Fréttablaðið - 19.01.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.01.2010, Blaðsíða 8
8 19. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1 Hvaða þingmaður á eftir að skila fjárhagsupplýsingum til Ríkisendurskoðunar? 2 Hvað heitir nýtt tæki sem á að geta bylt fuglarannsóknum? 3 Hversu margir björgunar- starfsmenn hafa leitað í rústun- um á Haítí síðustu daga? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 26 SAMFÉLAG Stýrihópur sóknaráætl- unar 20/20, á vegum ríkisstjórnar- innar, ætlar að halda átta þjóðfundi víða um landið fram að vori. Mark- miðið er að „ná fram samstöðu um lykilákvarðanir og framtíðarsýn fyrir atvinnulíf og samfélag“, eins og segir í tilkynningu. Þetta skili þjóðinni til móts við bjartari, betri tíma. Átta fundi, með líku sniði og þjóðfundurinn, sem haldinn var í Laugardalshöll, skal halda í öllum landshlutum á laugardögum milli 30. janúar og 20. mars. Heimamenn verða kallaðir til, eftir úrtaki úr þjóðskrá, og hitta sérfræðinga og fulltrúa hagsmuna- samtaka. Gert er ráð fyrir að tveir til þrír ráðherrar verði að jafnaði á hverjum fundi, ásamt fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna. - kóþ Sóknaráætlunin 20/20 á að ná til allra landsmanna á fundum víða um land: Þjóðfundir um sóknarfæri Í NORRÆNA HÚSINU Margir ráðherrar sátu fyrir svörum á blaðamannafundi sóknaráætlunar- innar í Norræna húsinu í gær. Hér talar Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þjóðfundir sóknaráætlun- ar verða eftirfarandi: 30. janúar á Egilsstöðum 6. febrúar á Ísafirði 13. febrúar á Sauðárkróki 20. febrúar í Borgarnesi 13. mars í Reykjanesbæ 20. mars í Reykjavík Að auki boðar forsætis- ráðherra til funda í tengsl- um við sóknaráætlunina á Selfossi, 21. janúar, og á Grand Hótel í Reykjavík, 28. janúar. Nánari upplýsingar má fá á www.island.is FUNDIRNIR: REYKJAVÍK Borgarstjóri gat þess ekki að hún hefði farið í nokkurra daga ferð á Feneyjatvíæringinn um arkitektúr og skipulag í september 2008, þegar hún svaraði fyrirspurn Ólafs F. Magnússonar borgarfull- trúa um ferðalög sín í borgarráði, 5. janúar síðastliðinn. Samkvæmt fundargerð borg- arráðs, hinn 12. nóvember, spurði Ólafur F. um „kostnað vegna ótil- tekins fjölda ferða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í borgarstjóratíð henn- ar“. Áfram hélt Ólaf- ur: „Í öðru lagi er spurt í hversu margar ferðir Hanna Birna Kristjáns- dóttir hefur farið.“ Hanna Birna svaraði með því að hún hefði farið í sex ferðir á tímabilinu 26. nóvember 2008 til 28. nóvember 2009. Heildarkostnaður þeirra nam einni milljón og 797.376 krónum. Feneyja- ferðin er ekki talin með. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu borgarstjóra nam kostnaður Hönnu Birnu við Feneyja- ferðina 338.107 krónum. Ekki náðist í borgarstjóra en aðstoðarmaður henn- ar, Magnús Þór Gylfa- son, segir ástæðu þess að ferðin hafi ekki verið talin með vera þá að Hanna Birna hafi farið í hana sem fyrrverandi formaður skipulags- ráðs. Skrifstofa borgarstjóra hafi því ekki undirbúið ferðina, heldur var hún „skipulögð af skipulags- sviði Reykjavíkurborgar“. Aðspurður segir hann Hönnu Birnu ekki hafa farið í fleiri ferð- ir á vegum borgarinnar, skipu- lagðar utan skrifstofu borgar- stjóra. Magnús Þór tekur fram að áður hafi verið fjallað um ferðina og kostnað við hana í borgarráði og hún sé því öllum borgarfulltrúum kunn. Fyrirspurn Ólafs F. um hana verði að sjálfsögðu svarað og kostn- aði vegna hennar bætt við svar borgarstjóra, þannig að um málið verði enginn misskilningur. Ólafur F. hyggst flytja van- trauststillögu á borgarstjóra á borgarstjórnarfundi í dag, um „öll þessi atriði og leynimakk borgar- stjórans“. klemens@frettabladid.is Sagði ekki frá ferð sinni til Feneyja Borgarstjóri gat ekki ferðar til Feneyja þegar hún svaraði fyrirspurn um ferða- lög sín í borgarráði. Aðstoðarmaður hennar segir hana hafa farið í ferðina sem fyrrverandi formaður skipulagsráðs. Spurt var um ferðir Hönnu Birnu sjálfrar. ■ 26. til 28. nóvember 2008: Aðal- fundur Eurocities í Haag. ■ 12. til 14. janúar 2009: Norræna höfuðborgaráðstefnan. Ekki er tekið fram í svari borgarstjóra hvar ráðstefnan var haldin. ■ 22. til 23. apríl 2009: Allsherjar- þing Evrópusamtaka sveitarfélaga og héraða í Malmö. ■ 26. apríl til 1. maí 2009: Borg- arstjóraráðstefna í Chicago, Bandaríkjunum. ■ 9. til 13. ágúst 2009. Ferð til Ósló og Helsinki til að kynnast hvernig borgaryfirvöld þar brugðust við kreppum. ■ 25. til 28. nóvember 2009: Árs- fundur Eurocities í Stokkhólmi. FERÐIRNAR HANNA BIRNA KRISTJ- ÁNSDÓTTIR Með Hönnu Birnu í ferð voru einnig Óskar Bergsson, Svandís Svavarsdóttir og Ólöf Örvarsdóttir skipu- lagsstjóri. ÓLAFUR F. MAGNÚSSON Borgarfulltrúinn er duglegur að spyrja borgarstjóra. Hann hefur einnig spurt um fjarvistardaga hennar, hversu margir hafi verið felldir niður, tíðni aukafunda, um móttöku verðlauna og fleira. FRAMKVÆMDIR Bandaríski fjárfest- ingarsjóðurinn Welcome Trust var kynntur sem nýr kjölfestu- hluthafi í Verne Holding á fundi iðnaðarnefndar Alþingis í gær- morgun. Verne Holding vinnur sem kunnugt er að uppbyggingu gagnavers á Suðurnesjum. Að sögn Skúla Helgasonar, for- manns iðnaðarnefndar, mun inn- koma sjóðsins þynna verulega út eignarhlut Björgólfs Thors Björgólfssonar, en gagnrýnt hefur verið að fyrirtæki að stórum hluta í eigu eins af fyrrverandi eigend- um bankanna skuli eiga að fá skattaívilnanir. Stöðva þurfti framkvæmdir við gagnaverið í upphafi árs og segir Skúli að Welcome Trust muni nú koma með nýtt fé inn í verkefnið svo unnt verði að halda því áfram. Sjóðurinn muni líkast til borga allt sem eftir stendur. Skúli hefur sent forsvarsmönn- um Verne Holding bréf þar sem þess er óskað að nákvæm skipting eignarhluta verði gerð opinber. Segist hann telja mikilvægt að svo verði til að eyða allri tortryggni. Welcome Trust er kallaður góð- gerðasjóður og hefur einkum fjár- fest í verkefnum sem varða heil- brigðismál, til dæmis líftækni. Sjóðurinn hefur hins vegar einn- ig fjárfest í verkefnum tengdum umhverfisvernd og endurnýtan- legri orku. Af því stafi áhuginn á gagnaversframkvæmdunum. - sh Formaður iðnaðarnefndar Alþingis óskar ítarupplýsinga um eigendur Verne: Hlutur Björgólfs þynnist út SKÚLI HELGASON Formaður iðnaðar- nefndar telur mikilvægt að allt sé uppi á borðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON TÖLVUR Þýsk stjórnvöld hafa varað borgara sína við að nota Internet Explorer frá Microsoft. Þessi vafri, sem er mest notaði vafri í heimi, sé óöruggur. Þýsku yfirvöldin hvetja fólk til að nota aðra og öruggari vafra, en aðrir helstu vafrar eru Fire- fox, Safari, Chrome og Opera. Málið snýst um öryggisgloppu í Explorer-vafranum, sem geri hann sérlega viðkvæman fyrir árásum tölvuþrjóta. Danska blaðið Politiken hefur eftir talsmanni Microsoft í Þýskalandi að Þjóðverjar bregð- ist með þessu fullharkalega við vandanum. - kóþ Þýsk stjórnvöld: Vara við Micro - soft Explorer Jóhann Ólafsson & Co NÚNA! SKIPTU OSRAM SPARPER UR ALLT AÐ 80% ORKU- SPARNAÐ UR SPARAÐU með OSRAM SPARPERUM. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.