Fréttablaðið - 25.01.2010, Qupperneq 35
MÁNUDAGUR 25. janúar 2010 19
Söngkonan Vanessa Paradis, sam-
býliskona Johnny Depp, ræddi um
samband þeirra í nýlegu viðtali við
breska tímaritið Sunday Times.
Hjónin búa stærsta hluta ársins í
París og eiga saman tvö börn og
segir Paradis að það ríki mikil
virðing á milli þeirra.
„Við skiljum að ef við viljum að
sambandið gangi þá verðum við að
gefa hvort öðru smá næði. Maður
borðar ekki sama matinn daglega,
maður les ekki sömu bókina eða
hlustar á sömu tónlistina aftur og
aftur. Maður verður að uppgötva
sumt einn með sjálfum sér,“ sagði
söngkonan. Þegar hún var spurð
hvað henni þætti aðdáunarverðast
í fari maka síns var hún óspar á
hólið. „Ég gæti talað um það í allan
dag. Ég hef gaman af því að fylgj-
ast með honum þegar hann situr
og hugsar, þegar hann er að ræða
við annað fólk, mér finnst gaman
að sjá hvernig hann bregst við
ýmsum aðstæðum. Ég ber mikla
virðingu fyrir honum sem leik-
ara, föður og manneskju. Mest dái
ég þó manninn sem hann er. Hann
er einstakur,“ sagði Paradis um
mann sinn.
Ástfangin af Depp
DÁIR DEPP Vanessa Paradis, sambýlis-
kona Johnny Depp, segist bera mikla
virðingu fyrir maka sínum.
SPIDER-MAN-HÓPUR James Franco ásamt Kirsten Dunst og Tobey Maguire.
James Franco, sem lék í þríleikn-
um um kóngulóarmanninn, er
sannfærður um að myndirnar
haldi áfram að vera vinsælar þrátt
fyrir fjarveru aðalleikarans Tobey
Maguire.
Framleiðendurnir hafa lýst
því yfir að fjórða myndin ger-
ist á menntaskólaárum Péturs
Parkers. „Ég hef engar áhyggjur.
Þetta gekk upp í Batman-myndun-
um og það eru líka mismunandi
höfundar og teiknarar sem koma
að myndasögunum sjálfum,“ sagði
Franco. Hann hefur samt áhyggj-
ur af áætlunum um að frumsýna
fjórðu myndina strax eftir tvö ár.
„Ég held að áhorfendur þurfi smá
svigrúm til að átta sig á breyting-
unum.“
Spider-Man lifir
Nýjustu fregnir herma að Mad-
onna og kærasti hennar, bras-
ilíska fyrirsætan Jesus, vilji
eignast barn saman. Að sögn
vina þráir Jesus, sem er aðeins
25 ára gamall, að eignast sitt
eigið barn og er Madonna tilbú-
in til að eignast sitt fjórða barn
með honum. „Madonna hefur
sagt að móðurhlutverkið sé það
sem gefi lífinu tilgang. Hún veit
að það verður erfitt fyrir hana
að verða barnshafandi af nátt-
úrunnar hendi en hún er við
fullkomna heilsu og er tilbúin
til að verða móðir aftur,“ var
haft eftir innanbúðarmanni.
Móðir Madonna
MÓÐIR Á NÝ Madonna og Jesus vilja
eignast barn saman.