Fréttablaðið - 25.01.2010, Qupperneq 10
10 25. janúar 2010 MÁNUDAGUR
Pant ið
tíma
í síma
511–1551
Hárs nyrt ing Villa Þórs
Lyng hálsi 3
UMHVERFISVOTTUÐ
PRENTSMIÐJA
Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 3-7. 110 Reykjavík. Sími 515 0000. www.oddi.is
HEILBRIGÐISMÁL Matvælastofn-
un kallar eftir upplýsingum um
ýmis fæðubótaefni vegna gruns
um að þau innihaldi stera.
Evrópska viðvörunarkerfinu
fyrir matvæli og fóður hefur bor-
ist tilkynning frá bandarískum
yfirvöldum um að netfyrirtækið
bodybuilding.com hafi innkallað
umræddar vörur. MAST hvetur
alla sem upplýsingar geta veitt
um þessar vörur á Íslandi að
senda tölvupóst á mast@mast.is
merkt „fæðubótarefni“ eða hafa
samband við heilbrigðiseftirlit
sveitarfélaga. Um er að ræða 65
vörutegundir. Þær má sjá á
www.mast.is. - jss
Matvælastofnun:
Sterar í fæðu-
bótarefnum
STAÐFESTIR STÖÐU SÍNA Evo Morales,
sem nýlega var endurkjörinn forseti
Bólivíu, tók þátt í athöfn frumbyggja
landsins þar sem hann hlýtur viður-
kenningu þeirra sem leiðtogi landsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
REYKJAVÍK Einn maður er með lög-
heimili í Skeifunni, meðan jafn
stórt svæði hinum megin Miklu-
brautar hýsir þrettán hundruð
manns, að mestu í einbýlishúsum.
Gísli Marteinn Baldursson borgar-
fulltrúi bendir á þetta. Skeifan sé
gott dæmi um tækifæri til að þétta
byggð í borginni.
„Þarna geta léttilega búið um
þrjú þúsund manns,“ segir hann.
Gísli vill bjóða eigendum húsa í
Skeifunni að byggja upp á nýtt
og hærra. „Oft heldur fólk, þegar
maður er að tala um endurnýjun
byggðar, að það eigi að byggja á
græna blettinum í hverfinu, en
tækifærin eru víðar.“
Skeifan hafi verið byggð sem
iðnaðarsvæði í útjaðri borgar-
innar. Nú er hún miðsvæðis, með
Laugardalinn skammt undan, allar
vegtengingar og lagnir til staðar:
„Ólíkt nýjum hverfum fyrir aust-
an þarf ekki að leggja vatn og raf-
magn eða neitt. Stofnkostnaðurinn
er því miklu minni.“
Gísli stingur upp á blandaðri
byggð, þar sem verslanir fái neðstu
hæðina en íbúðir verði fyrir ofan.
„Þarna er hrikalega farið með
verðmætt land. Svona svæði hafa
verið að ganga í gegnum endurnýj-
un erlendis og engin ástæða til að
gera ekki hið sama hér.“
- kóþ
Gísli Marteinn Baldursson vill þétta og blandaða byggð á illa nýttu svæðinu:
Einn maður býr í Skeifunni
SKEIFA FRAMTÍÐARINNAR? Einhvern
veginn svona segist Gísli Marteinn sjá
fyrir sér hugsanlegar betrumbætur á
Skeifunni. MYND/GÍSLI MARTEINN
STJÓRNSÝSLA Þróunarfélag Kefla-
víkurflugvallar var ranglega látið
greiða tæpar 83 milljónir króna
í skipulagsgjald vegna bygginga
sinna á varnarsvæðinu en fær
aðeins rúmar 4 milljónir endur-
greiddar vegna þess að kærufrest-
ur var að mestu liðinn.
„Þarna er um að ræða gjaldtöku
sem ekki er heimild fyrir. Við
munum ræða við þessa aðila um
að fá þetta til baka,“ segir Kjartan
Eiríksson, framkvæmdastjóri Þró-
unarfélags Keflavíkurflugvelli.
Þróunarfélagið, sem er í eigu
ríkisins, yfirtók á annað hundrað
byggingar á Keflavíkurflugvelli
eftir brotthvarf Bandaríkjahers
frá Íslandi. Með því að margar
þessara bygginga voru síðan seld-
ar eða leigðar út voru þær skráðar
hjá Fasteignaskrá ríkisins. Í fram-
haldinu lagði Skipulagsstofnun
skipulagsgjaldið á og sýslumaður
innheimti það. Þessari álagningu
var vísað til úrskurðarnefndar
skipulags- og byggingarmála í okt-
óber síðastliðnum.
Úrskurðarnefndin tók undir með
Þróunarfélaginu að ekki hafi verið
heimilt að leggja gjaldið á þar sem
það eigi að innheimta af nýreistum
mannvirkjum. Byggingarnar sem
um ræðir voru allar reistar fyrir
árið 2000 og margar löngu fyrr.
„Verður og að líta til þess að um
er að ræða eldri fasteignir á svæði
sem löngu hafði verið byggt upp og
skipulagt á kostnað framkvæmda-
aðila er álagning skipulagsgjalds-
ins fór fram,“ segir nefndin.
Það kemur hins vegar Þróun-
arfélaginu í koll að kærufrestur
vegna langflestra bygginganna
var liðinn áður en kæra félagsins
var sett fram. Þess vegna ógildir
nefndin aðeins 4,2 milljóna króna
álagningu af 82,7 milljónum sem
voru innheimtar í skipulagsgjald.
Þróunarfélagið virðist þannig sitja
uppi með að hafa greitt 78,4 millj-
ónir í ólöglegt gjald. Kjartan segir
þó að vegna þess hvernig í pottinn
hafi verið búið muni félagið freista
þessa að fá þetta leiðrétt.
„Við sendum inn athugasemd til
Skipulagstofnunar í október 2008.
Eins og úrskurðarnefndin bendir
á þá var okkur ekki leiðbeint þá
með það í hvaða ferli málið hefði
átt að fara. Ef svo hefði verið hefð-
um við náttúrlega náð stærsta
hlutanum af þessu til baka í gegn
um kæru,“ segir Kjartan. „En við
munum bara ræða við þá um þetta
og heyra tóninn í þeim. Auðvitað
er ríkið báðum megin í þessu máli
en þetta lýtur að því að hver haldi
utan um sitt.“
gar@frettabladid.is
Halda stórfé sem var
innheimt í leyfisleysi
Þróunarfélag Keflavíkurfluvallar var ofrukkað um 83 milljóna skipulagsgjald
en fær aðeins 4 miljónir til baka vegna ákvæðis um kærufrest. Félagið ætlar þó
að freista þess að fá málið leiðrétt hjá hinu opinbera enda var gjaldið ólöglegt.
KJARTAN EIRÍKSSON Framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ætlar
að reyna til þrautar að endurheimta 78 milljónir króna sem voru lagðar ólöglega á
félagið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VIÐSKIPTI Vilborg Einarsdóttir,
framkvæmdastjóri Mentors, hlaut
í gær viðurkenningu Félags kvenna
í atvinnurekstri (FKA) fyrir árið
2010. Viðurkenningin var afhent í
Perlunni fyrir helgi.
Í tilkynningu segir að tilkoma
fyrirtækisins hafi gerbylt öllu
skólastarfi og auðveldað til muna
samskipti kennara, foreldra og
nemenda. Marín Magnúsdóttir,
framkvæmdastjóri Practical, hlaut
hvatningarverðlaun FKA. Þá fékk
Bára Magnúsdóttir, framkvæmda-
stjóri Jazzballettskóla Báru þakk-
arviðurkenningu fyrir framúrskar-
andi ævistarf. - bj
Framkvæmdastjóri Mentors:
Fékk viður-
kenningu FKA
VIÐURKENNING Vilborg Einarsdóttir tók
við viðurkenningunni í Perlunni í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HEILBRIGÐISMÁL Lyfjastofnun Evr-
ópu hefur lagt til að markaðsleyfi
fyrir lyf sem innihalda síbútra-
mín verði innkallað tímabundið
vegna gruns um aukna hættu á
hjarta- og æðasjúkdómum.
„Síbútramín er ætlað til viðbót-
armeðferðar í megrunaráætlun
hjá ofþyngdarsjúklingum, sem
eru of þungir vegna fæðuneyslu
ef aðrir offitutengdir áhættu-
þættir, svo sem insúlínóháð syk-
ursýki eða blóðfituvandamál, eru
fyrir hendi,“ segir á vef Lyfja-
stofnunar. Hér er Reductil eina
lyfið með markaðsleyfi sem inni-
heldur síbútramín. - óká
Innköllun Lyfjastofnunar:
Lyfið Reductil
tekið úr sölu
VIÐSKIPTI AMR, móðurfélag banda-
ríska flugfélagsins American Air-
lines, tapaði 1,5 milljörðum Banda-
ríkjadala í fyrra, jafnvirði rúmra
190 milljarða íslenskra króna.
Þrátt fyrir gríðarlegt tap er þetta
sex hundruð milljóna dala bati frá
2008.
Kreppan hélt áfram að setja
strik í reikning flugfélagsins en
farþegum fækkaði um sex prósent
í fyrra frá árinu á undan auk þess
sem flugmiðaverð lækkaði að með-
altali um þrettán prósent. Þrátt
fyrir þetta jókst handbært fé AMR
verulega. Það nam 4,9 milljörðum
dala í lok síðasta árs samanborið
við 3,6 milljarða árið á undan. - jab
Afkoma móðurfélags American Airlines:
Betra uppgjör flugrisa
VÉLAR AMERICAN AIRLINES Hagur AMR vænkaðist nokkuð á milli ára þrátt fyrir að
færri hafi flogið með vélum félagsins í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP