Fréttablaðið - 19.01.2010, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 19.01.2010, Blaðsíða 7
Reykvíkingar! Auglýsing Á borgarstjórnarfundi sem útvarpað verður kl. 14 í dag fl ytur Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans tillögu um vantraust á borgarstjóra, á fm 98,3 og reykjavik.is Undirrót allra lasta, ágirndin kölluð er. Frómleika frá sér kasta, fjárplógsmenn ágjarnir, sem freklega elska féð, auði með okri safna, andlegri blessun hafna, en setja sál í veð. Þessi orð í 8. versi 16. Passíusálms séra Hallgríms Péturssonar eiga einkar vel við, þegar gætt er að gildismati og athöfnum þess borgarstjóra og þeirra stjórnmála- fl okka sem nú stjórna Reykjavíkurborg í umboði minnihluta kjósenda. Sú græðgi, efnishyggja og óheiðarleiki sem lýst er í sálminum er helsta undirrót þess efnahagshruns sem reið yfi r þjóðina haustið 2008. Langörlagaríkasta ákvörðunin að baki þessu hruni er sú ákvörðun, sem tekin var í Valhöll við Háaleitis braut, að færa einkavinum Sjálfstæðisfl okksins Landsbanka þjóðarinn ar nánast að gjöf. Þegar sú ákvörðun var tekin var Kjartan Gunnarsson framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisfl okks ins og jafnframt stjórnarformaður Landsbankans!! Aðstoðarframkvæmdastjóri fl okksins þá og nánasti pólitíski bandamaður Kjartans Gunnarssonar, Hanna Birna Kristjánsdóttir, var þannig mjög nálægt vettvangi við þessa siðspilltustu ákvörðum íslenskrar stjórnmálasögu. Og hún hefur svo sannar- lega notið góðs af! Fyrir prófkjör Sjálfstæðisfl okksins vegna borgarstjórnarkosninganna árið 2006 þáði Hanna Birna Kristjánsdóttir há fjárframlög frá Landsbankanum, sem hún hefur ekki viljað greina frá, þrátt fyrir ítrekaðar kröfur Ólafs F. Magnússonar þar um, bæði í borgarráði og í borgarstjórn. Það var ekki fyrr en DV greindi frá framlögunum í lok nóvembermánaðar árið 2009, að þau urðu almenningi kunn. Öllum má ljóst vera að þessi framlög réðu því að Hanna Birna krafðist þess sumarið 2008, vegna hagsmuna Landsbankans, að fallið yrði frá þeirri verndun Laugavegarins, sem var hornsteinn í málefnasamningi F-lista og Sjálfstæðisfl okks, sem hún hafði undirritað í janúarmánuði árið 2008. Þetta heitir að setja sál sína í veð og er gróft brot á sveitar stjórnarlögum, um að kjörnir fulltrúar megi ekki víkja frá sannfæringu sinni og hvað þá ganga erinda hagsmunaaðila eða sjálfra sín við ákvarðanir sínar. Árið 2004 hröktu Hanna Birna og borgarstjórnarfl okkur Sjálfstæðisfl okksins, mætan borgarstjóra, Þórólf Árnason, úr embætti borgarstjóra, vegna atburða, sem áttu sér stað á síðustu öld og á öðrum vettvangi. Þær ávirðingar sem auk framanskráðs verða bornar fram á störf Hönnu Birnu í borgarstjórn Reykjavíkur hljóta að leiða til afsagnar hennar. Borgarmálafélag F-lista.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.