Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.01.2010, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 25.01.2010, Qupperneq 8
8 25. janúar 2010 MÁNUDAGUR MILLJÓNIR BEINT Í VASANN Tryggðu þér miða á www.hhi.is, í síma 8OO 6611 eða hjá næsta umboðsmanni. SJÁVARÚTVEGUR Jón Bjarnason sjáv- arútvegsráðherra hefur gott sem tekið af allan vafa um að strand- veiðar eru komnar til að vera. Nið- urstöður úttektar Háskólaseturs Vestfjarða (HV) á framgangi og áhrifum veiðanna túlkar ráðherra sem svo að reynsla af veiðunum sé góð. Smábátasjómenn hvetja til þess að veiðarnar verði festar í sessi á meðan útgerðir innan LÍÚ finna þeim allt til foráttu. Í úttekt HV er meðal niður- staðna að ánægja sé meðal strand- veiðimanna með veiðarnar og fyrir- komulag þeirra. „Þó tilfinningar séu blendnari meðal annarra hags- munaaðila er þó meirihlutinn á því að strandveiðarnar geti verið leið til að styrkja hinar dreifðu byggðir landsins,“ segir í kynningu. Sjávarútvegsráðherra segir að næsta skref sé að vinna frum- varp til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða sem lagt verði fyrir Alþingi á næstunni. „Tekið verður mið af þeim lærdómi sem hér hefur verið safnað saman við gerð frumvarpsins og allar líkur benda til þess að lagt verði til að strandveiðarnar séu komnar til að vera og því verður ekki lagt til nú að heimild til þeirra verði sett til bráðabirgða líkt og var gert á síð- asta ári.“ Þess má geta að Jón Bjarnason staðfesti í viðtali við Fréttablað- ið á aðalfundi LÍÚ í lok október að strandveiðar væru komnar til að vera, aðeins væri eftir að sníða ýmsa vankanta af fyrirkomulagi veiðanna. Skýrsluhöfundar telja að mark- miðum hafi verið náð með veiðun- um. Þar á meðal að gefa fleiri en handhöfum kvóta möguleika á tak- mörkuðum veiðum í atvinnuskyni, nýliðun og að auðvelda fólki að afla sér reynslu og þekkingar. Samkvæmt könnun Háskólaset- urs Vestfjarða höfðu áttatíu pró- sent þeirra, sem þær stunduðu, áður gert út bát, fjörutíu prósent útgerðanna réðu yfir kvóta og 24 prósent höfðu áður selt allan sinn kvóta. „Skýrslan staðfestir að strand- veiðarnar eru sóun á verðmæt- um,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, á heima- síðu sambandsins. Hann segir sóun hafa einkennt þessar veiðar hvar sem á er litið. Allt of margir bátar hafi verið að veiðum með til- heyrandi offjárfestingu. Þá stand- ist gæði stórs hluta strandveiðiafl- ans ekki samanburð við annan afla sem berst að landi. Svör kaupenda staðfesti það. svavar@frettabladid.is Úttekt ýfir upp deilu um strandveiðarnar Úttekt á strandveiðum síðastliðins sumars er af sjávarútvegsráðherra talin renna stoðum undir það að markmið veiðanna hafi náðst. Útgerðarmenn hafna því alfarið en smábátasjómenn, eins og ráðherra, vilja festa veiðarnar í sessi. Í HÖFN Alls voru 595 leyfi til strandveiða veitt en 554 þeirra voru nýtt af 529 útgerðum. 3.400 tonn af þorski komu á land. VIÐSKIPTI Nýi Landsbankinn (NBI) hefur síðustu mánuði unnið að yfir- töku á öllu hlutafé Icelandic Group (áður Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna) og færir það inn í eignar- haldsfélagð Vestia á næstu dögum. Það verður selt í opnu söluferli eftir óákveðinn tíma. Félagið var áður í meirihluta- eigu Grettis, félags Björgólfs Guð- mundssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Landsbankans. Skuld- ir hafa lengi sligað reksturinn og var fyrirtækið á barmi gjaldþrots í kringum hrun bankanna haustið 2008. „Bankar voru að loka lánalín- um og greiðslutryggingum Iceland- ic Group. Mikilvægt var að bregð- ast skjótt við og rétta við efnahag félagsins,“ segir Ásmundur Stefáns- son, bankastjóri Landsbankans. Á meðal aðgerðanna var stofnun félagsins IG, sem skuldir, að mestu við Landsbankann, voru færðar inn í til að tryggja reksturinn en við það tók bankinn Icelandic Group óformlega yfir. Ásmundur segir Icelandic Group gríðarlega þjóðhagslega mikilvægt enda fari um 35 prósent af útflutn- ingi sjávarafurða í gegnum fyrir- tækið. Gjaldþrot þess hefði verið meiriháttar áfall fyrir sjávarút- veginn á sama tíma og efnahagslíf- ið var í uppnámi, að sögn Ásmund- ar. - jab ÁSMUNDUR STEFÁNSSON Nýi Lands- bankinn vonast til að fá eitthvað upp í skuldir með yfirtöku á Icelandic Group. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Hörmulegt fyrir samfélagið hefði Icelandic Group farið í þrot, segir bankastjórinn: Mikilvægt að bjarga félaginu VIÐSKIPTI Skipt hefur verið um nafn á fasteignafélaginu Landic Prop- erty Ísland. Það heitir nú Reitir fasteignafélag. „Síðastliðið ár unnu stjórnend- ur móðurfélagsins Landic Prop- erty hf., í samvinnu við kröfuhafa, að því að verja íslenska starfsemi félagsins og losa um erlendar eign- ir og veðskuldir en í því ferli hefur meðal annars verið gengið frá sölu á eignasöfnum félagsins í Danmörku og Finnlandi,“ segir í tilkynningu félagsins. „Rekstur íslenska fast- eignasafnsins er nú tryggður og stendur traustum fótum.“ Vegna þess að félagið starf- ar eftirleiðis einvörðungu á inn- lendum markaði var ákveðið að taka upp íslenskt nafn. „Reit- ir verða sjálfstætt félag í meiri- hlutaeigu íslenskra banka. Stjórn- endur Landic Property hf. sömdu við NBI (Landsbankann), Arion Banka, Íslandsbanka, Glitni, Haf Funding og Byr um fjárhagslega endurskipulagningu íslenska fast- eignafélagsins og dótturfélaga.“ Fasteignasafn Reita samanstendur af 130 fasteignum, einkum versl- unar- og skrifstofuhúsnæði mið- svæðis í Reykjavík. Félagið er sagt stærsta þjónustufyrirtæki landsins á sviði fasteignareksturs, en meðal eigna þess eru Kringlan og Hilton Reykjavík Nordica, Kauphallarhús- ið, Holtagarðar og „margar af perl- um íslenskrar byggingarsögu sem staðsettar eru í miðbænum“. Eignir félagsins eru sagðar yfir 90 millj- arða króna virði. - óká Rekstur íslensks fasteignasafns sagður tryggður eftir endurskipulagningu: Landic Property heitir Reitir VIÐAR ÞORKELSSON Viðar Þorkelsson er forstjóri Reita. Félagið hét áður Landic Property Ísland og þar áður Fasteignafé- lagið Stoðir. MYND/REITIR BRETLAND, AP Tveir breskir bræð- ur, ellefu og tólf ára gamlir, hafa hlotið dóm fyrir að hafa í apríl á síðasta ári pyntað tvo aðra drengi. Þeir þurfa að sæta gæsluvarð- haldi í að minnsta kosti fimm ár. Árásarpiltarnir, sem þá voru tíu og ellefu ára, plötuðu fórnar- lömb sín, sem voru níu og tíu ára, til að koma með sér inn á lokað svæði þar sem þeir börðu þá með bareflum og múrsteinum. Vaski var kastað í höfuð annars fórnar- lambsins, en hitt var neytt til að borða brenninetlur. Meðal ann- ars reyndu ofbeldisdrengirnir að þvinga hina piltana til hafa kyn- mök. - gb Drengir dæmdir í fangelsi: Hlutu fimm ár fyrir pyntingar 1. Hvað eru kröfur í þrotabú Kaupþings háar? 2. Hversu margir nýliðar tóku þátt í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík um helgina? 3. Hvar er hús Þráins Bert- elssonar, sem hann hyggst nú selja? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.