Fréttablaðið - 19.01.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 19.01.2010, Blaðsíða 38
26 19. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR Hollywood-leikarinn Michael Mad- sen talar fyrir Egil Skallagrímsson í nýrri teiknimynd sem íslenska fyrirtækið Caoz framleiðir í sam- starfi við ungverska kvikmynda- gerðarmenn. Arnar Þórisson hjá Caoz segir að aðkoma þeirra að myndinni sé að sjá um tónlistina og þá komu þeir einnig að handritsgerðinni. „Ég kynntist leikstjóra myndarinnar, Aron Gauder, á ráðstefnu fyrir nokkrum árum. Og þegar hann hafði samband við mig og vildi athuga hvort við værum spenntir fyrir samstarfi þá gátum við ekki sagt nei; það er ekki hægt að gera mynd um Egil án þess að Íslending- ar komi þar nærri,“ segir Arnar en aðstandendur myndarinnar hafa komið nokkrum sinnum til Íslands, verið á söguslóðum Egils í Borg- arfirði og lesið Egilssögu fram og til baka. Aron þessi sló eftirminni- lega í gegn með fyrstu teiknimynd- inni sinni Nyócker! fyrir sex árum og var strax ákveðinn í því að láta Egilssögu verða sitt næsta verk- efni. Arnar lýsir myndinni sem fullorðinslegri teiknimynd enda vart annað hægt; saga Egils er nokkuð blóði drifin, svo vægt sé til orða tekið. Búið er að taka upp leikrödd Madsens og Arnar segir það hafa komið sér á óvart hversu vel leik- arinn náði að túlka íslenska vík- inginn. „Hann bað mig reyndar um að fara með Höfuðlausn á íslensku fyrir sig, svona til að fá „fíling- inn“ fyrir því hvernig það hljóm- aði á íslensku,“ útskýrir Arnar en bætir við að enn eigi eftir að full- klára fjármögnun myndarinnar. Hann er þó bjartsýnn á að það eigi eftir að ganga eftir. Madsen ætti að vera kvik- myndaáhugamönnum að góðu kunnur. Hann lék Mr. Blonde í hinni stórgóðu kvikmynd Quent- ins Tarantino, Resevoir Dogs, og þá birtist hann Íslendingum í Kill Bill 2 með íslenskt brennivín upp á arminn. Madsen er þekktur fyrir að leika hálfgerða hrotta á hvíta tjaldinu en færri vita eflaust að hann er liðtækur ljósmyndari og þykir ansi lunkið ljóðskáld, hefur fengið ljóðabækur sínar útgefnar um allan heim. freyrgigja@frettabladid.is BESTI BITINN Í BÆNUM 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Matur stendur mér nærri svo þessu er auðsvarað. Besti skyndi- bitinn er á Búllunni og í Deli á Laugaveginum, en ef ég vil hafa það fínna þá koma Fishmarket og Friðrik V á Akureyri sterkir inn.“ Hannes Friðbjarnarson trommuleikari. LÁRÉTT 2. aftur, 6. persónufornafn, 8. fljót- færni, 9. gogg, 11. í röð, 12. erfiði, 14. dans, 16. skóli, 17. skjön, 18. í viðbót, 20. karlkyn, 21. snudda. LÓÐRÉTT 1. stjórnarumdæmis, 3. rún, 4. asfalt, 5. suss, 7. gáta, 10. húsfreyja, 13. bók- stafur, 15. sót, 16. blaður, 19. mun. LAUSN LÁRÉTT: 2. nýju, 6. ég, 8. ras, 9. nef, 11. rs, 12. streð, 14. rúmba, 16. ma, 17. mis, 18. auk, 20. kk, 21. snuð. LÓÐRÉTT: 1. léns, 3. ýr, 4. jarðbik, 5. uss, 7. getraun, 10. frú, 13. emm, 15. aska, 16. mas, 19. ku. Óskar Páll Sveinsson og Alma Guðmunds- dóttir hafa sett hús sitt í Kjósinni á sölu. Áhugasamir geta þó einnig fengið að leigja húsið til lengri eða skemmri tíma. Þetta staðfesti Óskar Páll í samtali við Fréttablað- ið. Húsið, sem liggur við Meðalfells- vatn, er 235 fermetrar að stærð en því fylgir rúmlega 35 fermetra bílskúr og 55 fermetra bústaður sem byggður var 1965. Alma er sem kunnugt er að flytja út til Bandaríkjanna þar sem The Charlies, áður Nylon, ætla að hasla sér völl. Ekki er það þó þannig að Óskar Páll treysti sér ekki í húsverkin á meðan betri helming- urinn er að sigra heim- inn því honum þykir víst fátt jafn skemmtilegt og að skúra. Óskar er nefnilega sjálfur mikið á flakkinu vinnu sinnar vegna og því var þessi ákvörðun tekin. Næsta verkefni Gunnars Björns Guðmundssonar eftir að margra mati vel heppnað áramótaskaup er að leikstýra áhuga- mannaleikriti úti á landi. Leikritið nefnist Undir hamrinum og það er leikdeild Ung- mennafélags Biskups- tungna sem sér um að koma því á fjalirnar með hjálp Gunnars. Frumsýning verður 12. febrúar í félagsheimilinu Aratungu. - fgg, fb FRÉTTIR AF FÓLKIARNAR ÞÓRISSON: FJÁRMÖGNUN ENN ÓKLÁRUÐ Michael Madsen er rödd Egils Skallagrímssonar MR. SKALLAGRÍMSSON Benedikt Erlingssyni líst ágætlega á Michael Madsen í hlutverki Egils Skallagrímssonar en sjálfur lék hann auðvitað kappann í leikverkinu Mr. Skallagrímsson. „Ég hitti þessa stráka nokkrum sinnum, við ræddum heil mikið saman og skoðuðum söguslóðir í Borgarfirðinum. Þeir tóku þar myndir sem þeir ætla að nota í teiknimyndinni,“ útskýrir Benedikt en bróðir hans, Friðrik, kom að gerð handritsins. „Þeir höfðu miklar áhyggjur af því að hafa sögulegar staðreyndir ekki á hreinu og vildu alls ekki móðga Íslendinga,“ útskýrir Benedikt sem hefur þegar séð smá brot úr myndinni og líst alveg ótrúlega vel á. N O R D IC P H O TO S/ G ET TY „Þetta eru engar nýjar fréttir fyrir mér, ég hef meira að segja verið stoppaður í tollinum í Banda- ríkjunum og spurður hvort ég væri ekki örugg- lega Viggo Mortensen,“ segir Baltasar Kormákur. Robert Koehler, gagnrýnandi bandarísku kvik- myndabiblíunnar Variety, skrifar um Reykjavik- Rotterdam á vefsíðu blaðsins og er nokkuð hrifinn af íslensku spennumyndinni. Koehler segir Baltasar vera fædda kvikmyndastjörnu og á köflum minni hann á Íslandsvininn Viggo. „Einu sinni var gagn- rýnandi Morgunblaðsins að skrifa um einhverja bíó- mynd Viggos og þótti ég vera líkur honum en ég hef aldrei séð þetta sjálfur,“ segir Baltasar sem nú er á fullu við að æfa fyrir Gerplu í Þjóðleikhúsinu. Reykjavik-Rotterdam er framlag Íslands til Ósk- arsverðlaunanna en gagnrýnandinn Koehler gefur ekkert upp hvaða möguleika myndin hafi í þeirri keppni. Hann segir smá vankanta á handritinu og hefur augljóslega séð Mýrina, eða Jar City, því Koehler ber þær tvær nokkuð mikið saman. Þannig hafi hlutverk Erlends í Jar City hent- að Ingvari E. Sigurðssyni mun betur en Steingrímur í Reykjavik-Rotter- dam. Koehleer segir það þó vissu- lega kost að loksins sé sýnd ný hlið á Reykjavík, daglegt líf þeirra sem eiga erfitt með að ná endum saman. Hann er þess fullviss að myndin eigi eftir að reynast auðveld í sölu og ekki skemmi fyrir að endurgerð hennar sé í bígerð í Hollywood með sjálf- um Mark Wahlberg í aðalhlutverki. - fgg Variety líkir Baltasar við Viggo LÍKIR Baltasar Kormáki er líkt við Viggo Mortensen í bandaríska stórblað- inu Variety. Þar er Reykjavik-Rotterdam til umfjöllunar og fær alveg ágætis dóma. „Kvöldið var búið að vera æðislegt. Við vorum búnir að vera á frábærum tónleikum með FM Belfast og þá gerist þetta,“ segir Arnór Dan Arnarson, söngv- ari hljómsveitarinnar Agent Fresco. Hátt í fimm- tíu þúsund krónum var stolið frá Arnóri Dan og félögum hans í Agent Fresco á tónlistarhátíðinni Euro sonic sem var haldin í Hollandi um helgina. Peningunum höfðu þeir félagar safnað með sölu á hljómplötum og stuttermabolum meðan á hátíð- inni stóð og því um sérlega leiðinlegt atvik að ræða. „Þetta gerðist bara fyrir framan okkur á tónleika- staðnum. Hann tók veskið og gaf það áfram og hljóp svo í burtu. Við vorum ekki að fara að elta svona náunga út í eitthvert skuggasund,“ segir Arnór Dan. „Strax klukkutíma eftir þetta var ég hættur að vera brjálaður. Þetta eru bara peningar.“ Í síðasta mánuði var hljómsveitin Ultra Mega Technobandið Stefán einnig rænd á tónlistarhátíð í Hollandi og svo virðist því sem íslenskir tónlistar- menn séu berskjaldaðari en aðrir þar í landi. Hvort Icesave-málið eigi þar einhvern hlut að máli skal ósagt látið. Annars segist Arnór aðeins hafa fengið eina spurningu um Icesave meðan á dvöl hans stóð, sem kom honum nokkuð á óvart. „Við vorum búnir að lesa ógeðslega mikið um Icesave-málið og orðnir mjög góðir í að svara því. Við erum brjálaðir út af málinu og vorum alveg til í að tala um það en við notum þetta bara heima. Núna vitum við klárlega hvað við erum að fara að kjósa.“ - fb Agent Fresco rænd á hollenskri hátíð AGENT FRESCO Hljómsveitin Agent Fresco var rænd á tónlistar- hátíðinni Eurosonic sem var haldin í Hollandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8 1 Árni Johnsen. 2 Ljósriti. 3 1.739. ESKIMOS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.