Fréttablaðið - 25.01.2010, Síða 21

Fréttablaðið - 25.01.2010, Síða 21
FASTEIGNIR.IS 25. JANÚAR 20104. TBL. Fasteignamarkaðurinn er með á skrá 435,8 fermetra einbýl- ishús á tveimur hæðum við Hlíðarás 12 í Hafnarfirði. Þar af er um það bil 90 fermetra rými, sem er óuppfyllt og óinnrétt- að. K omið er inn í flísalagða for-stofu. Inn af henni er flísa-lagt baðherbergi með glugga og stórum sturtuklefa. Stofur eru parket- og flísalagðar, samliggjandi og með útsýni yfir borgina til norð- urs til sjávar. Stofur eru stórar og er lofthæðin 3,7 metrar. Eldhús er stórt, flísalagt og með innréttingum úr svartbæsaðri eik. Stór hvít sprautulökkuð eyja er í eldhúsinu miðju, með innfelldum vaski og tveimur uppþvottavélum. Útgengt er úr eldhúsi á svalir til austurs. Húsbóndaherbergi er rúmgott og parketlagt. Gengið er um parketlagðan steyptan stiga með glerveggjum og viðarhandriði á neðri hæðinn- ni. Komið er inn í parketlagt hol. Stór sjónvarpsstofa er á neðri hæð þaðan sem útgengt er á lóð. Barna- herbergi eru þrjú og öll parketlögð. Hjónaherbergi er rúmgott, park- etlagt og með útgengi á hellulagða verönd. Inn af hjónaherbergi er fataherbergi og innangengt í rúm- gott, flísalagt baðherbergi. Í bað- herbergi eru meðal annars skáp- ar sem einnig eru opnanlegir úr þvottaherbergi. Þvottaherbergi er rúmgott, flísalagt og með innrétt- ingum í vinnuhæð. Geymsla er stór. Óuppfyllt 90 fermetra rými þar sem gert er ráð fyrir til dæmis tækja- geymslu eða tómstundaherbergi. Instabus-hússtjórnarkerfi er í hús- inu. Hiti er í öllu gólfinu og sjálf- virk stilling fyrir hvert rými. Húsið er ekki fullfrágengið að utan, eftir er að múra og mála. Baklóð húss- ins er frágengin en framlóð á eftir að klára. Þó er búið að steypa vegg og gólf um það bil 90 fermetra ver- andar á framlóðinni. Uppgert einbýlishús Baklóð hússins er frágengin en framlóð á eftir að klára. MYND/ÚR EINKASAFNI Bogi Pétursson lögg. fasteignasali Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali Eignamiðlun Suðurnesja, Hafnargötu 91, Reykjanesbæ, Sími 420-4050 – 894-2252

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.