Fréttablaðið - 25.01.2010, Page 34
BAKÞANKAR
Davíðs Þórs
Jónssonar
18 25. janúar 2010 MÁNUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Það er ekki mikill kraftur
í þessum kylfingum. Þeir
ganga um túnið í spari-
buxum með einkaþræl
á hælunum sem ber
töskuna fyrir þá.
Það kallast
kylfuberi og
þeir fá greitt
fyrir það.
Hmmm.
Kannski ég ætti að ráða
strák fyrir næsta mót.
Einhvern sem gæti
hlaupið hratt. Farið upp
á móti
manni.
Ég gæti ráðið
strák sem
kastar sjálfur.
Góður
kylfuberi
gefur
kylfingn-
um einnig
góð ráð á
meðan á
leiknum
stendur.
Eins og
„mundu að
klæðast köfl-
óttri skyrtu“?
Meðal
annars.
Vísindalegar rannsóknir
hafa sýnt fram á að sá hluti
heilans sem við notum til
að taka ákvarðanir verður
ekki fullmótaður fyrr en
um 25 ára aldur.
Þannig að við
höfum afsökun
fyrir þetta hér.
Nema þetta
sé meðfætt.
Pabbi,
ferðu
ekki í
vinnuna
í dag?
Nei, ég
ætla
að taka
mér frí
þessa
vikuna.
Af
hverju? Ég er í jólafríi.
Enginn kenn-
ari... engin
heimavinna...
engin próf!
Taka þér
frí frá
hverju?
Mig langar að skila
biluðu GPS-tæki.
Geturðu gefið mér leið-
beiningar um hvernig
ég kemst til ykkar?
Pantaðu
í síma
565 600
0
eða á w
ww.som
i.is
Frí heim
sending
*
TORTILLA
VEISLUBAKKI
EÐALBAKKI
LÚXUSBAKKI
DESERTBAKKI
GAMLI GÓÐI
TORTILLA OSTABAKKI
30 bitar
30 bitar
20 bitar
20 bitar
20 bitar
50 bitar
Fyrir 10 manns
Aðeins
1.900 kr.
ÁVAXTABAKKI
Fyrir 10 manns
ÁVAXTABAKKI
Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm.
*Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar.
FERSKT & ÞÆGILEGT
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
Skömmu áður en góðærið svokallaða náði hæstu hæðum áskotnaðist mér
dálítil fjárhæð þannig að ég sá mér fært
að kaupa mér nýjan bíl eða öllu held-
ur ekki eins gamlan og þann síðasta sem
ég hafði átt. Þetta var ekki há fjárhæð,
kannski ein mánaðarlaun mín á þess-
um tíma. Það sem var nýtt var að ég var
aflögufær um hana alla í einu til annars
en brýnustu nauðsynja.
AFTUR á móti gekk erfiðlega að koma
bílasölum í skilning um að þetta væri
peningurinn sem ég ætlaði að eyða í bíl.
Allir byrjuðu þeir á að spyrja mig um
greiðslugetu og ekki laust við að þeir
móðguðust eilítið þegar ég sagði þeim
að hún kæmi þeim ekkert við, en getan
væri þó talsvert meiri en áhuginn. Flest-
ir spurðu þeir mig um eftirstöðvarnar
og hvernig ég hygðist dreifa þeim. Þeim
gekk ámóta erfiðlega að skilja að
ég kærði mig ekki um neinar
eftirstöðvar. Maður sem gat
slett fram meðalmánaðar-
launum sínum sem útborg-
un í bíl gat nefnilega ekið
burt á bíl sem kostaði ein
til tvenn árslaun hans. Það,
að ég hefði ekki áhuga á að
kaupa eins dýran bíl og ég
gat mögulega komist upp
með, heldur eins góðan og
ég gat fengið skuldlausan í skiptum fyrir
þessa örfáu hundraðþúsundkalla sem ég
átti í handraðanum þá stundina, virtist
jaðra við glæp gegn hagkerfinu.
TÍMI er peningar. Við öflum tekna með
því hvernig við verjum tíma okkar. Í hvert
sinn sem við eyðum þúsundkalli erum við
því í raun ekki að eyða þúsundkallinum
heldur þeim hluta ævi okkar sem við vörð-
um í að afla hans. Þegar tími er peningar
segir það sig nefnilega sjálft að peningar
eru tími. Þegar við veltum því fyrir okkur
hvort eitthvað sé peninganna virði væri
því skynsamlegra að velta því fyrir sér
hvort það sé dagsins, vikunnar, mánaðar-
ins eða jafnvel áranna virði. Hver stórs
hluta ævinnar er það virði að aka um á
einum bíl frekar en öðrum?
MÉR er í mikilli nöp við orðið greiðslu-
geta og hve sjálfsagt og einboðið það
þykir að miða allt við hana. Þannig er
okkur nefnilega talin trú um að ekkert
sé eðlilegra en að greiða eins mikið og
maður getur. Ég legg því til – í ljósi þess
að peningar eru tími – að í staðinn tökum
við upp hugtakið „greiðslunenna“. Sjálf-
ur nenni ég ekki að verja mikið meira en
einum mánuði ævi minnar í að vera frek-
ar á þokkalegum bíl en engum. Sá bíll
hefur reyndar ekki enn verið framleiddur
sem er virði mikið stærri hluta lífs míns.
Greiðslunenna