Fréttablaðið - 19.01.2010, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 19.01.2010, Blaðsíða 15
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Þetta var ógeðslega gaman,“ segir Solveig Thorlacius, markaðsfulltrúi hjá Lýsi, sem gekk á Hvannadals- hnúk, hæsta tind Íslands, í ársbyrj- un 2009 og segir ekki loku skotið fyrir að hún endurtaki leikinn í ár. Að sögn Solveigar var ferð- in hluti af æfingaáætlun sem 66° norður og Íslenskir fjallaleiðsögu- menn hafa staðið fyrir síðustu ár. Þátttakendum gefst kostur á að fræðast um næringu, klæðn- að, búnað, öryggi og umhverfis- lega ábyrgð, ásamt því að fara í fjórtán göngur sem ætlað er að efla kunnáttu, öryggi, líkamlegt form og reynslu áður en haldið er á Hvannadalshnúk. Solveig og föðursystir hennar, Hallveig Thorlacius, voru í hópi hvorki meira né minna en 210 göngugarpa sem fóru á hnúkinn eftir að hafa tekið þátt í dag- skránni. „Við gengum þetta saman- lagt á um þrettán klukkustundum og stóðum okkur vel þótt ég segi sjálf,“ rifjar hún upp og bætir við að þeim frænkum hafi verið fagn- að eins og hetjum þegar þær komu aftur niður. „Hetjupartíi var slegið upp, aðallega til heiðurs Hallveigu þar sem aðeins tveir mánuðir voru í sjötugsafmælið hennar,“ minnist Solveig. Solveig segir göngugarpana hafa verið á öllum aldri og svo hafi virst sem líkamlegt form hafi ekki haft áhrif á getu þeirra. „Það er mikill misskilningur að maður þurfi að mæta í einhverju Vestfjarðavík- ingsformi til að vera með. Þessi æfingadagskrá er náttúrlega sett saman í því skyni að rífa fólk af stað og hún er góður undirbúningur fyrir erfiðari göngur,“ útskýrir hún og bætir við að dagskráin miði hvort eð er að því að efla líkamlegt form. En hvað er svona heillandi við fjallgöngur? „Veistu, það er bara svo dásamlegt að vera utan þjón- ustusvæðis,“ svarar Solveig og hlær. „Fjallgöngum fylgir mikil kyrrð og svo getur maður hitt alls kyns skemmtilegt fólk eins og ég gerði í þessari ferð á Hvannadals- hnúk.“ Beðin um að veita byrjendum í fjallgöngum heilræði ráðlegg- ur Solveig fólki að vera vel und- irbúið. „Lykilatriði er að athuga veðurspána, vera rétt klæddur, hafa með sér nauðsynlegan búnað eins og gps-tæki, láta vita áður en lagt er af stað, fara ekki einn eða æða út í buskann.“ roald@frettabladid.is Dásamlegt að vera utan þjónustusvæðis Solveig Thorlacius hefur gaman af útivist og gengur gjarnan á fjöll í nágrenni Reykjavíkur og víðar ef tími gefst. Á síðasta ári ferðaðist Solveig ásamt 210 öðrum göngugörpum upp á hæsta tind landsins. Solveig tók þátt í æfingaáætlun á síðasta ári sem miðaði að því að undirbúa þátttakendur fyrir ferð á Hvannadalshnúk. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA WWW.GARNSTUDIO.COM er sniðug heimasíða fyrir prjónaáhugafólk þar sem meðal annars má finna ókeypis prjónauppskriftir. Einnig er þar að finna þýðingar á prjónamáli úr dönsku, sænsku, norsku og finnsku. Tímapantanir 534 9600 Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur www.heyrn.is * Tal fólks í margmenni * Hjal smábarns * Marr í snjónum Ertu að fara á mis við hljóð sem skipta miklu máli? GRÍPTU TIL ÞINNA RÁÐA Láttu sérmenntaðan heyrnarfræðing mæla heyrnina og fáðu faglega ráðgjöf. Handíðir Þæfi ngNokkrar aðferðir við þæfi ngu á merinóull, grófari ull og merinóull+silki 9. feb. - 2.mars, þriðjud. kl. 19:20-22:00. Rósavettlingar Prjón og útsaumur 28. jan. og 18. feb., fi mmtud. kl. 19:20-22:00. Íslenskir ullarsokkar 4. - 11. feb., fi mmtud. kl. 19:20-22:00. Gimb Kennt að gimba á gimbnál og hekla/tengja einingar saman. Orkering Aðferð við blúndugerð Fótvefnaður Einföld bandagerð Nánari upplýsingar á www.handidir.is Skráning á námskeið í síma 616 6973, eða á netfang: handidir@handidir.is Hamraborg 1, 200 Kópavogur Allt til þæfi ngar - taulitir - þvottavélarlitir - þrykklitir - lopi - prjónaband o.fl . Handíðir Handíðanámskeið DÚNDUR ÚTSALA Opnunartími Mán. til fös. 11.00-18.00 laug. 11.00-16.00 MIKIÐ ÚRVAL AF ELDRI FATNAÐI FRÁ KR 1000 ALLAR PEYSUR 2 FYRIR 1 ALLAR BUXUR 2 FYRIR 1 ALLIR BOLIR 2 FYRIR 1 Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.