Fréttablaðið - 19.01.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.01.2010, Blaðsíða 10
10 19. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR BANDARÍKIN, AP Demókratar á Bandaríkjaþingi reyna nú að bjarga heilbrigðisfrumvarpi sínu, sem fengi varla endanlegt samþykki á þingi ef repúblikani sigrar í aukakosningum í dag um þingsæti Edwards Kenne- dy í öldungadeildinni. Bæði fulltrúadeild og öldunga- deild þingsins samþykktu frum- varpið fyrir jól, en ekki í samhljóða útgáfu. Síðan hefur staðið yfir vinna við að samræma útgáfurnar þannig að báðar deildir geti samþykkt. Repúblikaninn Scott Brown gerir sér góðar vonir um sigur í kosningunum í dag. Fari svo hafa repúblikanar 41 þingmann af 100, sem nægir þeim til að stöðva afgreiðslu frumvarpsins úr deild- inni með málþófi. Demókratar eiga þá varla ann- ars úrkosta en að láta fulltrúa- deildina samþykkja frumvarp- ið eins og öldungadeildin gekk frá því fyrir jól. Margir demókratar í fulltrúadeild eru hins vegar ósáttir við ýmis ákvæði í útgáfu öldungadeildarinnar. Áhrifamenn innan Demókrata- flokksins, ekki síst Edward Kenn- edy sem lést síðasta sumar, hafa áratugum saman reynt að fá þing- ið til að samþykkja heilbrigðis- frumvarp sem tryggði öllum, eða nánast öllum, Bandaríkjamönnum sjúkratryggingar. - gb Kosið um þingsæti Kennedys í öldungadeildinni: Heilbrigðisfrum- varpið í voða SCOTT BROWN Frambjóð- andi repúblikana gerir sér góðar vonir um að hreppa sæti Kennedys. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Í GEGNUM ELD Knapi reið á hesti sínum í gegnum eld í bænum San Bartolome de Pinares á Spáni þegar haldið var upp á dag heilags Antoníus- ar, verndardýrlings dýra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SKIPULAGSMÁL „Til þess að mæta kröfum tímans um aukið þjón- usturými er óskað eftir aukningu byggingarmagns,“ segir í umsókn Domus Medica sem vill fá heimild til að byggja 2.200 fermetra þjón- ustubyggingu og 3.000 fermetra bílageymslu við læknamiðstöðina á Egilsgötu. Bæði eigandi Heilsuverndar- stöðvarinnar gömlu og íbúar á Egilsgötu mótmæla þessum áform- um. Í dag eru 117 bílastæði við Domus en þau verða aðeins 114 eftir breytinguna, þar af 88 í nýju bílastæðahúsi. Þorsteinn Steingrímsson segir fyrir hönd Heilsuverndarstöðvar- innar á Barónsstíg að stæðin við Domus þyrftu að vera 400 til 425 nú þegar. Þetta kemur fram í bréfi Þorsteins til skipulagsyfirvalda. Hann segir borgina geta bakað sér skaðabótaskyldu og áskilur sér rétt til að gera slíka kröfu. „Það er ósk okkar að borgar- yfirvöld kalli alla eignaraðila á þessu svæði á fund og freisti þess að koma góðum lausnum áleið- is en ekki pukra í sínu horni og eyðileggja fyrir nágrönnum og borgarbúum öllum,“ skrifar Þor- steinn og bendir á að lausn geti falist í sameiginlegu bílastæða- húsi á lóðum Heilsuverndar- stöðvarinnar, Domus Medica og Droplaugarstaða. Teikning af því húsi hafi þegar legið mánuðum saman hjá skipulagsyfirvöldum. Í bréfi nokkurra íbúa við Egilsgötu segir að byggðin þar hafi í áratugi verið kaffærð með stórbyggingum. „Ekki er boðlegt að borgaryfirvöld þvingi okkur enn frekar með stækk- un Domus,“ skrifa íbúarnir. Aðrir íbúar við Egilsgötu lýsa yfir áhyggjum af sprengingum á bygg- ingartímanum og áskilja sér rétt til skaðabóta verði hús þeirra fyrir skemmdum. Enn aðrir íbúar segja í sínu bréfi að þeir geti ekki hugsað þá hugsun til enda að bæta eigi 2.200 fermetra þjónusturými við Domus án þess að fjölga bílastæðum. „Við höfum öll liðið fyrir „þunga“ starfsemi Domus Medica á umliðnum árum og gríðarlegan bílastæðaskort,“ skrifa íbúarnir. Hverfisráð Miðborgar fagnar hins vegar að fækka eigi bílastæðum við Egilsgötu og gera önnur neðanjarð- ar. Einnig því að aðalinngangur eigi að vera frá Snorrabraut í stað Egils- götu. Hverfisráðið gerir þó athuga- semd við að útlit nýbyggingarinn- ar virðist ekki eiga að taka mið af húsinu sem fyrir er. Tillaga Domus Medica er nú til skoðunar hjá formanni skipulagsráðs Reykjavíkur. Ekki mun vera ætlun- in að ráðast í þessar framkvæmdir í núverandi efnahagsástandi. gar@frettabladid.is DOMUS MEDICA Eigendur hússins segja þörf á að bæta þjónustuna með auknu rými en nágrannarnir óttast bílastæðaöngþveiti þar sem ekki sé gert ráð fyrir fjölgun bílastæða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Mótmæla að Domus stækki án þess að bílastæðum fjölgi Stækka á Domus Medica með viðbyggingum og bílageymslu. Íbúar á Egilsgötu segjast hafa liðið nóg þótt ekki bætist við umferðarþunga. Eigandi Heilsuverndarstöðvarinnar varar við miklum bílastæðavanda. DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur vísað frá dómi kæru fréttastjóra Stöðv- ar 2, Óskars Hrafns Þorvaldsson- ar, sem fór fram á það að fallið yrði frá þeirri ákvörðun að þing- hald í svokölluðu mansalsmáli sem upp kom á Suðurnesjum í haust yrði lokað. Segir í dómnum að skilyrði fyrir því að hægt sé að kæra úrskurð héraðsdóms sé að sá sem kærir hafi í héraði átt aðild að málinu. Óskars sé hins vegar hvergi getið í gögnum um málið, hann hafi ekki freistað þess að gera grein fyrir því hvernig hann tengist því sakarefninu sem úrskurðað var um og því er mál- inu vísað frá. - sh Mansalsmálið verður lokað: Fréttastjóri ekki aðili að málinu LÖGREGLUMÁL Maður var handtek- inn eftir innbrot í veitingahúsið Kaffi Krús á Selfossi aðfaranótt sunnudagsins. Lögreglumenn fengu tilkynn- ingu um að þjófavarnakerfi hefði farið í gang á veitingastaðnum og fóru þeir strax á staðinn. Þegar að var komið sást maður á hlaup- um frá staðnum. Ekki dugði honum forskotið og náðist hann fljótlega. Hann var handtekinn og færður í fangageymslu. Við yfirheyrslur á Selfossi viðurkenndi maðurinn aðild að mörgum innbrotum á Selfossi, Hvolsvelli og víðar, þjófnaði á dísilolíu, sölu og dreifingu fíkni- efna, framleiðslu og sölu á landa og tvær líkamsárásir. Þessi sami maður var handtek- inn fyrir skömmu vegna innbrots í fyrirtæki á Selfossi. Vegna síbrota mannsins gerði lögreglustjórinn á Selfossi kröfu um að hann yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald í fjórar vikur. Dómari varð við því. Tíminn verður vel nýttur til að ljúka rannsókn, að sögn lögreglu, og er áætlað að ákærur liggi fyrir í þessari viku. Þar sem maðurinn er af erlendu bergi brotinn mun verða farið fram á að Útlendinga- stofa vísi honum úr landi. - jss SELFOSSI Lögreglustjórinn á Selfossi vill síbrotamann burt af landinu. Lögreglan hljóp innbrotsþjóf uppi á Selfossi: Vill brottvísun síbrotamanns Stal þremur vodkapelum Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir að stela þremur vodkapelum. Pelunum þrem stal hann í jafnmörgum heimsóknum í vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu. DÓMSTÓLAR Árni Björn í framboð Árni Björn Ómarsson verkefnisstjóri hefur tilkynnt um framboð sitt í 1. til 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í prófkjöri sem haldið verður 30. janúar næstkomandi. PRÓFKJÖR CHILE, AP Sebastian Pinera, hægri- sinnaður auðkýfingur, vann sigur í forsetakosningum í Chile á föstudag. Hann fékk 52 prósent atkvæða en fráfarandi forseti, Eduardo Frei, hlaut 48 prósent og lætur því af völdum. Pinera hvatti Chilebúa til að taka nú höndum saman til að bæta landið. Hann sagðist ætla að gera Chile að „besta landi í heimi“. Í kosninga- baráttunni hafði hann gagnrýnt vinstrimenn sem komist hafa til valda í Suður- og Mið-Ameríku, sagði meðal annars að ekkert lýð- ræði væri í Venesúela þar sem Hugo Chavez er við völd. - gb Forsetakosningar í Chile: Auðjöfur vann nauman sigur BREYTING Á ÁÆTLUN HERJÓLFS Básaskersbryggju | 900 Vestmannaeyjar | Sími 481 2800 | Fax 481 2991 | www.eimskip.is | www.herjolfur.is Að ósk Vegagerðarinnar verður áður auglýstri áætlun um fækkun ferða á tímabilinu janúar til apríl 2010 breytt. Auglýst var brottför kl. 08.15 frá Vestmannaeyjum og kl. 12.00 frá Þorlákshöfn á laugardögum. Eftir breytingu verður farið frá Vestmannaeyjum kl. 14.00 og frá Þorlákshöfn kl. 18.00. Áætlun á miðvikudögum er óbreytt. Breyting þessi tekur gildi laugardaginn 23. janúar. Nánari upplýsingar um áætlunarferðir Herjólfs eru á vefnum, herjolfur.is.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.