Fréttablaðið - 19.01.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 19.01.2010, Blaðsíða 22
 19. JANÚAR 2010 ÞRIÐJUDAGUR6 ● fréttablaðið ● þorrinn Flatkökur 4 bollar hveiti 4 bollar haframjöl 1 bolli rúgmjöl 1 tsk. salt 1 msk. sykur ½ tsk. matarsódi 1 ketill af sjóðandi vatni Vatnið er soðið og hellt yfir þurrefnin. Deigið er hnoðað á meðan það er heitt og er því ágætt að nota hreina gúmmíhanska. Deigið er hnoðað og flatt út í þunnar kökur. Pönnuköku- pannan er hituð og kökurnar bak- aðar við góðan hita þar til komnir eru svartir flekkir neðan á þær. Þá er þeim snúið við og bakaðar á hinni hliðinni. Gott er að setja þær heitar í plastpoka eða vefja í rakt viskastykki, til að koma í veg fyrir að þær harðni. Flatkökur geymast ágætlega í frysti. Flatkökur eru oft bornar fram með þorramatnum. Hér er einföld uppskrift að flatkökum sem eru bakaðar á pönnukökupönnu. Íslenskt bakkelsi Flatkökur er tilvalið að bera fram með þorramatnum en þær er einfalt að gera. UPPSKRIFT Þorramaturinn íslenski á sér hliðstæðu víða um heim. Flestir kannast við skerpukjötið, hvalspikið og ræstkjöt í Færeyjum en súr, þurrkaður og annar furðulegur matur er borðaður víða um heim og er yfirleitt hluti af þjóðararfi viðkomandi landa. Réttirnir eiga það flestir sameiginlegt að smakkast illa í fyrstu. - sg Heimild: weird-food.com og wikipedia.org. Furðulegt góðgæti Kim Chee er sýrt kál upprunnið frá Kóreu. Kálið er látið standa í bala fullum af vatni, salti og rauðum pipar. Venjulega er það látið standa í nokkrar vikur áður en það er borið fram en einnig er það stundum geymt mánuðum saman í leirpottum sem grafnir eru í jörðu. Við sýringuna myndast bragð sem minnir á edik. Steiktir grænir tómatar urðu frægir í mynd og bók með sama heiti. Þessir óþroskuðu ávextir þykja ljúfmeti víða í suðurhluta Bandaríkjanna. Surströmming kallast sænskur réttur sem samanstendur af súrri síld í dós. Síldin er látin súrna í tunnum í einn til tvo mánuði. Síðan er hún sett í dósir. Dósirnar blása oft út en yfirleitt er slík síld borðuð utandyra þar sem lyktin sem gýs upp þegar dósin er opnuð er yfirþyrmandi. Fugu er allsérstæður japanskur réttur. Ígulfiskurinn inniheldur eitur sem getur banað manni. Aðeins sérþjálfaðir kokkar mega matreiða fiskinn sem sagt er að smakkist guðdómlega enda kostar hann sitt. Talið er að þessi eitraði fiskur bani um 300 manns á ári í Japan. Skerpukjöt er vindþurrkað kjöt sem borðað er í Færeyjum. Flestir heima- menn verka sitt kjöt sjálfir. Ferðamenn eru flestir látnir smakka kjötið sem er þó alls ekki allra. Annar þjóðarréttur Færeyinga er ræstkjöt en það er sigið lambakjöt. Petai-baunir lykta eftir því sem næst verður komist eins og metangas. Fæstum þykja baun- irnar góðar við fyrsta smakk en þær eru vinsælar í Laos, suðurhluta Taílands, Búrma, Malasíu, Indónesíu og víðar. Fufu er vinsælt víða í Afríku. Réttur- inn er búinn til úr stöppuðum sætuhnúðum og borðaður í litlum slímugum boltum án þess að tyggja, venjulega með kryddaðri jarðhnetu- sósu. Xinchin er sýrð fiskisósa sem búin er til úr sítr- ónusafa og chili- pipar. Sumir líkja bragðinu við skemmt tún- fisksalat. Þessi sósa er nokkuð notuð í sumum hlutum Mexíkó. P‘tcha er klassískur réttur meðal gyðinga í Austur- Evrópu. Hann er unninn úr kálfafótum og verður nokkurs konar hlaup. Stundum eru einnig notaðir kjúklinga- fætur eða -bein. Rétturinn er stundum kallaður galla eða gallaretta, fisnogen eða cholodyetz. Kannski má helst líkja þessum rétti við sviðasultu Íslendinga. Marga klukkutíma tekur að útbúa réttinn. Tempeh er réttur sem upprunninn er í Indónesíu. Tempeh lítur út eins og þykk kexkaka en er búið til úr sýrðum og mygluðum sojabaunum sem pressaðar eru í harða kubba. Tempeh er sérstak- lega vinsælt á eyjunni Java. Blótaðu eins og fagmaður Þorrablótssiðir að fornu og nýju í skemmtilegri bók eftir Árna Björnsson þjóðháttafræðing. Bókinni fylgir viðamikill bálkur þorrakvæða með nótnaskrift. Allar stærðir í boði. Getum einnig smíðað eftir þínum hugmyndum. Uppl. S: 660-1050 – 660-1055 Sérsmíðum þorrabakka

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.