íkulöndum, er mikil þar sem veikir foreldrar deyja iðulega frá ungum börn- um sínum eða sjá sér ekki fært að fæða þau. Eyðni, malaría og fjöldi ann- arra sjúkdóma herja á Tógó líkt og önnur Afr- íkulönd. Oft koma börn- in sárlasin, niðurbrotin og vannærð á heimilið, sem bjargar lífi þeirra og sendir þau í skóla. ÉG ferðaðist til Tógó fyrir hrunið, og á því ári var eftirtektarvert að margir íslenskir efnamenn sóttu Afríku heim. Heimsálfan snerti væntanlega við mörg- um þeirra sem gáfu fjármuni til góð- gerðarsamtaka og meðal annars til þess að styðja við uppbyggingu SPES í Tógó. Í hinni hatursfullu umræðu um menn- ina sem settu Ísland á hausinn má alveg muna eftir því að eitthvað gott hlaust af. HVARVETNA í Afríku eru litlir strákar að sparka í bolta. Stundum er hann gerð- ur úr plastpoka og stundum úr krum- puðum pappír. En svo lengi sem það er hægt að sparka í hann þá er hægt að spila. Umræðan um Afríkubikarinn í Angólu snýst núna aðallega um það að heimsbikarkeppnin í fótbolta í Suður- Afríku þetta árið verði stórhættuleg og lituð af skæruliðaárásum. Hræðsla ríkir um framvindu Afríkubikarsins í Angólu og felmtri slegið Tógó-liðið hefur verið sent heim og fær ekki að leika. Vonandi mun þessi árás ekki eyðileggja fram- vindu fótboltaársins mikla í heimsálf- unni og vonandi verða þessar spennandi keppnir til þess að færa hjarta Afríku aðeins nær okkur. Þar sem lífið er fótbolti ST O FA 5 3 Jöfnunarstyrkur til náms - Umsóknarfrestur á vorönn 2010 er til 15. febrúar - Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá LÍN geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem verða að stunda nám fjarri heimili sínu. • Dvalarstyrkur (fyrir þá sem verða að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms). • Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili og fjölskyldu fjarri skóla). Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef LÍN (www.lin.is). Umsóknarfrestur vegna vorannar 2010 er til 15. febrúar nk. Lánasjóður íslenskra námsmanna Námsstyrkjanefnd Langar þig að syngja Messías? Selkórinn auglýsir eftir karla- og sópranröddum. Kórinn hefur aðsetur á Seltjarnarnesi og æfir á miðvikudögum og annan hvern laugardag. Næsta verkefni kórsins er Messías eftir Händel. Áhugasamir hafi samband við Jón Karl Einarsson, kórstjóra, í síma 696 6616 eða með tölvupósti jonkarl@cantus.is. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.