Fréttablaðið - 25.01.2010, Side 12
12 25. janúar 2010 MÁNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Gólfþjónustan er með sérlausnir
í smíði borða fyrir fyrirtæki og heimili.
Við smíðum borð algjörlega eftir þínu
máli svo sem borðstofuborð, sófaborð
og fundarborð.
SÉRSMÍÐI ÚR
PARKETI
info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is
S: 897 2225
Járnlafðin á einhverju sinni að hafa sagt af sinni alkunnri
góðmennsku, að hver sá maður
sem sé að nálgast þrítugsaldur
og fari til vinnu sinnar í almenn-
ingsvagni – en ekki í einhverri
tryllikerru sem kostar morð fjár
– sé í hennar augum „misheppn-
aður“. Á Íslandi, þar sem stjórn-
völd hafa nú áratugum saman
reynt með góðum árangri að
venja fólk af þeim ósið að nota
almenningsvagna, hlýtur viðmið-
unin að sjálfsögðu að vera með
öðrum hætti, og í þá átt gengur
þróunin sennilega líka annars
staðar.
Um þetta hafði ég nokkurt
tóm til að hugsa nýlega þegar ég
flaug frá París til Keflavíkur.
Samkvæmt gamalli reynslu tók
ég þann kostinn að koma tíman-
lega á flugvöllinn, og reyndist
það skynsamlegt. Fyrsta biðröð-
in var þegar löng og mjakaðist
hægt áfram, enda skoðaði sá sem
var við innritunina allan hand-
farangur gaumgæfilega, hann
spurði um innihaldið, hvort menn
hefðu þetta eða hitt sem hann
þuldi upp með vélrænni röddu,
og vigtaði síðan handtöskuna,
því nú var komið upp stórt skilti
þar sem tekið var fram að sá far-
angur mætti ekki vera yfir tíu
kíló. Ef taskan reyndist þyngri
rak hann menn stundum til taka
eitthvað úr henni. Mér hætti að
lítast á blikuna, því ég var með
sitthvað sem ég vildi ekki sleppa
úr augsýn og það seig nokkuð í.
Þegar til kastanna kom greip ég
því til gamals ráðs, sem gott er
að þekkja, ég spurði áhyggjusam-
lega um eitthvert lítilræði: mætti
ég örugglega hafa það meðferðis?
Afgreiðslumaðurinn velti vöng-
um um stund, greinilega dauð-
hræddur við að þurfa að gefa eitt-
hvert ákveðið svar, og sagði svo
með semingi „já, sennilega“, eins
og ég bjóst við. En fyrir bragð-
ið gleymdi hann að vigta tösk-
una sem var allavega vel yfir
hámarksþyngd.
En svo tók ekki betra við. Fyrir
framan „vopnaleitina“ var önnur
biðröð, sem var lengri en ég hafði
nokkru sinni áður séð, og hún
hreyfðist varla. Einn klukku-
tími leið, ég var loks kominn svo
nálægt hliðinu að ég gat lesið
skilti sem á var letrað allstór-
um stöfum að í biðsalnum fyrir
innan „vopnaleitina“ væri ekkert
salerni að finna, en þá heyrðust
allt í einu hróp og formælingar á
annarlegu tungumáli. Eftir það
stöðvaðist röðin góða stund. Ég
innti eftir því hvað væri á seyði
og fékk þau svör að einhverj-
ir sem voru líklega að missa af
flugvél hefðu reynt að troða sér
áfram og þá hefði konan sem
stjórnaði „vopnaleitinni“ – en það
var ekki nema ein gegnumlýs-
ingavél og eitt hlið fyrir farþega
í margar flugvélar – ákveðið að
stöðva allt saman þangað til lög-
reglan væri komin á vettvang.
Svo birtust tveir stæðilegir lag-
anna verðir með alvæpni og þá
fór röðin aftur af stað, jafnhægt
og áður. En menn urðu sífellt óró-
legri. Eftir rúmlega klukkutíma
og vel það, var ég loksins kom-
inn að leitarvélinni og hliðinu,
þar sem geðstirðir verðir fyrir-
skipuðu ungum konum jafnt sem
öldruðum að draga af sér belti og
skó. Sumar þeirra mótmæltu all-
hneykslaðar, og ein sagði: „Var
það eitthvað fleira fyrir yður?“
En þeim var ekki sýnd nein misk-
unn. Þrátt fyrir allt þetta klingdi
rafeindabjallan öðru hverju og
hlupu þá verðir til í óðagoti og
með krumlurnar á lofti.
Mér tókst að komast klakk-
laust gegnum alla þessa leit, og
var þá loksins kominn inn í þenn-
an salernislausa biðsal, sem var
troðfullur af farþegum á leið-
inni hingað og þangað um alla
heimsbyggðina, því miklar trufl-
anir virtust vera á flugi þennan
dag. Og þar fékk ég umsvifalaust
þau tíðindi án frekari skýringa
að fluginu til Keflavíkur myndi
seinka um þrjár klukkustundir.
En ég var ekki einn í þeirri stöðu
og ekki verst settur, því einhverri
flugvél til Madrid hafði seink-
að um sólarhring; hún átti að
vísu að fara að leggja af stað, en
Spánverjarnir sungu ámátlega.
Mér tókst með naumindum að
finna sæti þar sem ég gat hreiðr-
að um mig, og ég velti því fyrir
mér hvers konar hryðjuverka-
starfsemi yfirvöld væru farin
að óttast á salernum, fyrst þau
væru hvergi til staðar í þessum
þéttsetna biðsal, þar sem enginn
gat vitað hvenær hann slyppi úr
eftir að hann var einu sinni kom-
inn inn.
Þegar ég var sestur fór ég að
fylgjast með öðrum farþegum, og
heyrði þá á tal tveggja aldraðra
kvenna sem voru að setja aftur
á sig beltin með handbragði sem
hefði gefið í skyn þetta og hitt
við aðrar kringumstæður. „Fyrir
fáum árum hefði enginn látið
bjóða sér þetta,“ sagði önnur.
Svar hinnar heyrði ég ekki, en nú
var ég ekki lengur í neinum vafa
um hið rökrétta samhengi: með
þessu móti var sem sé verið að
refsa mönnum fyrir að vera svo
misheppnaðir að hafa ekki einka-
þotu til að skutlast á milli landa.
Misheppnun
Á flugvellinum
EINAR MÁR JÓNSSON
Í DAG |
UMRÆÐAN
Ögmundur Jónasson skrifar
um efnahagsmál
Niðurskurðurinn í ríkisút-gjöldum er farinn að segja
til sín. Ýmsir staðhæfa að við
séum að fara í hundana. Að
Ísland muni einangrast ef við
förum ekki í einu og öllu að vilja
Breta og Hollendinga. En van-
metum ekki stöðu okkar. Kapítalisminn er ágeng-
ari en margir halda; túristinn frá München ætlar
til Íslands í sumar hvað sem tautar og raular; Ikea
ætlar að selja Jóni og Gunnu á Íslandi stól og borð
– fiskkaupmaðurinn í Grimsby ætlar að koma
íslenskum fiski á veitingahúsaborð í London. Hann
ætlar ekki að einangra Ísland.
Vanmetum ekki heldur pólitíkina. Hún er okkur
ekki að öllu leyti mótdræg. Gordon Brown þarf að
sýna kjósendum sínum í tíma fyrir vorkosninguna
í Bretlandi að hann kunni að laða fram lausnir.
Hollenska ríkisstjórnin þarf nú að hlusta á kjós-
endur spyrja hvað Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eigi
við með því að segja að Ísland geti virkjað sig út
úr vandanum. Er verið að tala um Gullfoss? Eða
Geysi? Landmannalaugar? Er þetta kannski ekki
milliríkjadeila? Er þetta barátta á milli málm-
bræðslunnar annars vegar og fossanna og hvera-
svæðanna hins vegar? Eða á milli fólks og fjár-
magns, einsog skilja má á Alain Liebitz, evrópska
þingmanninum sem tók þátt í smíði tilskipunar um
tryggingarsjóði innstæðueigenda? Hann segir að
við séum að misskilja sitthvað í þeirri smíði. Bret-
ar og Hollendingar misskilji hins vegar ekki neitt.
Þeir séu einfaldlega að nýta sér vald sitt. Þeir
kunni á gikkinn frá gamalli tíð. Allt þetta er tal
sem Evrópa skilur.
Ísland mun rísa, mörg teikn eru á lofti um efna-
hagsbata. Margt gengur okkur í haginn. Ef þver-
pólitísk samstaða myndast um Icesave vænkast
enn okkar hagur! Þá skapast forsendur til að ná
betri niðurstöðu fyrir Ísland. Það væru góð tíðindi.
Það er ekki nóg að fresta skuldadögum, það munar
um hverja krónu sem við náum lántökum okkar
niður. Nú er að tala kjarkinn upp. Og má biðja um
aðeins minni úrtölur! Það myndi hjálpa.
Höfundur er alþingismaður.
Aðeins minni úrtölur
ÖGMUNDUR
JÓNASSON
Þ
að er áhyggjuefni að Ísland er að einangrast frá alþjóða-
samfélaginu og ímynd þjóðarinnar hefur veikst á
alþjóðavettvangi. Það ríkir eðlilega reiði í garð ýmissa
einstaklinga og hálfgert upplausnarástand í efnahags-
og stjórnmálum. Á sama tíma eigum við afburðafólk á
fjölmörgum sviðum svo sem í íþróttum og menningu, vísindum og
margvíslegum atvinnurekstri. Við mættum vekja meiri athygli á
því.
Fjölmiðlar eru að veikjast bæði fjárhagslega og faglega og starfs-
fólki fækkar. Þeir taka oft illa grundaða afstöðu með og á móti
ákveðnum málefnum. Nýlega tengdi RÚV núverandi og fyrrver-
andi þingmenn, við óeðlileg fasteignaviðskipti. Fréttin átti ekki við
rök að styðjast og baðst fréttastofan afsökunar. Geir Jón Þórisson,
yfirlögregluþjónn gagnrýndi í útvarpsþætti um helgina hlut fjöl-
miðla í mótmælunum á Austurvelli. Fjölmiðar eru í efnahagslegri
og eignarhaldslegri kreppu, lokaðir af í eigin þjóðfélagsumræðu og
það þarf orðið að fylgjast með erlendum fjölmiðlum til að fá góðar
upplýsinga um það sem er að gerast á alþjóðavettvangi.
Fyrirtæki eru mörg í miklum rekstrarerfiðleikum. Þau njóta
minna trausts í alþjóðaviðskiptum og eiga erfitt með eðlileg við-
skipti við erlenda aðila. Atvinnulífið er smátt og smátt að einangrast.
Aukin skattheimta og fjandsamlegt viðhorf ýmissa vinstri afla til
reksturs fyrirtækja gæti dregi lífið úr þeim fyrirtækjum sem enn
ganga sæmilega og hægt á stofnun nýrra. Við sölu margra fyrir-
tækja í eigu fjármálafyrirtækja og ríkisins á eftir að koma í ljós að
verðmæti þeirra er minna en gert var ráð fyrir.
Forystumenn í stjórnmálum eru ekki að leiða þjóðina inn á rétta
braut. Alþingismenn eru lokaðir í eigin hugarheimi Icesave og van-
búnir til að takast á við það verkefni og önnur sem þjóðin hefur
falið þeim. Það vakti furðu margra þegar utanríkisráðherra sagði í
fjölmiðlum að hann þyrfti ekki að vera töskuberi forseta Íslands á
ferðalagi til Indlands. Þetta átti áreiðanlega að vera fyndið og hefði
hugsanlega verið það á málfundi í menntaskóla. Það eykur aftur á
móti ekki álit útlendinga að heyra svona yfirlýsingar. Líklega hefur
staða og virðing Alþingis og stjórnvalda aldrei verið jafn veik í sögu
lýðveldisins.
Íslendingar búa við alveg einstaklega góðar aðstæður hvað varðar
menntun, náttúruauðlindir og almenn lífsgæði. Við eigum ekki að
sætta okkur við fjárhagslega, stjórnmálalega og alþjóðlega einangr-
un næstu árin. En það þarf mikið til að breyta þessu. Við höfum
kosið yfir okkur núverandi alþingismenn og ríkisstjórn og ekki var
hægt að hrópa „húrra“ yfir fyrrverandi ríkisstjórn. Aðalatriðið
er þó að láta ekki bugast. Berjumst áfram og breytum þessu. Er
ekki kominn tími á nýja byltingu, sem byggir ekki á búsáhöldum
og hávaða heldur hugviti og þekkingu, nýjum stjórnarháttum og
gömlum góðum gildum? Hinn þögli meirihluti þjóðarinnar er að
bíða eftir einhverju, en hvað ætli hann þurfi að bíða lengi? Þjóðin
má ekki gefast upp og greiða atkvæði sitt með því að „ganga“ úr
landi og finna sér annan vettvang erlendis. En það er veruleg hætta
á atgervisflótta ef þjóðinni verður áfram boðin naglasúpa úr pottum
búsáhaldabyltingarinnar? Íslenska þjóðin á betra skilið!
Íslenska þjóðin á betra skilið:
Einangrun og
stjórnleysi
ÞORKELL SIGURLAUGSSON SKRIFAR
Traustsyfirlýsing
Hanna Birna borgarstjóri var ánægð
eftir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík. Hún mátti líka vera það,
rúmlega 91prósent studdi hana og
þar af 84 prósent í fyrsta sætið. Oft
er sagt að allir komi ánægðir út próf-
kjörum, í það minnsta eru yfirlýsingar
þeirra þannig. Hanna Birna leit
til að mynda á prófkjörið sem
stuðningsyfirlýsingu við borgar-
stjórnarflokkinn. Lítum aðeins
nánar á það. Á laugardag
bauðst 19.715 Reykvíkingum
að velja næsta borgarstjórn-
arflokk Sjálfstæðisflokksins.
Um 37 prósent þeirra, eða
6.847, ákváðu að kjósa.
Sumir myndu lýsa því öðru-
vísi en að um yfirlýsingu
um stuðning væri að ræða.
Ábyrgðin
Þór Sigfússon, fyrrverandi forstjóri
Sjóvár, sagði í fréttum í gær að hans
helsta hlutverk – og það sem hann
þáði 3 milljónir í laun á mánuði fyrir
– sem forstjóri hafi verið að tryggja
að í kringum hann væri gott teymi
fólks. Þá vitum við það. Þór var ígildi
ráðningarstofu.
Klárir leikskólakrakkar
Sveinn Andri Sveinsson
lögmaður fer mikinn í pistli
á Pressunni. Hann er
ósáttur við erindi
Borgarahreyf-
ingarinnar til lagadeildar og segir það
svo „ævintýralega heimskulegt að
ósofinn leikskólakrakki með hor í nös
og króníska eyrnabólgu hefði ekki
getað ropað þessu út úr sér í sand-
kassanum“. Hér er ákveðin hugsana-
villa á ferð, nema Sveinn Andri þekki
marga leikskólakrakka sem
geta ropað öðrum erind-
um út úr sér. Má jafnvel
segja röksemdafærslu
lögmannsins þannig
að ósofinn leikskóla-
krakki með hor í nös
og króníska eyrnabólgu
hefði einmitt getað
ropað þessu út úr sér í
sandkassanum.
kolbeinn@frettabladid.is