Samtíðin - 01.02.1942, Side 35
SAMTÍÐIN
31
ÞEIlt VITItU Nýjar bækur
— SÖGÐU:
Þó að allar sveitir iandsins væru
fylltar af Búkollum, Bárðardalsfé og
kynbótafolum, plógum, dráttarvél-
um, sláttuvélum, hlöðum og safn-
gryfjum, yrði enginn búskapur úr því,
ef mannfólkið vantaði til þess að
nytja þessi gæði og njóta þsirra. Því
er fólksfækkunin í sveitunum sérstakt
áhyggjuefni cllum þeim, sem annt er
um framtíð landbúnaðarins. „Við-
reisn sveitanna“ hlýtur ekki sízt að
vera í því fólgin, að leita allra ráða
og neyta allra ráða til þess, að fólk
u n i sér þar, vilji eins vel vera þar
og í bæjunum, vilji helzt fremur vera
þar en í bæjunum.-----Enginn, sem
kunnugur er íslenzku sveitalífi og
gcðu bændafólki, mun ganga þess
dulinn, að sjálf lífsbaráttan, útivinna
í snertingu við jörðina og í hreinu
lofti, áhyggjurnar, sem efla fram-
sýni, einangrunin, sem glæðir sjálf-
stæði og sjálfstraust, fásinnið, sem
glepur ekki einlæga hugsun, hefur
íeyft persónuleik margra sveitamanna
að ná sérstæðum þroska, sem vekur
aðdáun. Og persónulegur þroski hlýt-
ur alltaf að vera það eftirsóknarverð-
asta í mannlegu lífi. — Sigurður Nor-
dal.
Hundsins er átján sinnum getið í
biblíunni, en köttur er aldrei nefnd-
ur þar. — W. E. Farbstein.
Ef ég hefði ekki einhvers staðar
lesið, að maður megi til með að lifa,
meðan nokkrar líkur séu til þess, að
hann geti gert eitthvað gott-, mundi
ég ekki vera enn á lífi. — Beethoven.
Guðm. Böðvarsson: Álfar kvöldsins.
Ljóðabók. 92 l)ls. Verð ób. kr. 12.00
Edda Þórberffs Þórðarsonar. Ljóð
með skýringum, formála og eftir-
móla. 250 bls. Verð ób. kr. 19.00,
innb. kr. 24.00.
Iiitsafn Jóns Trausta III. (Leysing,
Borgir). 494 bls. Verð ób. 24.00,
shirting 32.00, í skinni kr. 39.00.
Enrile Zola: Nana. Skáldsaga í tveihi
binduni. 420 bls. Verð ób. kr. 27.00.
Laxdæla með nútíma stafsetningu,
útgefin af H. K. Laxness. 276 bls.
N'erð ób. kr. 14.00.
Rcald Amundsen: Sókn min til
heimskántanna. — Jón Eyþórsson
þýddi. 204 bls. Verð ób. kr. 24.00.
innl). kr. 32.00.
Stýrimannaskólinn í Reykjavík 1891
1941. 240 bls. Verð ób. kr. 15.00.
Br. Helgi Pjeturss: Framnýall. 342
bls. Verð ób.'kr. 15.00, shirting kr.
20.00, skinnband kr. 25.00.
Stefan Zweig: María Stúarl (ævisaga
binnar merku skozku drottning-
ar. 318 bls. Verð í skinnb. kr. 36,00.
Jón Á. Bjarnason: Kennslubók í eðl-
isfræði banda unglinga- og gagn-
fræðaskólum. 166 bls. Verð íb. kr.
12,00.
Allar nýjar isl. ljækur. Pappír, ritföng.
Sent gegn póstkröfu um land allt.
Bókabúð Máls og menningar
Laugaveg 19, Reykjavík.
Sími 5055. Pósthólf 392.