Fréttablaðið - 19.01.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 19.01.2010, Blaðsíða 34
22 19. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR sport@fretta- Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Austurríkis, hefur undirbúið sína menn fyrir átökin fyrir Evrópumeistaramótið í handbolta, sem hefst þar í landi í dag, eins vel og kostur er. Nú er bara að „láta vaða“ eins og Dagur sagði sjálfur en Austurríki mætir Danmörku í dag. „Tilfinningin degi fyrir leik er mjög góð. Ég er búinn að skoða mótherja okkar og leggja upp okkar leik. Nú er bara ein æfing eftir og í raun lítið sem ég get gert úr þessu. Maður kennir mönnum ekki að spila handbolta á einum degi,“ sagði Dagur við Fréttablaðið í Linz í gær. Hann segir að vel hafi gengið að telja leikmönnum Austurríkis trú um að þeir eigi skilið að spila á stórmóti í handbolta. „Ég get þó ekki neinu logið að þeim og þeir verða fyrst og fremst að finna sjálfir fyrir þessu. Ég var heppinn að við unnum Þjóðverja í æfingaleik fyrir einu og hálfu ári og síðan þá hafa fylgt nokkrir ágætir leikið í kjölfarið.“ Dagur hefur fylgst vel með undirbúningi íslenska liðsins fyrir EM en Ísland mætir Austurríki á fimmtudaginn. „Mér líst mjög vel á íslenska liðið. Það er gríðarlega sterkt og það var einnig afar öflugt að fá Óla [Ólaf Stefánsson] aftur inn í liðið. Sjálfstraustið lekur af þeim og maður sér á þeim að þeir eru að komast í Peking- gírinn. Þeir eru líklegir til að fara alla leið ef þetta dettur þeirra megin en það eru mörg sterk lið á mótinu og stutt á milli hláturs og gráts.“ Helst er að Íslendingar hafi haft áhyggjur af stöðu vinstri skyttunnar í íslensku sókninni en Dagur gerir lítið úr því. „Gummi væri ekki að taka Loga [Geirs- son] með ef hann gæti ekki spilað á mótinu og þeir geta greinilega hent Ólafi Guðmundssyni inn á miðað við hans frammistöðu í Frakklandi um helgina. Aron verður einnig með – annars væri hann ekki í hópnum og þá hefur Arnór verið að spila mjög vel. Ég veit að ég væri allavega afar sáttur ef ég þyrfti að kljást við sömu „vandamál“ í mínu liði og að mér myndu standa þessir leikmenn til boða. Ég held því að það sé ekki hægt að kvarta undan þessari stöðu.“ DAGUR SIGURÐSSON: VILDI AÐ ÉG ÆTTI Í SÖMU „VANDRÆÐUM“ Á VINSTRI VÆNGNUM OG ÍSLAND Íslendingar líklegir til að fara alla leið á EM HANDBOLTI Í dag hefst keppni á Evr- ópumeistaramótinu í handbolta og verður lið Serbíu fyrsti andstæð- ingur Íslands á mótinu. Leikurinn fer fram í Linz eins og aðrir leikir í íslenska riðlinum. Íslenska landsliðið æfði í keppn- ishöllinni í gær og sagði Guðmund- ur Guðmundsson við Fréttablaðið eftir æfinguna að sínir menn væru tilbúnir. „Við erum tilbúnir og þannig á það líka að vera. Menn eru í topp- standi og klárir í slaginn,“ segir Guðmundur sem nýtti æfinguna í gær til að skerpa á nokkrum atriðum í sóknarleiknum, fyrst og fremst. „Við vorum að skoða hvernig varnarleik við getum mögulega fengið á móti okkur. Við viljum vera undirbúnir fyrir það eins vel og mögulegt er. Við munum kíkja á það aftur á myndbandi í kvöld og ræða það enn frekar. Svo er stutt æfing á morgun [í dag] þar sem enn verður farið yfir þetta. Það er því mikil vinna fólgin í þessu og við þurfum að passa það að missa ekki einbeitinguna eitt andartak.“ Serbar eru þekktir fyrir að láta finna vel fyrir sér og á Guðmund- ur því von á hörkuleik í kvöld. „Ég á von á hröðum og mikl- um baráttuleik. Serbar spila mjög fastan varnarleik og þeir ætla sér að taka vel á okkur. Við þurfum því að nýta okkar hraðaupphlaup vel enda er það einn okkar helsti styrkleiki.“ En það er ekki bara nóg að spila öflugan sóknarleik. Guðmundur segir að ekkert nema toppleikur hjá íslenska landsliðinu á öllum vígstöðvum muni duga til sigurs í kvöld. „Eins og ég hef margoft sagt þá eru Serbarnir með afar gott lið. Þeir unnu Frakka í Frakklandi í æfingaleik í síðustu viku og það eru aðeins mjög sterk lið sem ná að vinna slíka sigra,“ segir hann. Landsliðshópurinn kom til Linz aðfaranótt mánudags eftir að hafa tekið þátt í æfingamóti í Frakk- landi um helgina. Ísland vann þar góðan sigur á Spánverjum fyrri daginn en tapaði svo fyrir heima- mönnum þann síðari. „Þetta var mjög góð helgi og hún fór alveg eins og við ætluð- um okkur. Við vorum líka að spila betur en við höfum gert. Varnar- leikurinn var til dæmis mun betri en hann hefur verið og má því segja að við höfum verið að leið- rétta okkar leik hægt og rólega. Það er svo vonandi að það skili sér inn í keppnina nú.“ Landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stef- ánsson var einbeittur á æfingunni í gær og sagði stemninguna á meðal leikmanna vera góða. „Hún er kannski aðeins rólegri í dag eftir að hafa tekið vel á því um helgina. Svo keyrum við þetta upp á morgun. Ég er mjög ánægð- ur með stöðuna á liðinu og er einn- ig sjálfur bara nokkuð góður. Þetta lítur allt þokkalega út og ég get því ekki kvartað.“ Serbarnir vilja taka vel á okkur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir sína menn tilbúna fyrir átökin á Evrópumeistaramótinu í handbolta sem hefst í Austurríki í dag. Strákarnir okkar mæta liði Serbíu í fyrstu umferð í Linz í kvöld. HNÉÐ Í SKOÐUN Aron Pálmarsson sýnir hér Elísi Þór Rafnssyni sjúkraþjálfara vinstra hnéð sitt sem hefur verið til vandræða síðustu daga eftir að hann fékk högg á það á æfingu fyrir hraðmótið í Frakklandi. FRÉTTABLAÐIÐ/E.STEFÁN HANDBOLTI Það er spurning hvort Ólafur Stefánsson á að spila í sér- staklega vörðum búningi á móti Serbum í kvöld. Í það minnsta ætti hann að fara varlega í þessum leik. Ólafur hefur nefnilega meiðst í fyrsta leik á undanförnum tveim- ur Evrópumótum og missti vegna þeirra af næstu tveimur leikjum á bæði EM í Sviss 2006 og EM í Noregi 2008. Ólafur fékk slæmt og að því virtist viljandi högg á móti Serbum í fyrsta leik EM fyrir fjór- um árum en meiddist síðan aftan í læri í fyrsta leik á móti Svíum á EM fyrir tveimur árum. - óój Reynsla fyrsta leiks á EM: Óli, passaðu þig í kvöld ÓHEPPINN Ólafur Stefánsson meiddist á EM 2006 og EM 2008. MYND/AFP HANDBOLTI Fyrsti leikurinn á Evrópumótinu er og hefur verið íslenska landsliðinu afar mikil- vægur ef marka má fyrstu fimm Evrópumót strákanna okkar. Íslenska landsliðið hefur ekki náð ofar en í 11. sæti á EM nema liðið hafi náð einhverju út úr opn- unarleiknum sínum. Íslenska liðið gerði 24-24 jafntefli við Spán í fyrsta leik sínum á EM 2002 (4. sæti) og vann 36-31 sigur á Serbíu og Svartfjallalandi í fyrsta leik sínum á EM 2006 (7. sæti). - óój BYRJUN ÍSLANDS Á EM: Stig úr fyrsta leik EM 2002 4. sæti Jafntefli við Spán, 24-24 EM 2006 7. sæti Sigur á Serbíu og Svartfjallal. 36-31 Tap í fyrsta leik EM 2000 11. sæti Tap fyrir Svíþjóð, 23-31 EM 2004 13. sæti Tap fyrir Slóveníu, 28-34 EM 2008 11. sæti Tap fyrir Svíþjóð, 19-24 Fyrsti leikurinn á EM: Ræður miklu um framhaldið UNNUM SERBA 2006 Íslenska landsliðið fagnar sigri á EM í Sviss. MYND/AFP HANDBOLTI Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, gerði sér lítið fyrir og keyrði alla leið frá París í Frakklandi til Linz í Austurríki í fyrrinótt. Þetta gerði hann til að létta á farangrinum sem liðið þurfti að fljúga með til Austurríkis eftir æfingamótið í Frakklandi um helgina. Einar sagði við Frétta- blaðið að yfirvigtin hefði kostað HSÍ meira en sex þúsund evrur í flugi en hann fór alls með hálft tonn af farangri til Linz. Einar var um tíu klukkustundir á leiðinni og lenti í ýmsum ævin- týrum – til að mynda var hann næstum búinn að keyra á hóp villisvína á leiðinni. - esá Einar Þorvarðarson: Með hálft tonn af farangri ÞUNGUR BÍLL Einar Þorvarðarson keyrði frá París til Linz. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR > Arnór byrjar líklega í dag Líklegt er að Arnór Atlason byrji í stöðu vinstri skyttu þegar Ísland mætir Serbíu í fyrstu umferð riðlakeppn- innar á EM í handbolta sem hefst í dag. Á æfingu landsliðsins stillti Guðmundur Guð- mundsson landsliðsþjálfari upp liði sem líklegt er að byrji á morgun. Samkvæmt því verða Alexander og Guðjón Valur í hornunum, Ólafur Stefáns- son og Arnór í skyttu- stöðunum, Snorri Steinn verður leikstjórnandi, Róbert á línunni og Björgvin Páll í markinu. KÖRFUBOLTI Fyrsta heimsókn Sig- urðar Ingimundarsonar með Njarðvíkurliðið til sinna gömlu lærisveina í Keflavík fór ekki vel því meistaraefnin úr Njarðvík steinlágu á móti frábæru Kefla- víkurliði í átta liða úrslitum Sub- way-bikars karla í gærkvöldi. Keflavík vann leikinn á end- anum með 20 stiga mun, 93-73, eftir að hafa verið með yfirburðaforustu nær allan leikinn. Keflvík- ingar verða því í pottinum ásamt Grindavík, ÍR og Snæ- felli þegar dregið verður á miðvikudaginn. Sláturhús Keflvíkinga stendur undir nafni þessa dagana eftir annan stórsigur liðsins í röð á móti tveimur af efstu liðum Iceland Express- deildarinnar. Keflavíkur- liðið vann 35 stiga sigur á Stjörnunni í Toyota-höllinni á föstudagskvöldið og fylgdi því eftir með því að rasskella nágrann- ana sína úr Njarðvík á sama stað þremur dögum síðar. Keflavíkurliðið hélt Njarðvík- ingum í 13 stigum og 19 prósenta skotnýtingu (3 af 16) í fyrsta leik- hluta og var komið með 21 stigs forskot í hálfeik, 51-30, eftir að hafa unnið annan leikhlut- ann 30-17. Keflavík náði mest 25 stiga forskoti í öðrum leikhlutan- um og sóknarleik- ur Njarðvíkur var skelfilegur – hitti úr 7 af 30 skotum og töp- uðu 13 boltum að auki. Kefla- víkurlið- ið skoraði síðan fimm fyrstu stig seinni hálf- leiks og komst 26 stigum yfir, 56-30, og Njarðvík- ingar áttu áfram fá svör við góðum leik nágranna sinna úr Keflavík. Njarðvík náði þó að minnka mun- inn í 18 stig, 72-54, fyrir lokaleik- hlutann og munurinn varð minnst- ur 14 stig í fjórða leikhluta áður en Keflvíkingar kláruðu leikinn. Miklu munaði um það að Kefla- víkurvörnin hélt lykilmönnum Njarðvíkur, Magnúsi Þór Gunn- arssyni og Jóhanni Árna Ólafs- syni, í samtals 6 stigum fyrstu þrjá leikhlutana en þeir félag- ar hittu aðeins úr 2 af fyrstu 18 skotum sínum í leiknum. Magn- ús Þór skoraði síðan 5 stig í lokaleikhlutanum og bjargaði aðeins andlitinu. Draelon Burns var atkvæða- mestur í Keflavík með 29 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar, Gunn- ar Einarsson skoraði 23 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson var með 18 stig, 8 fráköst og 6 stolna bolta. Nick Bradford var með 16 stig, 14 fráköst og 5 villur hjá Njarðvík, Hjörtur Hrafn Einarsson skor- aði 11 stig og Páll Kristinsson var með 10 stig. - óój Keflvíkingar rassskelltu nágranna sína úr Njarðvík í Subway-bikarnum í gær: Sláturtíð á Sunnubrautinni FRÁBÆR Gunnar Einarsson skoraði 23 stig og var með fleiri þrista en allt Njarðvíkurliðið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN EM Í AUSTURRÍKI EIRÍKUR STEFÁN ÁSGEIRSSON skrifar frá Linz eirikur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.