Fréttablaðið - 25.01.2010, Qupperneq 16
16 25. janúar 2010 MÁNUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Nýi þjóðgarðsvörðurinn okkar á Þing-
völlum hefur margar háskólagráður.
Ólafur Örn Haraldsson er með BA-
gráðu í sagnfræði, BSc-gráðu í landa-
fræði og jarðfræði, hvortveggja frá
Háskóla Íslands, og meistaragráðu í
skipulagsfræðum frá Sussex-háskóla
á Englandi. Spurður hvort þessi góða
menntun falli ekki vel að starfi þjóð-
garðsvarðar samþykkir Ólafur Örn
það.
„Það er ekki síður lífsreynslan öll,“
segir hann. „En það vill svo skemmti-
lega til að ég hef frá blautu barns-
beini haft áhuga á Þingvöllum. Ég er
alinn upp á heimili þar sem nándin við
söguna og náttúruna var mikil. Faðir
minn var kennari í sögu og íslensku og
foreldrar mínir voru báðir miklir nátt-
úruunnendur. Við bjuggum á Laugar-
vatni og komum oft til Þingvalla.“
Ólafur segir reynslu og menntun
ekki síður mikilvæga við stjórnun og
rekstur þjóðgarðsins en á Þingvöllum
er fjöldi manns að störfum. „Þjóðgarð-
urinn fær um 80 milljónir á ári úr rík-
issjóði og síðan hefur hann einhverj-
ar sértekjur.“
Tímamótin hjá Ólafi hafa verið
mörg á lífsleiðinni. Hann sinnti alþing-
ismennsku í átta ár og þar voru um-
hverfismálin vitaskuld í brennidepli.
„Já, ég hef alltaf reynt að veita þeim
brautargengi,“ segir þjóðgarðsvörður-
inn. Hann gekk á sínum tíma á Suður-
pólinn ásamt Haraldi syni sínum og
Ingþóri Bjarnasyni. „Já, ég fór og ég
komst heim aftur sem er nú ef til vill
mikilvægast,“ segir Ólafur Örn. Hann
er 62 ára að aldri og gengur einu sinni
í viku á Esjuna og einu sinni á ári á
Hvannadalshnúk. „Ég geng mikið en
get því miður lítið gert í að festa feg-
urð náttúrunnar í efnislegt verk eins
og málverk. Ég er lélegur málari,“
segir hann og hlær. „En ég sæki mér
samt orku í hana og skrifa um hana.
Ég er að skrifa næstu Árbók Ferðafé-
lags Íslands: Friðlandið að Fjallabaki
en það er nágrenni Landmannalauga.“
- uhj
ÓLAFUR ÖRN HARALDSSON: NÝR ÞJÓÐGARÐSVÖRÐUR Á ÞINGVÖLLUM
Hefur gengið á heimsenda
NÝR ÞJÓÐGARÐSVÖRÐUR Ólafur Örn Haraldsson segir menntun sína og áhuga á umhverfismálum koma að góðu gagni í nýju starfi.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
MERKISATBURÐIR.
1949 Fyrstu ísraelsku kosning-
arnar. David Ben-Gurion
verður forsætisráðherra
Ísraels.
1971 Idi Amin steypir Milton
Obote af stóli og verður
forseti Úganda.
1974 Geirfinnsmálið: Guð-
mundur Einarsson hverfur
sporlaust.
1980 Kvikmynd Ágústs Guð-
mundssonar, Land og
synir, frumsýnd í Reykja-
vík og á Dalvík. Myndin er
gerð eftir sögu Indriða G.
Þorsteinssonar.
1990 Skógrækt ríkisins flutt til
Egilsstaða, fyrsta ríkis-
stofnunin, sem er flutt út
á land.
2004 Opportunity (MER-B)
lendir á Mars.
VIRGINIA WOOLF FÆDDIST ÞENN-
AN DAG.
„Til að njóta frelsisins
verðum við að hafa sjálfs-
stjórn.“
Skáldkonan Virginia Woolf
(1882 – 1941) var breskur
gagnrýnandi, femínisti, rit-
höfundur og brautryðjandi
nýrra aðferða við skáldsagna-
ritun með notkun hugflæð-
is og innra eintals. Þekktasta
bók hennar er skáldsagan To
the Lighthouse frá árinu 1927.
Íslensku bókmenntaverðlaunin voru veitt
í fyrsta skipti á þessum degi árið 1990.
Verðlaunin voru sett á stofn af Fé-
lagi íslenskra bókaútgefenda í tilefni
af hundrað ára afmæli félagsins árið
1989.
Keppnin fer þannig fram að fimm
bækur í flokki fagurbókmennta og
fimm í flokki
fræðirita eru til-
nefndar til verð-
launanna í byrjun
desember ár hvert.
Dómnefnd skip-
uð af félaginu velur
svo sigurvegarann
úr hvorum flokki.
Verðlaunin eru veitt í
janúar.
Stefán Hörður Grímsson (1919-2002) hlaut
Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrsta árið
sem þau voru veitt. Hann hafði áður
vakið athygli með ljóðabókinni Svart-
álfadans frá árinu 1951 og verið til-
nefndur til bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs 1989. Fyrir ljóða-
bókina Yfir heiðan morgun hlaut
hann svo Íslensku bók-
menntaverðlaunin. Síðast
hlutu verðlaunin Einar Kára-
son fyrir Ofsa og Þorvald-
ur Kristinsson fyrir bók-
ina um Lárus Pálsson
leikara.
Heimild: www.
wikipedia.org
ÞETTA GERÐIST: 25. JANÚAR 1990
Bókmenntaverðlaun veitt í fyrsta sinn
Gráþröstur er vetrargestur hér og sækir hann í garða þar sem
fuglum er gefið. Gráþrestir eru sérstaklega sólgnir í epli og
perur og er ekki óalgengt að stakir þrestir leggi undir sig heilu
garðana og matinn þar og verji fóðrið af mikilli hörku. Þá
hrekja þessir frekjudallar aðra þresti í burtu hvort sem það eru
tegundarsystkini, skógarþrestir eða svartþrestir. Þeir skipta sér
þó lítið af smærri fuglum og hafa ekkert í starana sem ferð-
ast um í hópum. Gráþröstur er líkur skógarþresti en töluvert
stærri og með lengra stél. Hann er grár á höfði og gumpi,rauð-
brúnn á baki og vængjum og gulleitur með dökkum dröfn-
um á bringu og síðum en ljós á kviði. Stélið er langt og svart.
Hann er algengur haust- og vetrargestur um land allt en mikil
áraskipti eru af komum hans. Gráþrestir hafa orpið nokkrum
sinnum á síðustu áratugum víða um land. Hann er skógarfugl
og lifir í barrskógabeltinu í Evrópu og Asíu. www.fuglavernd.is
FUGL VIKUNNAR: GRÁÞRÖSTUR
Frekjudallur í garðinum
GRÁÞRÖSTUR Stakur gráþröstur leggur stundum undir sig helgin
garð og matinn þar. MYND/SIGURÐUR ÆGISSON
Fundarnefnd Félags guð-
fræði- og trúarbragðafræði-
nema við Háskóla Íslands
boðar til umræðufundar
um trúarbrögð, fjölkynngi
og fleira því tengt í stofu
229 í aðalbyggingu skólans
í dag klukkan 11.40. Gest-
ur félagsins að þessu sinni
er Hilmar Örn Hilmarsson
allsherjargoði.
Umræðuefnið verður
meðal annars trú og galdr-
ar. Ætlunin er að stikla á
stóru um kabbala, dulspeki,
heimsmynd Aleister Crow-
ley, fjölgyðistrú/heiðinn sið
og tengslin við frumkraft-
ana. Gestum er velkomið að
bera fram spurningar og at-
hugasemdir. Allir eru hjart-
anlega velkomnir.
Umræðufundur
um trúarbrögð
ALLSHERJARGOÐI Hilmar Örn
Hilmarsson er gestur Félags guð-
fræði- og trúarbragðafræðinema
í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Baldur Böðv-
arsson, fyrrver-
andi stöðvar-
stjóri, leitast við
að svara spurn-
ingunni Hvar var
Lögberg? í Bóka-
safni Seltjarnar-
ness í dag klukk-
an 17.30.
Baldur hefur
velt efninu fyrir
sér og tjáð sig í
riti um sínar skoð-
anir en nú gefst
kostur á að hlusta á rök Baldurs og ræða málin við hann.
Dagskráin er hluti af þeim þætti starfsemi bókasafns-
ins sem kallast Okkar fól, en þar koma fram einstaklingar
sem tengjast Seltjarnarnesi á einhvern hátt, meðal annars
með búsetu eða sem fastagestir á safninu.
Hvar var Lögberg?
BÓKASAFN SELTJARNARNESS Safnið er á
Eiðistorgi.
Lúðvík Geirsson, bæjar-
stjóri Hafnarfjarðar, Ólafur
Teitur Guðnason frá Alcan,
Elías Bjarni Guðmundsson
frá N1, Gísli Friðjónsson frá
Hópbílum og Gísli Sigur-
bergsson frá Fjarðarkaupum
hafa undirritað samkomulag
um rekstur Frístundabílsins
svonefnda.
Frístundabíllinn er til-
raunaverkefni sem miðar að
því að veita börnum og ungl-
ingum á aldrinum sex til tut-
tugu ára akstursþjónustu frá
klukkan 15.40 til 21.20 virka
daga. Gengið er út frá því
að stór hluti íþrótta- og tóm-
stundastarfs fari fram innan
þessa tímaramma. Þannig
er verið að aðstoða foreldra
sem myndu að öðrum kosti
skutla börnum sínum milli
staða.
Verkefnið hefst formlega
í dag þegar fjórir bíla frá
Hópbílum munu þjónusta öll
helstu hverfi Hafnarfjarðar
á 20 mínútna fresti á ofan-
greindum tíma, samkvæmt
leiðakerfi sem er á www.
fristundabillinn.is. Skipti-
stöð verður við Íþróttahús-
ið við Strandgötu. Ókeypis
er í bílana í janúar, en eftir
það er verð fyrir umrædda
þjónustu 6.000 krónur í fjóra
mánuði.
Nánari upplýsingar á
www.fristundabillinn.is.
Frístundabíll fyrir börn og unglinga
ÞJÓNUSTA Frístundabíllinn veitir börnum og unglingum akstursþjón-
ustu á tilteknum tíma. NORDICPHOTOS/GETTY